fimmtudagur, júlí 29, 2004

Hverjar munu verða lyktir málsins?

Það fór mjög mikilvæg fyrirspurn út í loftið rétt í þessu. Niðurstaðan mun skipta mig gríðarlega miklu máli. Hefur allt verið unnið fyrir gíg, eða verður uppskorið líkt og til hefur verið sáð. Það er spurningin.

Þetta að lokum: Alþingismenn, það er skylda ykkar, fjórða hvert ár, að vera við innsetningu forseta Íslands. Ykkur verður ekki ætlað neitt hlutverk, nema að vera til staðar, þ.e. sýna forsetaembættinu virðingu. Dagsetning embættistöku forseta hefur legið ljós fyrir frá því lög nr. 36 voru samþykkt á Alþingi 12. febrúar 1945.

miðvikudagur, júlí 28, 2004

"That's the formula for victory."

Var að fá bréf frá fyrrum forseta Bandaríkjanna, honum Bill, en við erum að vinna að því í sameiningu að koma Kerry í forsetaembættið. Það eru nokkur ljón á veginum en við Bill erum sammála um að þetta séu einhverjar mikilvægustu kosningar sem haldnar hafa verið. Bréfið fer hér á eftir, örlítið stytt:

Dear Einar,

This is the biggest week of John Kerry's political life. I know a little something about the remarkable experience he's going through. I know what it's like to step up to that microphone and accept the honor and responsibility of representing so many people's hopes and aspirations in a vitally important presidential election.

I even know what it's like to be asked to lead our Party into a campaign against an incumbent president. And, most important of all, I know what it's like to have people like you to count on.

This is the moment that you and I tell John Kerry, "You may step up to that microphone alone on Thursday night. But, you'll leave Boston knowing that you can count us in every step of the way. And, together, we're going to pull through to victory on November 2nd."

This campaign is about matching the strength of our candidates with our own willingness to act. That's the formula for victory. So, whatever you do, don't just watch the Convention this week. Take action to help John Kerry, John Edwards and other Democratic candidates carry our values and our ideals into one of the most critical elections ever.

Sincerely,
Bill Clinton
Í ljósi þess að í Flórída megi búast við því að meira en 40.000 atkvæði muni amk. verða gerð ógild af yfirvöldum getur frasinn „Keep on Rockin' in the Free World“ varla átt betur við en í baráttunni sem framundan er.

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Að baka sér vandræði.

Hvað sumir geta komið sér í mikil vandræði. En slúðurblöðunum í Bretlandi er auðvitað ekkert heilagt í blaðamennskunni, en að 18 ára drengur hafi átt „long-time girlfriend,“ er það nú ekki full mikið í lagt. En svona hljóðar fréttin:

Wayne Rooney has apparently been dumped by his long-time girlfriend, Coleen McLoughlin.

The rising English star confessed to his now ex-girlfriend that he had spent a night with a prostitute, Charlotte Glover, in December 2002. This angered Charlotte who had no hesitation in dumping her superstar boyfriend.
So after Sven Goran Eriksson's latest affair, the English squad is hit with yet another scandal. This story was also anticipated by the English tabloid, 'Sunday Mirror' which carried out an interview with Glover last Sunday, who recalled the night of passion with the young forward.
Some weeks ago, the 18-year-old English forward had to endure a 240 sterling three-hour operation to have an enormous celtic cross with the name of his girlfriend, Coleen, tattoed on his arm.
Next time he will think twice before putting a tattoo of a girl on his body!

Fyrir okkur Everton-aðdáendur eru þetta auðvitað hræðilegar fréttir, héðan í frá mun líklega ekkert koma í veg fyrir það hann hverfi frá félaginu.

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Breiðu bökin.

Það stefnir allt í að skatturinn ætli sér að hafa stórar upphæðir af breiðu bökum þessa þjóðfélags nú um mánaðarmótin. Það liggur þá kristal klárt fyrir hvar þau er að finna, hjá sauðsvörtum almúganum, á meðan að Jón og Jóhannes geta haft hundruð milljónir af þjóðfélaginu. Þeir feðgar sæta að vísu einhverri rannsókn skattyfirvalda, en á meðan skal almúginn blæða.

Ef það þykir hentugt að kroppa í fé, einhversstaðar, þá skal keyra á það, enda augljós rök þar að baki, þ.e. hentugt!! Takist feðgum aftur á móti að koma fé undan, þá er óhentugt að sækja það, enda komið fyrir löngu út í hafsauga, úr augnsýn, þ.e. óhentugt að mati skattyfirvalda.

Það skal berja almennilega á almúganum, hann á ekki annað skilið.

mánudagur, júlí 19, 2004

Akureyri, Djúpivogur, og sveitasetrið í Grímsnesinu.

Undanfarið hefur farið lítið fyrir pólitískum skrifum hér á síðunni. Ástæður þessa eru ýmsar, helstar þó að aðeins eitt mál hefur komist að á undanförnum vikum, þ.e. fjölmiðlamálið. Ætla verður að um einhver skrif verði um málið allt á næstu vikum á síðunni, en full ástæða er til að gefa lesendum hvíld á því í augnablikinu.

Hinu vil ég ekki þegja yfir, hefði í raun mátt skrifa um miklu fyrr, en það eru ferðalögin.

Höfuðstaður Norðurlands.
Þann 2.-3. júlí var staldrað við á Akureyri í ofsalega góðu verðri. Þessa helgi voru haldin knattspyrnumót er fjölmargir sóttu, það voru 1-2 skemmtiferðaskip á Pollinum, má því áætla að íbúatala Akureyrar hafi aukist all nokkuð á þessum annatíma. Mannlífið á göngugötunni var fjörlegt, veitingastaðir og kaffihús yfirfull, auk þeirra er áttu leið hjá, til að sýna sig og sjá aðra. Það brást að sjálfsögðu ekki á heimleiðinni að er höfuðborgin var í augnsýn, byrjaði að rigna.

Búlandsnes.
Þann 9.-10. júlí var tekið hús á Djúpavogshreppi, það var milt og þurrt veður, en sólarglæta engin. Engin verður ósnortin af fegurð náttúrunnar á austurleiðinni, sandarnir, jöklar og lón, og stórkostleg fjöll soga að sér athygli hvers ferðamanns. Það er sérstök ástæða er til að benda á fyrirmyndar hótel sem rekið er á Djúpavogi, Hótel Framtíð. Þjónusta öll til fyrirmyndar, góð herbergi og veitingaþjónusta, þ.e. matur og drykkir á við það besta sem gerist hér á landi. Mæli sérstaklega með lambinu. Morgunverðarborðið var hlaðið kræsingum. Hafa skal sem fæst orð um hvað hafi tekið við á bakaleiðinni er höfuðborgin var í augnsýn.

Sveitasetrið í Grímsnesinu.
Um liðna helgi var slakað á í sveitasetrinu, að vísu var borið á pall sem umlykur setrið, eitthvað um 40-50 fm, en það var aðeins með annarri. Með hinni var borið á klæðningu hússins, að vísu er ráðlegast að fara aðra umferð yfir allt saman aftur. En veðursælt var um helgina á Suðurlandi og því ástæðulaust að gera ekki eitthvað.