mánudagur, janúar 03, 2005

Tíu minnisstæðustu ummælin árið 2004.

„En Samfylkingin er eins og gamall afturhaldskommatittsflokkur og ætlar sér aldrei að verða stór.“
Davíð Oddsson utanríkisráðherra, 29. nóvember 2004.

„Ég tel að hér sé um að ræða heimsatburð,“ sagði Halldór. „Ég er stoltur og þakklátur íslensku sérfræðingunum fyrir þeirra stóra þátt í þessu máli.“
Halldór Ásgrímsson, þá utanríkisráðherra, 9. janúar 2004 um meintan sinnepsgasfund Íslendinga í Írak.

„Það var einhver símastrákur hjá Samfylkingunni sem var spurður að þessu með virðisaukaskattinn. Það kannast enginn við að hafa svarað þessu.“
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar 30. nóvember 2004. (Símastrákurinn reyndist vera Jóhann Ársælsson alþingismaður.)

„Meinfýsnishlakkandi úrtölumenn víða um heim hafa einblínt á erfiðleikana sem vissulega er við að etja í Írak og virðast telja deilur um aðdraganda innrásarinnar skipta meira máli en frelsi og framtíðarvonir Íraka.“
Davíð Oddsson utanríkisráðherra, 11. nóvember 2004.

„Ég hlýt að líta svo á og það skal þá standa að Davíð Oddsson sé slík gunga og drusla að hann þori ekki að koma hér og eiga orðastað við mig.“
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, 14. maí 2004.

„Jafnréttislögin eru barn síns tíma.“
Björn Bjarnason um jafnréttislögin, 7. apríl 2004.

„Það er ekki að ástæðulausu sem fjölmiðlar eru kallaðir hrægammar.“
Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, 5. nóvember 2004.

„Ég veit ekkert um þetta meinta samráð olíufélaganna.“
Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra og eiginkona Kristins Björnssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, 1. nóvember 2004.

„Ég tek ekki við skipunum frá miðaldra mönnum.“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Ríkissjónvarpinu 24. október 2004.

„Synjunarákvæði stjórnarskrárinnar eru leifar af þeirri trú að konungurinn - einvaldurinn - fari með guðs vald.“
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, 1. október 2004.

(Heimild: FRÉTTABLAÐIÐ)