miðvikudagur, desember 20, 2006

Take Five.

Jazz hefur verið í uppá haldi í nokkur ár hjá mér. Rakst á þetta á YouTube. Önnur útgáfa til viðbótar hér svona öðruvísi. En hér kemur síðan frumútgáfan, næstum því!

"Take Five" is a classic jazz piece recorded by The Dave Brubeck Quartet and released on its 1959 album Time Out. Composed by Paul Desmond, the group's saxophonist, it became famous for its distinctive, catchy saxophone melody and use of quintuple time, from which the piece gets its name. While Take Five was not the first jazz composition to use this meter, it was the first of United States mainstream significance, becoming a hit on the radio at a time when rock music was in fashion. It is also known for the solo by jazz drummer Joe Morello.

The song has been covered by numerous artists, including a version with lyrics sung by Al Jarreau in 1977. Swedish singer Monica Zetterlund recorded a version of this song entitled I New York with lyrics by Bepper Wolgers in 1962.

(Heimild: wikipedia.org)




þriðjudagur, desember 19, 2006

Hvalir leika sér!

Eigum við að bjarga hvölunum eða hvað?

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Þegar hann snjóar!


Myndin hér að ofan er skemmtileg, minnir mann á góða tíma. Maður sér þetta orðið mjög sjaldan eða þar til á sunnudag og fékk ég 3 nágranna til að ýta bílnum mínum úr hlaði.
Heyrði í dag að fréttir hafi borist norður yfir heiðar að það væri snjór í höfuðborginni. Það er auðvitað gert grín af þessum vitleysingum hér í bænum sem telja sig búa á Costa del Sol, en ekki á Íslandi.

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Frostið fari eitthvað ...


Einar Sveinbjörnsson bloggar um veðrið, hér er nýjasta færslan hans. Hann botnar þetta með þessum orðum: En leyfum okkar að spá því að frostið fari eitthvað yfir 20 stigin inn til landsins NA-til og upp undir það í stöku kuldapollum annars staðar s.s. eins og í Húsafelli og á Þingvöllum.

föstudagur, nóvember 10, 2006

Erlent vinnuafl og innflytjendamál.

Hér eru umræður frá því í byrjun vikunnar um erlent vinnuafl og innflytjendamál á Alþingi. Ætla síðan í framhaldi að greina fréttafluttningin og umræðuna, en gefum þingmönnum orðið:

Magnús Þór Hafsteinsson:
Virðulegi forseti. Ég held að flestum Íslendingum sé ljós sú þróun sem verið hefur hér á undanförnum missirum. Við sjáum að fólki af erlendu bergi brotnu hefur fjölgað mjög hratt á Íslandi og það er þess vegna sem ég kem upp í dag, virðulegi forseti, með utandagskrárumræðu þar sem ég vil fá að setja í gang umræðu um fjölgun útlendinga á Íslandi.
Það var þannig, virðulegi forseti, að fram til 1. maí sl. var sæmilega góð stjórn á þessu öllu saman. Þótt við upplifðum þenslutíma, uppbyggingartíma, höfðum við Íslendingar þokkalega góða stjórn á þessu vil ég meina, þ.e. stjórnvöld gáfu út atvinnuleyfi og dvalarleyfi til útlendinga sem hingað vildu koma í vinnuleit og það var ekki gert nema sýnt og sannað þótti að Íslendingar fengjust ekki í störfin. En á lokadögum apríl síðastliðins kom allt í einu frumvarp inn í þingið frá hæstv. félagsmálaráðherra, þ.e. forvera þess sem nú er, og það var mælst til þess að tekið yrði upp frjálst flæði vinnuafls frá löndum sem gengu inn í Evrópusambandið árið 2004, Austur-Evrópuríkjum, mjög fjölmennum, þar sem víða er mikið atvinnuleysi og fátækt. Þessi lönd höfðu gengið í Evrópusambandið og samkvæmt skilmálum evrópska efnahagssamningsins bar okkur að taka upp frjálst flæði vinnuafls frá þessum löndum.
Hins vegar, og gleymum því alls ekki, gátum við fengið frest til aðlögunar til 2009, jafnvel alla leið til 2011. Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum völdu ríkisstjórnarflokkarnir ekki að fara þessa leið, þrátt fyrir að allir sem skoðuðu málin af raunsæi og yfirvegun sæju að við værum ekki reiðubúin til að taka á móti þeim fjölda sem hingað mundi eflaust streyma. Stjórnsýslan, skólakerfið, heilbrigðiskerfið, félagslega kerfið, og eftirlitsstofnanir voru ekki í stakk búin til þess.
Við höfðum líka séð ljót dæmi um að brotið hafði verið á erlenda vinnuafli sem hafði komið hingað af sumum atvinnurekendum. Verkalýðsfélögin höfðu sýnt okkur mörg dæmi um þetta og sum þeirra voru ansi ljót. En þetta varð hins vegar að veruleika. Frumvarpið var keyrt í gegnum þingið á einni viku, hneykslanlegar aðferðir og þinginu til skammar, verð ég að segja, að þetta skuli hafa verið gert með þessum hætti. Okkur þingmönnum var stillt upp við vegg og við fengum val um að samþykkja þetta ellegar mundum við lenda í vandræðum, sem var auðvitað tóm blekking. Við hefðum getað farið fram á þessa fresti en það var ekki gert.
1. maí árið 2006 var svartur dagur í sögu þjóðarinnar og það voru sendar sennilega köldustu kveðjur sem verkalýðshreyfingin og launþegar í landinu höfðu nokkru sinni fengið því það sem gerst hefur eftir þetta er að erlent vinnuafl hefur flætt inn í landið sem aldrei fyrr. Sennilega eru komin hingað í kringum 10 þúsund manns frá áramótum. Við vitum ekki nákvæma tölu. Það eru vísbendingar um að fjölmargir séu hér jafnvel án þess að vera með kennitölur. Svart vinnuafl sem í raun og veru er hvergi til.
Nýjustu tölur sem við höfum séð eru frá því í júní. Hvað gerðist í júlí, ágúst og september eða október vitum við lítið um. Þetta er stjórnlaust ástand og þetta er mjög alvarlegt ástand. Það hefur sýnt sig að stjórnvöld hafa ekki staðið við fyrirheit sem þau gáfu til að mynda í vor um að fara í vinnu við að marka stefnumótun fyrir innflytjendur hér á landi. Enn bíður félagsmálanefnd eftir því að fá kynnta þessi stefnumótun sem henni var lofað að yrði kynnt þar fyrir 1. október. Það bólar hvergi á henni. Frá starfshópi sem átti að fjalla um þessi mál og skila af sér niðurstöðum 1. nóvember hefur ekkert heyrst heldur. Hins vegar sjáum við ótal vandamál úti í þjóðfélaginu. Við sjáum jafnvel merki um að Íslendingar eru farnir að missa vinnuna núna vegna þess að þeir eru ekki samkeppnisfærir við erlent vinnuafl sem er reiðubúið til að vinna hér á lágmarkstöxtum og jafnvel undir lágmarkstöxtum. Stjórnvöld virðast ekkert ráða við ástandið. Við hljótum öll að sjá, ef við skoðum málið bara kalt og raunsætt og víkjum til hliðar pólitískum rétttrúnaði, að hér stefnir í óefni. Það sjá allir skynsamir menn að hér stefnir í óefni. Því hvað gerum við síðan þegar hægist á, þegar fer að kólna í hagkerfinu? Hvað gerum við þá? Þá verður Íslendingum sennilega boðin vinna á mörgum stöðum á strípuðum lágmarkstöxtum og vilji þeir ekki þiggja vinnuna er þeim einfaldlega sagt að hypja sig vegna þess (Forseti hringir.) að það er svo auðvelt að fá erlent vinnuafl.

félagsmálaráðherra (Magnús Stefánsson):
Hæstv. forseti. Ég vil byrja á því að hvetja til þess að gætt sé fyllstu virðingar í umræðum um þessi mál. Ég vil hvetja hv. þingmenn sérstaklega til að vera öðrum góð fyrirmynd í umræðum um þau mál sem við ræðum hér í dag. Okkar ábyrgð er mikil. Það er öllum ljóst.
Ég hef gert mér grein fyrir því og vil undirstrika í upphafi að geysilega mikil vinna hefur verið lögð í mál sem varða erlent vinnuafl og innflytjendamál undanfarin missiri. Að þeirri vinnu hafa margir komið, enda er það grundvallaratriði þegar unnið er að málum eins og þessum, málum sem varða allt samfélagið. Málum sem varða okkur öll, fólk um allt land. Ég geri mér mjög vel grein fyrir þessu og get fullvissað þingheim um að vel er fylgst með framvindu mála.
Þær upplýsingar sem ég hef að byggja á sem félagsmálaráðherra í dag eru fengnar frá ýmsum aðilum, þar á meðal frá fulltrúum Alþýðusambands Íslands og Samtökum atvinnulífsins. Ég átti í gær fund með Alþýðusambandi Íslands og í morgun með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Þar lýstu þeir áhyggjum af þeim farvegi sem umræðan hefur verið í undanfarna daga. Þessir sömu aðilar tóku þátt í að semja frumvarp til laga um starfsmannaleigur. Þeir komu með okkur að undirbúningi fyrir 1. maí síðastliðinn og koma nú með okkur að gerð frumvarpa sem eiga enn frekar að styrkja innviði vinnumarkaðarins.
Ég segi það hér og hef alltaf sagt að við verðum að vera vel vakandi og gera okkur grein fyrir því að hér bera allir ábyrgð, stjórnvöld, aðilar vinnumarkaðarins og samfélagið í heild.
Hv. þingmaður talar eins og hér hafi skollið á flóðbylgja útlendinga eftir 1. maí síðastliðinn vegna tilkomu frjálsrar farar launafólks frá nýjum aðildarríkjum að samningnum við Evrópska efnahagssvæðið og kerfið hafi ekki verið viðbúið þeim fjölda. Líkt og hér hafi ekki áður starfað útlendingar á íslenskum vinnumarkaði. Það er mál manna sem fylgjast best með að ráðningar erlends vinnuafls hafi færst til betra horfs, ég undirstrika, til betra horfs en var fyrir 1. maí síðastliðinn. Þá var starfsmannaleiguformið allsráðandi en eftir 1. maí hefur orðið breyting á.
Nú eru erlendir starfsmenn fyrst og fremst ráðnir með beinum hætti með ráðningarsamningum sem byggjast á íslenskum kjarasamningum. Þannig viljum við hafa það og það var meginástæða þess að Alþýðusamband Íslands, eins og Samtök atvinnulífsins studdu opnunina 1. maí síðastliðinn. Þeir vildu ekki sjá hér erlenda starfsmenn fyrst og fremst starfandi á vegum starfsmannaleigna eða sem þjónustuveitendur án tengsla við íslenska kjarasamninga. Þetta var afstaða þeirra sem gerst þekkja til á vinnumarkaði og á henni byggðu stjórnvöld sína ákvörðun.
Það er ekki svo að ríkisborgarar nýju aðildarríkjanna geti komið hingað í tugatali og valsað hér um eins og hv. þingmaður hefur lagt að í máli sínu á opinberum vettvangi um þessi mál. Ég tel að hv. þingmaður ætti að vita betur. Ríkisborgarar innan ríkja Evrópska efnahagssvæðisins þurfa að sjálfsögðu að hlíta ákveðnum leikreglum.
Það er sérstaða þeirra erlendu ríkisborgara sem til Íslands koma að þeir koma hingað til að vinna. Þeir eru mikilvægt framlag á vinnumarkaði þegar atvinnuleysið mælist jafnvel undir 1% í vissum landshlutum.
Vinnumarkaður okkar Íslendinga hefur afar marga kosti og það vil ég undirstrika. Óvenjuhátt hlutfall beggja kynja eru virk á vinnumarkaði og við Íslendingar vinnum lengur fram eftir aldri en flestar aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við. Við höfum þörf fyrir þetta vinnuafl. Við erum aðilar að EES-samningnum og höfum notið kosta hans í svo ótalmörgu tilliti.
Hæstv. forseti. Ég vil undirstrika það, að sú umræða sem hv. þm. Magnús Þór Hafsteinsson hefur haft uppi undanfarna daga endurspeglar alls ekki hlutverk erlends vinnuafls hér á landi í dag og framlag þess til uppbyggingar í samfélagi okkar og efnahagslífsins í heild. Viljum við frekar að íslensk fyrirtæki flytji starfsemi sína til annarra landa? Ég segi nei. Höldum mikilli uppbyggingu á atvinnustarfsemi áfram hér á landi.
Við hv. þingmann vil ég segja þetta og tala skýrt: Ég vil í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins auka sýnilegt eftirlit með kjörum og aðbúnaði erlends vinnuafls og að því vinn ég. Ég vil í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins sjá til þess að lögin okkar varðveiti íslenskan vinnumarkað og að því vinn ég. Ég vil að þeir sem hingað koma bjóðist vandaðar upplýsingar um okkar samfélag og íslenskukennsla. Að því er unnið. Ég vil að þessu fólki sé sýnd virðing og það verður að tryggja með margvíslegum hætti. Það get ég fullyrt. Að því koma fjölmargir sem hafa langa og góða reynslu af fólki sem er af erlendu bergi brotið, svo sem Fjölmenningarsetrið á Ísafirði sem þjónar öllu samfélaginu. Hið sama gerir Alþjóðahús sem ég hef nýlega gert samning við um tiltekið verkefni og mun eiga frekara samstarf við á næstunni.
Ég vil ekki nota þennan stutta tíma sem ég hef hér til að telja upp allt sem hefur verið gert. Nei. Ég vil segja við ykkur hvað við ætlum okkur að gera. Ég hef nú í haust átt samráð við aðila vinnumarkaðarins og rætt við ýmsa og undirbúið afstöðu Íslands til þess hvort íslenskur vinnumarkaður verði opnaður þann 1. janúar fyrir vinnuafli frá Búlgaríu og Rúmeníu. Ég tók málið upp í ríkisstjórn í morgun og að höfðu samráði við forsætisráðherra lýsi ég því hér með yfir að íslensk stjórnvöld munu gera hið sama gagnvart Búlgaríu og Rúmeníu og gert var vorið 2004 gagnvart þeim ríkjum sem þá gerðust aðilar að EES-samningnum.
Við höfum þannig ákveðið að nýta okkur fyrstu tvö árin til að sjá hver þörf verður fyrir vinnuafl hér á landi og hver ásóknin verður og (Forseti hringir.) taka yfirvegaða ákvörðun í framhaldi af því fyrir 1. janúar 2009.

Steingrímur J. Sigfússon:
Frú forseti. Það er skiljanlegt að mönnum bregði í brún þegar tölur birtast um mjög snögga og mikla fjölgun fólks af erlendum uppruna sem flutt hefur til landsins eða dvelur hér tímabundið vegna vinnu. Snöggir og miklir búferlaflutningar hvort sem er innan lands eða milli landa valda alltaf í eðli sínu ákveðnu umróti.
En það er afar margt sem menn þurfa að vanda sig við í þessari umræðu og forðast ber allar alhæfingar og að blanda ólíkum hlutum saman. Það er t.d. mikill munur á fjölskyldufólki sem hingað flyst erlendis frá til varanlegrar búsetu og erlendum farandverkamönnum sem hingað koma án fjölskyldu til tímabundinnar vinnu.
Margir verða eflaust til að segja að umræðan sé í öllu falli þörf og af hinu góða. Ekki skal ég draga úr því, enda sé hún á hófstilltum og uppbyggilegum nótum og fjalli yfirvegað um það vandamál sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir. Hún verði ekki til þess að æsa upp útlendingaandúð og aðgreiningarhyggju. Vinstri hreyfingin – grænt framboð hafnar því að ræða þessi mál á þeim nótum.
Það er mikilvægast að átta sig á því að það er ekki, ég endurtek, ekki, við fólkið að sakast sem hingað kemur og fer í störf sem því standa til boða eða það er beinlínis fengið hingað til að vinna. Það voru ekki pólskir eða kínverskir verkamenn sem tóku ákvörðun um að byggja Kárahnjúkavirkjun. Það eru þær aðstæður í hagkerfinu sem hér hafa skapast sem soga til sín þetta fólk.
Við skulum ekki gleyma að fyrir 14 árum var sú ákvörðun tekin að Ísland skyldi verða aðili að hinum samevrópska opna vinnumarkaði. Við vöruðum við því þegar ákveðið var að ráðast í stóriðjuframkvæmdirnar að þær mundu valda jafnvægisleysi á íslenskum vinnumarkaði. Fáir tóku undir með okkur þá. En við höfnum því hins vegar að ræða þessi mál nú eins og vandamálið sé það fólk sem er hingað komið fyrir tilverknað okkar Íslendinga sjálfra og er hér á okkar ábyrgð. Við höfnum allri aðgreiningarhugsun í þessum efnum. Við höfnum því að þetta séu þau og við.

Sæunn Stefánsdóttir:
Virðulegi forseti. Við höfum upplifað miklar breytingar á íslensku samfélagi á skömmum tíma. Ein þeirra er sú að hér á landi hefur innflytjendum fjölgað mjög hratt og það á skömmum tíma. Hliðar umræðunnar um málefni innflytjenda eru margar og á þeim tíma sem okkur er gefinn hér getur maður einungis komið inn á nokkrar þeirra.
Við megum ekki gleyma því hvað hefur drifið þessar breytingar en það hefur auðvitað verið hið góða atvinnuástand og hin mikla eftirspurn eftir fólki, eftir fleiri vinnandi höndum og fleiri skapandi hugum og það var þess vegna sem stjórnvöld féllust á breytingarnar sem gerðar voru í maí síðastliðnum. Þeir útlendingar sem hingað hafa komið hafa verið virkir atvinnuþegar frá fyrsta degi og ég held því fram að þeir hafi breytt þenslu í hagvöxt og það er mikilvægt að halda því til haga.
Þróunin hefur auðvitað orðið hröð og það er ekkert skrýtið að sumir staldri við og það er auðvitað full ástæða til að fylgjast enn grannt með þróun mála, rétt eins og hæstv. félagsmálaráðherra kom inn á í máli sínu áðan. Við eigum auðvitað að þora að ræða þessi mál og þora að horfast í augu við breytingarnar. Við megum auðvitað ekki stimpla hvert annað eða stimpla okkur út úr umræðunni, hún verður að vera byggð á rökum, vera málefnaleg og yfirveguð og mér finnst að tónninn á áherslum Frjálslynda flokksins hafi breyst bara nú á síðustu tveim dögum, sem sýnir að umræðan kallar ýmislegt fram.
Frú forseti. Auðvitað horfum við til reynslu nágrannaþjóða okkar hvað þetta varðar. En það er mjög mikilvægt að halda til haga sérstöðu Íslands. Hér er atvinnuþátttaka útlendinga 86% meðan Danir eru að reyna að ná því hlutfalli upp í 50%. Það gefur okkur allt önnur færi á því að aðlögun útlendinga gangi vel hér á landi. Stofnanirnar þurfa auðvitað að taka sig á eins og við höfum verið að fara yfir og ég get ekki látið hjá líða að ræða um fjármálin og peninga til málaflokksins. Það er mikilvægt að við sem höfum fjárlagafrumvarpið til umræðu förum vandlega yfir það og veitum meira fjármagn til þessara mála. Við verðum að búa svo um hnútana að innflytjendur eigi þess kost að læra íslensku en tungan er lykillinn að þátttöku í samfélaginu og samskiptunum sem við þurfum að eiga. (Forseti hringir.) Án tungumálsins tapar orðtakið „maður er manns gaman“ merkingu sinni. Við sem samfélag, einstaklingarnir sjálfir sem hingað kjósa að koma, (Forseti hringir.) eða atvinnurekendurnir, við verðum öll saman að bera ábyrgð á því að aðlögun útlendinga takist.

laugardagur, október 28, 2006

Bloggað í 3 ár!!

Síðan er 3 ára í dag. Viskan sem maður hefur dælt hér inn á síðuna á við meistaranám í vitleysu, enda ætlunin að hafa gaman svona á fyrstu. En ALVARAN kemur síðar!!

laugardagur, október 07, 2006

Ný íslensk skákstig – fjórða mesta stigahækkunin.


Á nýjum íslenskum skákstigalista er Jóhann Hjartarson sem fyrr stigahæstur. Hannes Hlífar Stefánsson er næstur og Helgi Ólafsson þriðji. Dagur Andri Friðgeirsson hækkaði mest frá síðasta stigalista (mars 2006) eða um 155 skákstig og Sigurður Sigurjónsson er hæstur nýliða á listanum nú með 1785 skákstig.

Það sem snýr að mér persónulega er að ykkar einlægur hækkar um 115 stig á milli lista og er það 4. mesta hækkunin frá því mars. Þarna er ég í góðum hópi efnilegustu skákmanna þjóðarinnar og gamalla refa í bransanum.

10 mestu hækkanir.

Nr. Nafn mism stig
1 Dagur Andri Friðgeirsson 155
2 Daníel Pétursson 135
3 Vilhjálmur Pálmason 125
4 Einar G Einarsson 115
5 Svanberg Már Pálsson 105
6 Kristján Hreinsson 100
7 Hallgerður H Þorsteinsdóttir 90
8 Hjörvar Grétarsson 85
9 Óskar Bjarnason 80
10 Sigurlaug R Friðþjófsdóttir 70

Dagný hættir á þingi.

Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í þingkosningunum næsta vor. Hún tilkynnti þetta á aukakjördæmisþingi Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi sem haldið er á Djúpavogi um helgina.

Mér er minnisstæð fréttin er Dagný sat sína fyrstu þingsetningu, en þar sagði m.a.:

Setning Alþingis einkennist af gömlum hefðum og er með þjóðlegum brag. Dagný Jónsdóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins, mætti til þings í fyrsta skipti í gær þegar vorþing Alþingis var sett og lét ekki sitt eftir liggja að gera athöfnina sem hátíðlegasta. Dagný klæddist fögrum upphlut sem upphaflega var í eigu langömmu hennar og nöfnu, Dagnýjar Einarsdóttur (1901-1968).

"Dagurinn var frábær og tilfinningin ólýsanleg," segir Dagný.

"Stærsta stundin fannst mér þegar þjóðsöngurinn var sunginn í Dómkirkjunni."

Og í leiðara Morgunblaðsins nokkrum dögum síðar sagði:

"Þjóð, sem á ungan þingmann sem hefur þessa tilfinningu fyrir þinginu og þjóðsöngnum, hefur ekki misst tengslin við uppruna sinn og rætur. Þessi orð Dagnýjar Jónsdóttur hlýjuðu mörgum um hjartarætur og eru vonandi til marks um hverjum augum hennar kynslóð lítur þá arfleifð, sem hún er að byrja að taka við. "

Ég veit að Dagný mun nú takast á við ný og ögrandi verkefni í störfum sínum á nýjum vettvangi að loknum þessum þingvetri. Hún býr nú þegar yfir mikilli reynslu, sem mun nýtast henni til framtíðar.

föstudagur, október 06, 2006

Valgerður ræðir öryggis- og varnarmál á Alþingi.



Meginskylda sérhvers fullvalda ríkis er að ábyrgjast öryggi og varnir þegna sinna og lands. Í viðræðum við Bandaríkjamenn um framtíðarfyrirkomulag varna á Íslandi settu íslensk stjórnvöld sér einkum þrjú markmið:

Í fyrsta lagi að tryggja varnir landsins með viðunandi hætti eftir að
fastri viðveru Bandaríkjahers lyki. Í öðru lagi að semja um skil á svæðum og mannvirkjum og í þriðja lagi að tryggja snurðulausa yfirtöku Íslands á rekstri alþjóðaflugvallarins í Keflavík
.

Nú um stundir er þess minnst að 20 ár eru liðin frá leiðtogafundinum í Höfða, sem segja má að hafi markað upphafið á endalokum kalda stríðsins, og fimm ár frá því að stórfelld hryðjuverkaárás var gerð á Bandaríkin. Lok kalda stríðsins og hryðjuverkaógnin hafa breytt heimsmyndinni og orðið til þess að ríki heims hafa endurskilgreint og endurskoðað varnir sínar og öryggisráðstafanir. Íslensk stjórnvöld hafa ekki látið sitt eftir liggja og má þar nefna aukna þátttöku á alþjóðlegum vettvangi, ekki síst í Atlantshafsbandalaginu og aðgerðum þess. Nýgert samkomulag við Bandaríkin endurspeglar þá breyttu heimsmynd sem við nú stöndum frammi fyrir. Brotthvarf varnarliðsins frá Suðurnesjum markar tímamót í varnarsamstarfi okkar við Bandaríkin, rúmri 55 ára samfelldri viðveru bandarísks varnarliðs á Íslandi er lokið.

Ef skilgreina á viðmiðanir fyrir öryggi og varnir Íslands þarf að líta til þeirra ógna sem að okkur kunna að steðja og stöðu okkar í samfélagi þjóðanna.

Öryggis- og varnarstefna Íslands hlýtur að taka mið af legu landsins á miðju norðanverðu Atlantshafi og smæðar þjóðarinnar. Við hljótum að líta til vesturs og rækta samskipti okkar við Bandaríkin. Varnarsamkomulagið veitir okkur rammann til þess á grundvelli varnarsamningsins frá 1951 sem áfram er í fullu gildi og hefur reynst okkur mjög farsæll á liðnum áratugum. Varnarsamstarf þjóðanna á sér ekki hliðstæðu og ljóst er að margar þjóðir vildu gjarnan njóta þeirrar sérstöku verndar sem varnarsamningurinn veitir okkur. Það verður hins vegar áfram viðfangsefni beggja þjóða að fullmóta og slípa tvíhliða varnarsamstarf á grundvelli þessa nýja samkomulags. Skiptir þar framtíð ratsjárstöðvanna og áframhaldandi rekstur þeirra allra miklu en þær hafa margsannað gildi sitt í áranna rás.

Sem Evrópuþjóð hljótum við að fylgjast grannt með þróun öryggis- og varnarmálastefnu Evrópusambandsins, ESDP, sem þróast hefur hratt undanfarin ár. Þannig var samevrópsk öryggismálastefna samþykkt fyrir hartnær þremur árum og stjórnmála- og öryggismálanefnd sem og hermálanefnd og hermálastarfslið eru nú starfandi innan sambandsins. Hernaðarbolmagn er að aukast og sett hefur verið saman 60 þúsund manna viðbragðslið. Evrópsk varnarmálastofnun var sett á fót árið 2004 og er ætlað að stuðla að samhæfingu og samvinnu á hernaðarsviðinu. Þá var samstöðuákvæði aðildarríkja ESB samþykkt eftir hryðjuverkaárásina í Madrid árið 2004 sem gerir ráð fyrir að aðildarríkin bregðist sameiginlega við ef eitt þetta verður fyrir hryðjuverkaárás. Þó öryggis- og varnarmálastefna ESB sé enn þá ófullburða er hún í örri þróun og til lengri tíma litið skyldi alls ekki útiloka að Ísland geti leitað samstarfs við ESB á sviði öryggismála.

Önnur hlið á Evrópusamstarfinu snýr að Schengen, samstarfi sem við höfum notið góðs af og munum styrkja enn frekar. Þá hljótum við að líta til okkar næstu nágranna, svo sem Noregs, Danmerkur, Færeyja, Bretlands og Kanada, um samstarf á sviði leitar- og björgunarmála.

Síðast en ekki síst hljótum við að líta okkur nær og taka aukna ábyrgð á eigin öryggi og vörnum. Samningaferli það sem nú hefur verið leitt farsællega til lykta, en var okkur ekki auðvelt, þarf að verða okkur áminning um nauðsyn þess að standa vel á verði um öryggishagsmuni okkar. Við þurfum að efla okkar eigin viðbúnað og þekkingu þannig að við getum brugðist við þeim öru breytingum sem eru að verða á umhverfi okkar í öryggis- og varnarmálum. Í því ljósi ber að líta á ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að stórefla Landhelgisgæslu Íslands og lögreglu, að setja á fót miðstöð um öryggismál innan lands og endurskoða lög um almannavarnir. Í því ljósi ber að líta á samstarfsvettvang fulltrúa stjórnmálaflokkanna til að fjalla um öryggis- og varnarmál.

Áskorunum fylgja tækifæri sem stundum þarf framsýni og þrótt til að greina og grípa. Reynsla erlendis frá, til að mynda í Þýskalandi, þar sem töluvert hefur verið um lokun herstöðva, sýnir að með góðu skipulagi, ásetningi og samvinnu ríkis og sveitarfélaga má vinna mjög vel úr slíkum viðfangsefnum. Nú þegar hefur náðst mjög góður árangur í þeim efnum og hefur stór hluti af þeim starfsmönnum varnarliðsins sem sagt hefur verið upp störfum fundið ný störf. Það skiptir mestu að nú þegar hafa um 150 fyrrum starfsmenn varnarliðsins verið ráðnir til að starfa hjá flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli við ýmis störf sem varða rekstur alþjóðaflugvallarins.

Ákvörðun Bandaríkjastjórnar þann 15. mars um að kalla varnarliðið af landi brott kom illa við íslensk stjórnvöld, enda stóð þá yfir samningaferli um kostnaðarskiptingu á rekstri og viðhaldi Keflavíkurflugvallar. Engu að síður ákvað ríkisstjórn Íslands að láta reyna á frekari samninga við Bandaríkjamenn. Það reyndist farsæl ákvörðun. Með varnarsamkomulaginu við Bandaríkin, frekari samvinnu við aðra bandamenn og nágrannaþjóðir og uppbyggingu eigin getu í öryggismálum hafa íslensk stjórnvöld uppfyllt þá frumskyldu sína að ábyrgjast öryggi þegna sinna og varnir landsins.

fimmtudagur, október 05, 2006

Haust í Reykjavík.

Haustlitirnir falla vel inn í mislit húsþök í Þingholtinu.
Bianca Ryan.

Stelpan er 11 ára og syngur eins og fullþroskaður söngvari, ótrúleg rödd!!
Gramur skrifstofumaður.

Bókhaldið sjálfsagt ekki að stemma fullkomlega hjá honum þessu. Gengur bara betur næst.
Reiður prófessor.

Þessi ágæti nemandi hlýtur að hafa svarað símanum full oft í tímum eða hvað ...?

miðvikudagur, október 04, 2006

Sýnishorn mynda IV.





Stækkun Norðuráls.

Norðurál, dótturfélag Century Aluminium Company, hefur lokið gangsetningu allra kera í núverandi stækkunaráfanga álversins á Grundartanga. Vígsluathöfn var haldin af því tilefni þar í gær. Gert er ráð fyrir að stækkunin úr 90 þúsundum tonnum í 220 þúsund tonn verði komin í full afköst fyrir áramót. Við aukna framleiðslugetu álversins nú, sem nemur 130 þúsund tonnum, fjölgar starfsmönnum Norðuráls um 160 og eru þeir því nú 355. Þegar 260 þúsund tonna áfanga verður náð í lok næsta árs er áætlað að starfsmenn verði orðnir 410.

þriðjudagur, október 03, 2006

laugardagur, september 30, 2006

Myrkvuð borg - ekki myrkvuð.

Hér að neðan er dæmi um hvað er myrkvuð borg og hvað ekki.


Gaman af þessu, læt þessar flakka með.

miðvikudagur, september 27, 2006

Ljósmyndasíða.

Myndin er tekið frá Húsavíkurhöfn yfir Skjálfanda að Víknafjöllum.

Ég hef vistað myndirnar mínar á ljósmyndasíðu á Flickr.

mánudagur, september 25, 2006

sunnudagur, september 17, 2006

Ný ljósmyndavél.

Ekki laust við að léttur fiðringur frá þeim tíma er maður var í ljósmyndaklúbbnum í gaggó hafi tekið sig upp, eftir að ég eignaðist þessa frábæru vél hér að neðan. Tók meðvitaða ákvörðun að fá mér ekki Canon og fyrstu skrefin lofa góðu með þá ákvörðun.

Þetta er mín fyrsta stafrænavél, áður hef ég átt Kodak 110, fyrsta vélin mín frá árinu 1981 eða 1982. Var með í láni fjölskylduvél, Canon, lengi vel. Árið 2000 fékk ég mér Minolta vél og svo loks þessa hér að neðan, 2006. Linsan á vélinni er sú saman og hér að neðan, 18-70 mm.


laugardagur, september 09, 2006

crazy dave motorbike crash
Dog's things

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Eidur Gudjohnsen 1-0 Barcelona
Celta de Vigo - Barcelona - Gudjohnsen 2-3

laugardagur, ágúst 26, 2006

The Advancement of Aviation through the Ages
Aterrizaje Forzoso

miðvikudagur, júlí 19, 2006

Flugsýningin í París 2005 – A380 og fleiri vélar.
Flughelgi á Akureyri 2006.
Góðverk Elisabetar.

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Airbus A-380.
Fyrir botni Miðjarðarhafs.

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Matarreikningar lækka.

Matarreikningur vísitölufjölskyldunnar lækkar um tæpar 50.000 krónur á ári ef tillögur matvælanefndar forsætisráðherra ná fram að ganga. Ekki er samkomulag um að fella niður tolla af innfluttum landbúnaðarvörum. Nefndin mun væntanlega skila forsætisráðherra niðurstöðum sínum á næstunni.

Forsætisráðherra skipaði nefndina í upphafi ársins og í henni sitja fulltrúar stjórnvalda, vinnumarkaðarins og bænda. Megin verkefni hennar var að leggja fram tillögur um að lækka matvælaverð og færa það nær því sem gengur og gerist í nágrannalöndunum.

Nefndin koma saman í gær og líklega er það síðasti fundur nefndarinnar. Nú er verið að leggja lokahönd á skýrslu nefndarinnar, sem verður afhent forsætisráðherra á næstu dögum og í framhaldi af því kynnt opinberlega.

Eftir því sem næst verður komist náðist ekkert samkomulag um niðurfellingu tolla af innfluttum landbúnaðarvörum sem Alþýðusambandið ásamt fleirum í nefndinni hafa lagt mikla áherslu á að gert verði. Hins vegar verður sjónarmiðum nefndarmanna lýst í skýrslunni og gert ráð fyrir að með því verði lagður grunnur að áframhaldandi umræðu um málið. Það kemur því í hlut ríkisstjórnar og stjórnmálamanna að taka af skarið.

Hins vegar er samstaða um beinar tillögur sem eru í fjórum liðum: Vörugjald á matvælum verði lagt niður. Sú aðgerð mun hafa 0,6% áhrif á neysluvísitöluna eða lækka matarreikninginn um 22.000 á ári. Þá verða allar matvörur með 14% virðisaukaskatt. Nú bera um 20% matvara fullan virðisaukaskatt, það eru einkum gosdrykkir sælgæti og kex. Þessi breyting hefur 0,2% áhrif á vísistöluna. Þá verður virðisaukinn í veitingahúsageiranum einfaldaður og færður niður í 14%.

Samanlagt þýða þessar tillögur; niðurfellingu á vörugjöldum og breytingar á virðisaukaskattinum, að matarreikningur meðalfjölskyldu lækkar um 50.000 krónur á ári miðað við verðlag síðasta árs. Að lokum er samstaða um að hrófla ekki við matarskattinum svokallaða og að hann verði áfram 14%.

Í skýrslu nefndarinnar eru nefndar ýmsar aðrar leiðir til að lækka matarverðið meðal annars á sviði samkeppnismála.
Heimild: www.ruv.is

þriðjudagur, júlí 11, 2006

HM 2006.


Maður mótsins, Zidane. Enn á eftir að koma í ljós hvað gerðist, en hæfileikarnir eru miklir.

Eins og ævinlega þá hélt maður með Englendingum til að byrja með, eða þar til að þeir duttu út fyrir Portúgölum. Englendingar voru reyndar ekki að spila neitt sérstaklega vel, vantar ævinlega eitthvað uppá. En það er merkilegt með þjóðarsálina ensku, líkir okkur Íslendingum, að væntingar eru alltaf umfram getu.


Flottir stuðningsmenn.

Og ekki eru úrslit alltaf í samræmi við væntingar, það er morgunljóst, ...


en sigrar þeim mun ánægulegri.

föstudagur, júlí 07, 2006

Sveitasetrið og ...

Mun nota helgina til að vera á Sveitasetrinu, en spáin lofar loksins þokkalegu sumri um helgina. En alla hina dagana lætur maður sig dreyma um ævintýraeyjuna!


miðvikudagur, júní 21, 2006

Sumarfrí.

sunnudagur, maí 21, 2006

Betri Mosfellsbær!

Marteinn Magnússon, oddviti B-listans í Mosfellbæ.


Helg Jóhannesdóttir, annar maður á B-listans í Mosfellsbæ.


Efstu menn B-listans í Mosfellsbæ.