fimmtudagur, apríl 28, 2005

Ekki missa af þessu!!

Framsóknarflokkurinn og Viðskiptaháskólinn á Bifröst standa sameiginlega að málþingi um Jónas Jónsson frá á Bifröst nk. sunnudag 1. maí. Þann dag eru einmitt 120 ár liðin frá fæðingu hans. Jónas var einn af áhrifamestu og umdeildustu stjórnmálamönnum landsins á sinni tíð og átti stóran hlut í stofnun bæði Framsóknarflokksins og Samvinnuskólans sem nú heitir Viðskiptaháskólinn á Bifröst.

Með málþinginu er ætlunin að ræða áhrif Jónasar annars vegar á skólamálin og hinsvegar á stjórnmálin og heiðra minningu hans í leiðinni.

Hér að neðan er dagskrá málþingsins:

Er þetta umdeildasti Íslendingur 20. aldar?

Arfur Jónasar – Málþing um Jónas Jónsson frá Hriflu í tilefni af því að 120 ár eru liðin frá fæðingu hans.

Kl. 13-16 sunnudaginn 1. maí á Bifröst.

Dagskrá þingsins:

Stjórnmálamaðurinn Jónas:

Erindi: Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur
Viðbrögð: Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og Ívar Jónsson, prófessor á Bifröst.

Skólamaðurinn Jónas:

Erindi: Helgi Skúli Kjartansson, prófessor við KHÍ.
Viðbrögð: Ása Björk Stefánsdóttir, meistaranemi við KHÍ og Jónas Guðmundsson, fyrrv. rektor á Bifröst.

Fundarstjóri: Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður.
Málþingsslit og samantekt: Gerður Steinþórsdóttir, íslenskufræðingur.

Léttar veitingar að málþingi loknu

Allir velkomnir, ókeypis aðgangur.

föstudagur, apríl 15, 2005

Q-hlutfallið? ─ „Þá var hlegið að mér“.

Í framhaldi af hugleiðingunum sem koma fram í blogginu mínu frá því í gær, gat ég ekki annað en hlegið er ég rakst á þessa frétt á mbl.is í morgun:

„Kennitalan Q-hlutfall, sem skýrt var frá í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær, er séríslenskt fyrirbæri sem þarf að útrýma ef við ætlum að starfa í alþjóðasamfélagi,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt í fjármálum við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.

Vilhjálmur segir að Q-hlutfallið þekkist hvergi í kennslubókum erlendis. Samkvæmt skilgreiningu á því sé í raun um að ræða kennitölu sem kallist „market to book ratio,“ þ.e. hlutfall markaðsverðs og bókfærðs verðs.

„Það sem kallað er Tobin's q í erlendum kennslubókum er aðeins annað og þá er það hlutfall endurstofnverðs og markaðsverðs eigna.“ Hann segir íslensku útgáfuna af Q-hlutfallinu hafa orðið til upp úr 1990. „Þegar ég fór í nám til Ameríku árið 1995 og fór að velta þessu upp, þá var hlegið að mér og ég spurður um hvað ég væri að tala. Og ef við ætlum okkur að starfa í alþjóðasamfélagi þá megum við ekki láta hlæja að okkur þegar við förum að tala um Q-hlutfall,“ segir Vilhjálmur, og hnýtir við að hann hafi tekið það að sér að koma þessu hugtaki út á Íslandi, því það sé einfaldlega ekki til.“

Þarna er einn af okkar mikilhæfustu álitsgjöfum í íslensku viðskiptalífi, Vilhjálmur Bjarnason, að segja okkur að Q-hlutfall og Q-Tobins séu ekki eitt og hið sama. Það vekur því athygli að á vísindavefnum sé þetta spyrt saman með eftirfarandi rökum:

„Q-hlutfall eða Q-Tobins er notað í fjármálum og hagfræði til að tákna hlutfallið á milli annars vegar markaðsvirðis fyrirtækja og hins vegar kostnaðar við að endurnýja öll framleiðslutæki þess. Ef markaðsvirði fyrirtækis er meira en það fé sem þyrfti til að byggja fyrirtækið upp með því að kaupa öll framleiðslutæki sem það notar þá er þetta hlutfall hærra en 1, annars minna en 1. Sé hlutfallið hærra en 1 þá virðast einhver verðmæti liggja í öðru en framleiðslutækjunum, til dæmis viðskiptavild eða hæfni stjórnenda og annarra starfsmanna.

Hlutfallið er stundum notað við ákvörðun um fjárfestingu. Sé það hærra en 1 þá virðast líkur til þess að markaðsvirði fyrirtækis vaxi ef það fjárfestir til að auka umsvif sín. Ef hlutfallið er lægra en 1 þá eru hins vegar líkur á því að skynsamlegt sé að festa ekki meira fé í rekstrinum og jafnvel að hætta rekstrinum og selja framleiðslutækin.

q-hlutfallið er einnig talsvert notað í þjóðhagfræði. Hlutfallið var fyrst sett fram af William Brainard og James Tobin, sem báðir voru við Yale-háskóla í Bandaríkjunum, árið 1968. Tobin bætti síðan um betur með annarri grein um efnið ári síðar og er hlutfallið kennt við hann. Á ensku er talað um Tobin's q. James Tobin (1918-2002) var einn fremsti hagfræðingur 20. aldar og fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1981.“

Í greininni sem Vilhjálmur bendir á er sagt að Q-hlutfall sé hlutfall markaðsvirðis og bókfærðs eigin fjár. Það sjá allir að „bókfært eigið fé“ og „kostnaður við að endurnýja öll framleiðslutæki“ er ekki það sama. Ennfremur segir í greininni: „Vaxtarfyrirtæki eru almennt með há Q hlutföll og ávöxtun því yfirleitt slök. Hérlendis veittu fyrirtæki með lág Q hlutföll betri ávöxtun á tímabilinu en munurinn var ekki nægur með tilliti til kerfisbundinnar áhættu“

Það vekur því furðu að í skrifum Má Wolfgang Mixa, frá því í gær, skuli það talið slæmt að einhver verðmæti liggi í öðru en framleiðslutækjunum, til dæmis viðskiptavild eða hæfni stjórnenda og annarra starfsmanna, ERGO: „ávöxtun [er] því yfirleitt slök“.

Svona vitleysa veldur mér auðvitað streitu, framundan eru svefnlausar nætur og klárlega hræðsla við að fara af landi brott. Þetta getur ekki hangið svona í lausu lofti.

Enn meiri vitleysa er að þessi annars ágæti Mixa skuli hafa skrifað grein í Morgunblaðið 16. október 1997 þar sem hann segir: „ Annað hlutfall sem vert er að athuga er Q hlutfallið, sem er hlutfallið milli markaðsverðmætis og bókfærðs eigin fjár. Þegar það er lágt er verð fyrirtækja lágt og þveröfugt þegar hlutfallið er hátt.“

Svo við förum nú aftur yfir þetta. Samkvæmt skrifum Mixa síðustu 8 ár þá eru „vaxtarfyrirtæki“ almennt með há Q hlutföll og ávöxtun því yfirleitt slök en verð þeirra hátt og því eru „vaxtarfyrirtæki“ með lá Q hlutföll, með góða ávöxtun en verð þeirra lágt.

Ef við lítum aftur á skilgreininguna á vísindavefnum þá segir: „Ef markaðsvirði fyrirtækis er meira en það fé sem þyrfti til að byggja fyrirtækið upp með því að kaupa öll framleiðslutæki sem það notar þá er þetta hlutfall hærra en 1, annars minna en 1. Sé hlutfallið hærra en 1 þá virðast einhver verðmæti liggja í öðru en framleiðslutækjunum, til dæmis viðskiptavild eða hæfni stjórnenda og annarra starfsmanna.“

Þessu séríslenska fyrirbæri þarf auðvitað að útrýma, við verðum að geta talað sama „Q-tungumál“ og sérfræðingarnir úti í hinum stóra heimi.

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Að gera félagskerfið að fjáhættuspili?

Hér að neðan er með mjög hressilegum hætti gagnrýnt að Bush ætli að stokka upp í félagskerfinu þeirra fyrir Westan.


Something Is Missing In Social Security
DebateBy Christopher M. Trebilcock, 03.20.05

With all the talk in the news, on Capitol Hill and in coffee shops and diners across the country about President Bush’s plan to privatize social security for millions of workers, it seems that most pundits and politicians are ignoring a rather obvious issue, that after some common sense analysis, demonstrates why the Bush Savings Plan is not an adequate substitute to Social Security:

Has anyone asked Alan Greenspan and the other economic “geniuses” in Washington to measure the long-term impact on the stock market of infusing millions of dollars into the market by millions of workers under the age of 55 with little or no knowledge of the company that they are about to stake their financial future on, let alone enough time in their lives to make an even educated guess about which stock may be a good investment?

President Bush and many Republicans on Capitol Hill will tell you that this infusion of dollars is a good thing; that it will drive the entire market up, spur more investment, which will create more jobs and everyone will benefit. Sounds great, right?

Think of that the next time you are in line at McDonald’s having your order taken by a seventeen year-old pimple faced kid who is investing part of his earnings in the market. Multiple this kid by a few million more just like him across the country and try to figure out how these millions of dollars are going to affect your portfolio. These are the same kids we think will be devastated for the rest of their lives by seeing Janet Jackson’s naked breast for 1 second during halftime of the Super Bowl. Yet, we expect them to have the ability to make wise investment decisions that will impact their ability to retire in 40 or 50 years?

Now I am not saying that 16 or 17 year-olds are not capable of making sound investment decisions, but let’s be real - these kids are the same people who make decisions about what shoes to buy because their favorite athlete wears them or they stop wearing them because the popular kids made fun of them at school. If the Bush Savings Plan goes through, remember you heard it here first – hang onto your Nike, Sega, and whatever companies are hot in the eyes of people aged 16 to 25, because the stock price is rising.

Don’t like the pimple faced kid example? Think about all the great examples of future investors that show up everyday on Jerry Springer. I don’t know about you, but if you recently found out that your mom is really a man and in love with your little sister, I’m thinking you have bigger issues to deal with than determining whether General Motors will have a better price earnings ratio in the 4th quarter or what the long-term impact on the price of crude oil will have on shipping costs for Federal Express. Yet, under the Bush Savings Plan, these are the same people who will be gambling – and that is what the stock market is, a gamble – their financial future on stocks through their “personal accounts.”

That is not to say that people are not smart enough to invest their own money. I must confess that I am one of the more “educated” investors who did research, checked with my broker and promptly lost over $6,000 on Global Crossing.

What I am saying though, is that someone smarter than me needs to determine what impact these types of investments may have on the long-term strength of the stock market. How is this infusion of millions of dollars going to affect everyone’s current 401(k) or other investment plan that is dependent on the health and stability of the stock market? Let’s figure that out before we jump off the cliff and gamble our future on the Bush Savings Plan.

While we’re at it, let’s take some time to think about the future consequences on our society of the millions of people under the age of 55 who make bad investment decisions and reach age 62 with no money in their personal account, or who like me, stake their financial future on a company like Global Crossing. If they lose their money in the stock market and we no longer have Social Security, what happens to them? The way I see it, there are two possibilities and neither one is very appealing.

Either they keep working until the day they die or they join the legions of the homeless or near homeless.

Think about that the next time you are stuck in check out line in Wal-Mart where one of our more “senior” workers is struggling to find the bar code on a bag a chips or cannot figure out how to cancel out an item she mistakenly scanned twice. My mom struggles with getting her VCR programmed or retrieving her voice mails from her cell phone. If she didn’t have Social Security right now, there is a good chance she could be that check out lady at Wal-Mart. I love my mom, but quickly adapting to ever-changing technology is not her strong suit and I am now going to be late to a meeting because she is trying remember where the override key is.

Now, I am not saying that once you hit 62 you should retire and just wait to die. Our senior population is a valuable part of our work force and provides tremendous services as a whole. But just because they can work if their private investments do not pan out as President Bush is hoping, doesn’t mean we need to totally dismantle Social Security.

Social Security is just that – security. Social Security is there to provide all working Americans security that you can retire at age 62 and know that you will have enough income to pay for housing and buy some food. If you want more than that, work hard, save and gamble it in the stock market or some other investment opportunity, just like President Bush and other Republicans on Capital Hill want you to do.

Finally, my proposal for President Bush is this: if you are so certain that the Bush Savings Plan is such a great idea you should do what is the most American thing to do – create a reality TV show.

Think about it. You can ask some of your corporate donors to give 12 men and women under the age of 30 $10,000 each. They are free to invest it in the stock market for 6 months. At the end of 6 months, they will have to quit their jobs, and attempt to live their lives in the same manner for the next year. If everyone makes it through without losing their house, family, or having to declare bankruptcy, I say we rush the Bush Savings Plan through Congress. If not, let’s take some time to figure out how to make the current system financially sound.

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Alþjóðaklósettráðstefnan haldin í Taílandi.

Samkvæmt fréttaskeytum AP ætla Taílendingar að auka hreinlæti á almenningsklósettum í landinu svo þau standist alþjóðlegar kröfur þar sem þeir munu halda heimsklósettráðstefnuna á næsta ári, að því er embættismaður í taílenska heilbrigðisráðuneytinu sagði í dag.

„Klósett eru mjög mikilvæg fyrir ímynd landsins og hvernig það er í augum þeirra sem heimsækja það,“ sagði Somyos Chareonsak, embættismaður í heilbrigðisráðuneytinu.

Ráðstefnan verður í maí 2006. Þar verður m.a. rætt um hönnun klósetta og nýja tækni, hreinlæti og orku- og vatnssparnað.

Fyrsta ráðstefnan af þessu tagi sem Alþjóðaklósettstofnunin stendur fyrir, var haldin árið 2001 í Singpore. Önnur var haldin í Kína í fyrra.

Gott mál að ræða hönnun, hreinlæti, orku- og vatnssparnað, en hvað með menninguna, lestur heimsbókmennta á klósettinu, væri ekki lag að við Íslendingar tækju okkur til og héldum ráðstefnu er lýtur að þeim þætti málsins. Mikilvægið er augljóst.

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Reglur um tölvuleiki — þær eru ENGAR.

Samstarfshópurinn Náum áttum hélt fræðslufund um tengsl tölvuleikja og ofbeldis í vikunni. Þar hélt m.a. Rakel Guðmundsdóttir, móðir úr Hafnarfirði, tölu um upplifun foreldris er verslunin BT hafði selt þrettán ára syni hennar tölvuleik sem ekki sé ætlaður börnum að átján ára aldri.

Sonur hennar hafði keypt nýja útgáfu af leiknum Grand Theft Auto fyrir fé sem hann fékk í afmælisgjöf. Í framhaldinu leitaði hún til Neytendasamtakanna, umboðsmanns barna og hafði samband við menntamálaráðuneytið þar sem hún hugðist kæra verslunina til lögreglu en hafi þá komist að raun um að engar reglur giltu um tölvuleiki.

Viðbrögð framkvæmdastjóri BT voru að verslunin setji sér sínar eigin reglur. Hún gangi út að vilji börnin kaupa leiki sem erlendis séu bannaðir sé hringt í foreldra og viðskiptin borin undir þá. Þessi regla hafi gengið upp þar til þeir fengu reiða foreldra í verslanirnar sem vildu leyfa kaupin. En þessi ágætis regla BT var brotin í umrætt sinn.

Leikurinn Grand Theft Auto skera sig úr öðrum ofbeldisleikjum þar sem leikmenn tilheyri glæpagengjum og er hrósað fyrir barsmíðar og dráp meðal annars á börnum og konum. Leikurinn hefur mjög raunverulega ásýnd og er vafasamur. Með nýrri útgáfu leiksins er fullyrt að ofbeldið hafi magnast.

Þann 27. nóvember s.l. segir Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, margítrekaðar beiðnir til menntamálaráðuneytisins um að reglur séu settar um tölvuleiki ekki hafa borið árangur. Hún segir jafnframt að það virðist sem pólitískan vilja skorti.

Í grein eftir Guðmund Magnússon í Fréttablaðinu undir heitinu „Börn og ofbeldisleikir“ segir: „Vestur í Bandaríkjunum hefur það valdið nokkru uppnámi að á markaðinn er kominn tölvuleikur sem býður upp á þá "afþreyingu" að endurtaka morðið á John F. Kennedy, forseta landsins, í nóvember 1963. Framleiðendur leiksins virðast hissa á aðfinnslunum sem uppátækið hefur sætt; finnst þetta saklaus skemmtun sem að auki getur þjálfað viðbragðsflýti og skerpt rökhugsun þátttakenda. Sennilega kannast þeir ekki við hugtakið siðferði nema þá sem einhvers konar samheiti yfir forsjárhyggju og afturhaldssemi. Það má þó hrósa Bandaríkjamönnum fyrir að stjórnvöld þar í landi gera sér grein fyrir því að tölvuleikir sem byggjast á ofbeldi, klámi og virðingarleysi fyrir helstu siðferðislegu gildum samfélagsins hafa slæm áhrif á börn og unglinga. Lög þar í landi banna sölu slíkra leikja til þeirra sem ekki hafa náð átján ára aldri.

Afstaða Alþingis til þessa máls er annars umhugsunarverð. Þingmenn úr öllum flokkum hafa fimm sinnum á undanförnum árum flutt tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til að draga úr ofbeldisdýrkun og framboði ofbeldisefnis, meðal annars í formi tölvuleikja. Tillagan hefur aldrei fengið afgreiðslu. Enginn neitar því að erfitt er að semja lög og reglur um þetta í nútímaþjóðfélagi. En úr því að stórþjóðir eins og Bandaríkjamenn hafa fundið leiðir til að reyna að takmarka þann skaða sem börn og unglingar verða fyrir af völdum ofbeldisfullra tölvuleikja er okkur Íslendingum engin vorkunn að gera slíkt hið sama.

Á endanum er það, eins og alltaf í dæmum af þessu tagi, afstaða og hugarfar okkar sjálfra sem máli skiptir. Uppeldi barna og unglinga er á ábyrgð foreldra og annarra forráðamanna. Það efni sem verslanir afhenda börnum og unglingum yfir búðarborð er á ábyrgð starfsmanna og eigenda viðkomandi verslana. Ef þessir aðilar gera skyldu sína er óþarfi að setja opinberan regluramma um tölvuleiki. En meðan svo er ekki þurfa stjórnvöld að taka á málum. Boð og bönn eru óhjákvæmileg þegar börn og unglingar eiga í hlut. Enn mikilvægara er þó að færa umræður um þessi efni inn í skóla landsins og á annan þann vettvang þar sem hægt er að koma boðskap til unga fólksins til skila með áhrifaríkum hætti.“

Á heimasíðu umboðsmanns barna má m.a. lesa afskipti hans af málum er varða tölvuleiki. En árið 2001 er óskað upplýsinga hjá menntamálaráðuneytinu hvort og þá hvenær standi til að settar verði reglur til verndar börnum og unglingum um skoðun gagnvirkra tölvuleikja. Árið 2003 hvetur umboðsmaður menntamálaráðherra til að setja reglur um skoðun tölvuleikja. Svör berast um að ráðherra vilji bíða fram yfir alþingiskosningar vorið 2003 með að taka slíka ákvörðun. Ekkert gerist í framhaldinu.

Mér er spurn hvert ætlum við að stefna í þessum málum? Er þetta vita vonlaus barátta eða er hægt að bregðast við líkt og Bandaríkjamenn hafa gert?

Það þyrfti að minna ágætan menntamálaráðherra á að það sé árið 2005 NÚNA.

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Dómgreindarskortur blaðamanns.

Ég innilega sammála þeim viðhorfum sem koma fram í eftirfarandi frétt í FRÉTTABLAÐINU í dag:

„Mér finnst þessi vinnubrögð blaðamannsins ekki verjandi,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir kennari um tilraun Reynis Traustasonar blaðamanns til að flytja kókaín til landsins. Reynir segir þetta tengt vinnu sinni að bók og mynd um líf dópsmyglara. Reynir komst í gegnum tollinn á Leifsstöð með tæpt gramm af kókaíni en gaf sig fram við tollverði og afhenti þeim efnið.
„Mér finnst að það eigi að dæma hann fyrir fíkniefnainnflutning eins og alla aðra sem reyna þetta,“ segir Margrét Gauja. „Tilgangurinn helgar ekki meðalið þegar maður er vísvitandi farinn að brjóta lög. Mér finnst ekki skipta miklu máli þótt hann hafi gefið sig fram við tollverði. Það á ekki að láta menn komast upp með það að brjóta lögin á þennan hátt.“ Reynir segir að hann hafi verið að reyna að upplifa sömu tilfinningu og maðurinn sem hann er að skrifa um. Margréti finnst það ekki sannfærandi málsvörn. „Ég hef litla trú á því að „stjörnublaðamaður“ sem hefur það gott á Íslandi geti sett sig í sömu spor og dæmigert burðardýr; það liggur miklu meira að baki en þetta.“ Margrét finnst líka að siðanefnd Blaðamanna Íslands eigi að fjalla um málið og ávíta Reyni fyrir uppátækið.
Reynir Traustason sýnir einbeittan brotavilja í þessu máli, með kaupum á fíkniefnum erlendis, flytur þau heim til Íslands og leynir af ásetningi lögregluyfirvöldum hér heima hvað hann sé með í farangri sínum. Svona gera menn ekki.

Nú reynir á sjálfhverfa fjölmiðla hér heima hvort að þetta mál þagni eða fram fari opinn og nauðsynleg umræða um þessa dauðans alvöru, sem fíkniefni eru. Og mun siðanefnd blaðamanna gera eitthvað í málinu?