Fyrrum aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar hefur staðfest opinberlega að kosningabarátta Samfylkingarinnar hafi verið mistök frá upphafi. Tal um tvo turna í íslenskum stjórnmálum, sérstakt forsætisráðherraefni án umboðs flokksmanna, Borgarnesræður I. og II. og hafa ekki tekið þátt í stjórnmálaorðræðunni við alla andstæðinga sína, voru ein stór mistök. Naflaskoðun er því nauðsynleg; Fylkingin setti á fót framtíðarnefnd og skipaði fyrrverandi forsætisráðherraefni formann hennar, Ingibjörgu Gísladóttur, sem í dag hefur yfirgefið landið í sjálfskipaða útlegð og verður því ekki annað ráðið en að Ingibjörg eigi erfitt með að horfast í augu við eigin mistök í kosningabaráttunni og sagt sig frá nefndarstörfum.
Össur Skarphéðinsson, formaður Fylkingarinnar, hefur tekist núna með mjög eftirminnilegum hætti að ota einum að sínum nánustu samstarfsmönnum, Birgi Hermannssyni, fram í þjóðfélagsumræðuna til að hnýta í þessa ákvörðun Ingibjargar. Slík er taugaveiklunin í röðum þingmanna Fylkingarinnar að enginn þeirra kannast við að hafa lesið gagnrýni Birgis, en þó rétt aðeins orðið varir við fréttaflutning vegna málsins. Krísan er algjör hjá Fylkingunni vegna þessara mála og verða ungir þingmenn hennar hjákátlegir í skýringum sínum fyrir hvað Fylkingin standi eða hver sé framtíðarsýn hennar á meðan að öll þessi mál frá því í kosningabaráttunni eru óuppgerð. Að horfast í augu við þá staðreynd að kjósendur hafi hafnað Ingibjörgu er óuppgerð og verður svo að vera. En Össur Skaphéðinsson og hans stuðningsmenn hafa þó komið fram á opinberum vettvangi með mikilvægt innleg í vandræðastöðu Fylkingarinnar og er óumdeilt að slíkt er hlutverk formanns hreyfingar sem ætlar sér ekki að tjalda til einnar nætur. Formaður framtíðarnefndarinnar hefur á hinn bogin ákveðið að taka upp sína tjaldhæla, staðfesting þess að hennar framboð var einnota í landsmálapólitík.
Mistökin í kosningabaráttunni hjá Fylkingunni var að ætla sér stilla upp stöðu tveggja turna, og tefla einleik út frá þeirri stöðu, er aðrir stjórnmálaflokkar byrjuðu á upphafsreit með menn og málefni. Kjósenda var að dæma miðtaflið á kjördag, Össur tók ákvörðum á 30 mínútum í endataflinu og hafði hann á þá gert sér ljóst að forsætisráðherraefnið yrði ekki úr hans röðum. Þekkt er í íslenskri stjórnmálasögu að framboð flokka sem byggir tilvist sína á einni persónu eru skammlíf; Össur þekkir söguna og blæs til sóknar.
mánudagur, janúar 26, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli