Í síðustu viku kom fram í fjölmiðlum að „verð á rafmagni til íbúa á höfuðborgarsvæðinu gæti hækkað um fimmtung samkvæmt tillögum um breytingar á raforkuflutningi,“ eða svo var haft eftir Guðmundi Þóroddssyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Fullyrti forstjórinn að þetta yrði niðurstaðan í tillögum nefndar Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um breytingar á kostnaði við raforkuflutning í framhaldi af raforkulögum sem sett voru fyrir tæpu ári.
Markmiðið með kerfisbreytingunni á raforkuflutningi er að skilja hina ýmsu þætti raforkugeirans, s.s. samkeppnisrekstur frá sérleyfisrekstri, þ.e. einkum að koma á markaðskerfi fyrir orkuvinnslu. Samkvæmt raforkulögunum mun eitt hlutafélag sjá um flutning á raforku en orkufyrirtæki landsins munu halda áfram að framleiða og selja orkuna. „Ég yrði ekki hissa þó hann hækkaði um 20%,“ sagði forstjórinn og úr varð allsherjar áfall íbúa á suðvesturhorninu. Enn bætti hann í og fullyrti„við erum búin að vera að rembast við að reyna að lækka raforkuverð í 10 ár.“ Hver verður þá skýringin ef hitastig á Íslandi muni hækka eitthvað frekar?
Allt þetta uppnám verður að teljast með undarlegri frumhlaupum þegar skýrt er að beinar aðgerðir hins opinbera til að jafna dreifingarkostnað – hvort sem þær verða fjármagnaðar úr ríkissjóði eða með orkugjaldi – miða að því að lækka dreifbýlisskrár niður undir dýrustu þéttbýlisgjaldskrárarnar. Þetta mun kosta 1% hækkun hjá Reykvíkingum, en t.d. 1,5% hækkun hjá Orkubúi Vestfjarða og 1,4% hækkun hjá Norðurorku. Bíddu, hvað sagði nú forstjórinn aftur?
fimmtudagur, febrúar 26, 2004
miðvikudagur, febrúar 04, 2004
Brotið blað í sögu náttúruverndar á Íslandi.
Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2004–2008 á Alþingi í gær. En með samþykkt hennar ályktar Alþingi, með vísan til 65. gr. náttúruverndarlaga, nr. 44/1999, að á næstu fimm árum skuli unnið að friðlýsingu fjórtán svæða á landinu til að stuðla að traustari vernd íslenskrar náttúru og framkvæmd alþjóðlegra samninga um náttúruvernd hér á landi. Jafnframt verði á tímabilinu unnið áfram að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Náttúruverndaráætluninni er ætlað að taka til eftirfarandi svæða: I. Fuglasvæði. II. Stækkun þjóðgarða. III. Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. IV. Plöntusvæði, gróðurfar og jarðfræði.
Siv kom inn á að með gerð náttúruverndaráætlunar til fimm ára er brotið blað í sögu náttúruverndar á Íslandi. Með henni er lagður grundvöllur að markvissari verndun náttúru Íslands en áður hefur tíðkast. Náttúruverndaráætlun 2004–2008 markar fyrsta skrefið í þá átt að koma á fót skipulögðu neti verndarsvæða hér á landi sem byggist annars vegar á vísindalegum gagnagrunnum um náttúru Íslands og hins vegar á faglegu mati á verndargildi þeirra.
Hugmyndafræði náttúruverndar nú á tímum kristallast í nokkrum alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að, ekki síst í Bernarsamningnum um verndun villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu frá 1993 og alþjóðasamningnum um líffræðilega fjölbreytni frá 1992. Þessir samningar leggja sérstaka áherslu á skráningu, vernd og uppbyggingu náttúrulegra vistkerfa, tegunda og búsvæða. Hverju aðildarríki ber að koma á fót neti verndarsvæða sem til samans tryggja lágmarksvernd líffræðilegrar fjölbreytni þess ríkis. Traustar upplýsingar um náttúrufar og náttúruminjar skulu liggja til grundvallar vali á hverju svæði og netið skal byggt upp skipulega þannig að hvert nýtt svæði sem bætist við netið auki heildarfjölbreytni náttúruminja sem njóta verndar.
Á Íslandi er um 90 ára hefð fyrir friðun einstakra náttúruminja, en íslenski hafarnarstofninn var friðlýstur með lögum um fuglafriðun í ársbyrjun 1914. Ef frá eru tekin landgræðslu- og skógræktarsvæði má rekja upphaf svæðisbundinnar náttúruverndar til 1928 þegar Þingvellir voru friðlýstir með sérlögum sem helgistaður allrar þjóðarinnar. Friðlýst svæði voru fá fram undir 1970 en fjölgaði mjög á áttunda áratugnum í kjölfar breytinga á lögum um náttúruvernd og eru nú 91 talsins.
Í náttúruverndaráætlun 2004–2008 er lagt til að unnið verði að verndun 14 svæða, þar sem tekið er tillit til mikilvægis þeirra fyrir náttúruvernd, aðstyðjandi ógna og óska heimamanna, en þó einnig með það að leiðarljósi að festa í sessi tiltekna aðferðafræði við svæðisbundna náttúruvernd sem uppfyllir skyldur Íslands á alþjóðavettvangi. Friðlýsing krefst töluverðrar undirbúningsvinnu ef tryggja á að hún skili árangri, hana þarf að vinna í sem mestri sátt við heimamenn og hún þarf að falla sem best að áætlunum um aðra landnotkun.
Vinna við friðlýsingu svæða sem eru á náttúruverndaráætlun 2004–2008 mun krefjast mikillar og náinnar samvinnu og samráðs við hagsmunaaðila. Við framkvæmd náttúruverndaráætlunar verður lögð áhersla á að kynning og samráð fari fram eins snemma í ferlinum og hægt er og að þeir aðilar sem teljast hafa sérstakra hagsmuna að gæta verði skilgreindir eins fljótt og auðið er. Þessari aðferðafræði er ætlað að stuðla að aðkomu hagsmunaaðila snemma í friðlýsingarferlinu og með því auka líkur á að sátt náist um friðlýsingu sem er grunnurinn að því að friðlýsingin nái þeim markmiðum sem að er stefnt.
Samkvæmt náttúruverndarlögum skal umhverfisráðherra leggja náttúruverndaráætlun fyrir Alþingi eigi sjaldnar en á fimm ára fresti. Náttúruverndaráætlun mun verða í stöðugri þróun hjá Umhverfisstofnun, m.a. vegna friðlýsinga einstakra svæða, tillagna sveitarfélaga og fagstofnana um ný svæði, í ljósi nýrra rannsókna og skuldbindinga vegna hugsanlegra staðfestinga á alþjóðasamningum sem Ísland kann að gerast aðili að. Umhverfisráðherra mun leggja næst fram náttúruverndaráætlun í síðasta lagi árið 2008 fyrir tímabilið 2009–2013.
Siv kom inn á að með gerð náttúruverndaráætlunar til fimm ára er brotið blað í sögu náttúruverndar á Íslandi. Með henni er lagður grundvöllur að markvissari verndun náttúru Íslands en áður hefur tíðkast. Náttúruverndaráætlun 2004–2008 markar fyrsta skrefið í þá átt að koma á fót skipulögðu neti verndarsvæða hér á landi sem byggist annars vegar á vísindalegum gagnagrunnum um náttúru Íslands og hins vegar á faglegu mati á verndargildi þeirra.
Hugmyndafræði náttúruverndar nú á tímum kristallast í nokkrum alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að, ekki síst í Bernarsamningnum um verndun villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu frá 1993 og alþjóðasamningnum um líffræðilega fjölbreytni frá 1992. Þessir samningar leggja sérstaka áherslu á skráningu, vernd og uppbyggingu náttúrulegra vistkerfa, tegunda og búsvæða. Hverju aðildarríki ber að koma á fót neti verndarsvæða sem til samans tryggja lágmarksvernd líffræðilegrar fjölbreytni þess ríkis. Traustar upplýsingar um náttúrufar og náttúruminjar skulu liggja til grundvallar vali á hverju svæði og netið skal byggt upp skipulega þannig að hvert nýtt svæði sem bætist við netið auki heildarfjölbreytni náttúruminja sem njóta verndar.
Á Íslandi er um 90 ára hefð fyrir friðun einstakra náttúruminja, en íslenski hafarnarstofninn var friðlýstur með lögum um fuglafriðun í ársbyrjun 1914. Ef frá eru tekin landgræðslu- og skógræktarsvæði má rekja upphaf svæðisbundinnar náttúruverndar til 1928 þegar Þingvellir voru friðlýstir með sérlögum sem helgistaður allrar þjóðarinnar. Friðlýst svæði voru fá fram undir 1970 en fjölgaði mjög á áttunda áratugnum í kjölfar breytinga á lögum um náttúruvernd og eru nú 91 talsins.
Í náttúruverndaráætlun 2004–2008 er lagt til að unnið verði að verndun 14 svæða, þar sem tekið er tillit til mikilvægis þeirra fyrir náttúruvernd, aðstyðjandi ógna og óska heimamanna, en þó einnig með það að leiðarljósi að festa í sessi tiltekna aðferðafræði við svæðisbundna náttúruvernd sem uppfyllir skyldur Íslands á alþjóðavettvangi. Friðlýsing krefst töluverðrar undirbúningsvinnu ef tryggja á að hún skili árangri, hana þarf að vinna í sem mestri sátt við heimamenn og hún þarf að falla sem best að áætlunum um aðra landnotkun.
Vinna við friðlýsingu svæða sem eru á náttúruverndaráætlun 2004–2008 mun krefjast mikillar og náinnar samvinnu og samráðs við hagsmunaaðila. Við framkvæmd náttúruverndaráætlunar verður lögð áhersla á að kynning og samráð fari fram eins snemma í ferlinum og hægt er og að þeir aðilar sem teljast hafa sérstakra hagsmuna að gæta verði skilgreindir eins fljótt og auðið er. Þessari aðferðafræði er ætlað að stuðla að aðkomu hagsmunaaðila snemma í friðlýsingarferlinu og með því auka líkur á að sátt náist um friðlýsingu sem er grunnurinn að því að friðlýsingin nái þeim markmiðum sem að er stefnt.
Samkvæmt náttúruverndarlögum skal umhverfisráðherra leggja náttúruverndaráætlun fyrir Alþingi eigi sjaldnar en á fimm ára fresti. Náttúruverndaráætlun mun verða í stöðugri þróun hjá Umhverfisstofnun, m.a. vegna friðlýsinga einstakra svæða, tillagna sveitarfélaga og fagstofnana um ný svæði, í ljósi nýrra rannsókna og skuldbindinga vegna hugsanlegra staðfestinga á alþjóðasamningum sem Ísland kann að gerast aðili að. Umhverfisráðherra mun leggja næst fram náttúruverndaráætlun í síðasta lagi árið 2008 fyrir tímabilið 2009–2013.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)