Í síðustu viku kom fram í fjölmiðlum að „verð á rafmagni til íbúa á höfuðborgarsvæðinu gæti hækkað um fimmtung samkvæmt tillögum um breytingar á raforkuflutningi,“ eða svo var haft eftir Guðmundi Þóroddssyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Fullyrti forstjórinn að þetta yrði niðurstaðan í tillögum nefndar Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um breytingar á kostnaði við raforkuflutning í framhaldi af raforkulögum sem sett voru fyrir tæpu ári.
Markmiðið með kerfisbreytingunni á raforkuflutningi er að skilja hina ýmsu þætti raforkugeirans, s.s. samkeppnisrekstur frá sérleyfisrekstri, þ.e. einkum að koma á markaðskerfi fyrir orkuvinnslu. Samkvæmt raforkulögunum mun eitt hlutafélag sjá um flutning á raforku en orkufyrirtæki landsins munu halda áfram að framleiða og selja orkuna. „Ég yrði ekki hissa þó hann hækkaði um 20%,“ sagði forstjórinn og úr varð allsherjar áfall íbúa á suðvesturhorninu. Enn bætti hann í og fullyrti„við erum búin að vera að rembast við að reyna að lækka raforkuverð í 10 ár.“ Hver verður þá skýringin ef hitastig á Íslandi muni hækka eitthvað frekar?
Allt þetta uppnám verður að teljast með undarlegri frumhlaupum þegar skýrt er að beinar aðgerðir hins opinbera til að jafna dreifingarkostnað – hvort sem þær verða fjármagnaðar úr ríkissjóði eða með orkugjaldi – miða að því að lækka dreifbýlisskrár niður undir dýrustu þéttbýlisgjaldskrárarnar. Þetta mun kosta 1% hækkun hjá Reykvíkingum, en t.d. 1,5% hækkun hjá Orkubúi Vestfjarða og 1,4% hækkun hjá Norðurorku. Bíddu, hvað sagði nú forstjórinn aftur?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli