Ekki laust við að léttur fiðringur frá þeim tíma er maður var í ljósmyndaklúbbnum í gaggó hafi tekið sig upp, eftir að ég eignaðist þessa frábæru vél hér að neðan. Tók meðvitaða ákvörðun að fá mér ekki Canon og fyrstu skrefin lofa góðu með þá ákvörðun.
Þetta er mín fyrsta stafrænavél, áður hef ég átt Kodak 110, fyrsta vélin mín frá árinu 1981 eða 1982. Var með í láni fjölskylduvél, Canon, lengi vel. Árið 2000 fékk ég mér Minolta vél og svo loks þessa hér að neðan, 2006. Linsan á vélinni er sú saman og hér að neðan, 18-70 mm.
sunnudagur, september 17, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli