Í pólitískri rökræðu er stjórnarandstaðan gjörn á að telja öll verkefni ríkisstjórnarinnar vart til þess verð að hafa orð á, kastljósið sé sjaldnast á málefnunum. Er þá ekki rétt að blaða aðeins í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2004.
Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, ætlar sér að hækka framlög til sjúkrahúsa um kr. 840 millj., af því fara um kr. 500 millj. til Landsspítala–háskólasjúkrahúss og um kr. 100 millj. til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, þetta eru auk þess einu hátækni- og háskólaspítalar á landinu. Aukið framlag til þjónustu við geðsjúka nemur kr. 227 millj. en ætlunin er m.a. að taka til notkunar nýja lokaða deild fyrir alvarlega geðsjúka seint á árinu 2004. Ákveðið hefur verið að skipa sérstakan verkefnisstjóra sem mun samræma aðgerðir til að þjónusta sem best einstaklinga sem glíma til geðraskanir. Til uppbyggingar öldrunarþjónustu verður veitt einum milljarði, þar af munu um kr. 500 millj. veittar til stofnkostnaðar nýrra hjúkrunar- og dagvistunarrýma. Hækkun lífeyris til ungra öryrkja mun nema einum milljarði og er þar er verið að koma sérstaklega til móts við fólk sem verður fyrir örorku snemma á lífsleiðinni. Rekstrarframlög til heilsugæslunar munu hækka um kr. 440 millj. og verða teknar í notkun þrjár nýjar heilsugæslustöðvar.
Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, ætlar sér að hækka fjárveitingar til málefna fatlaðra á næsta ári um kr. 353,2 millj. Það munu kr. 188,3 millj. fara til launa- og verðlagsbóta, raunaukning til málaflokksins mun því nema kr. 165 millj. Áætlanir félagsmálaráðherra ganga út að stytta biðlista eftir þjónustu við fatlaða. Gert er ráð fyrir að opna fjögur ný sambýli í Reykjavík og á Reykjanesi og eitt sambýli á Suðurlandi og efla jafnframt dagvistun þar.
Framsóknarmenn framkvæma og skyldi það nú ekki vera að sama gamla þreytta stjórnarandstaðan með sömu „alltaf á móti stefnuna“, gamla kommastefnan þar sem alger fylgispekt og undirgefni er við „að lifa við sult og seyru“ er leiðarljós, telji ofangreind framfaramál, skref afturábak.
fimmtudagur, október 30, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli