Á Alþingi í dag er til umræðu og afgreiðslu ný heildarlög um erfðafjárskatt, en núgildandi lög eru að mörgu leyti orðin úrelt. Lögin eiga uppruna sinn í dönsku lögum, en fyrstu ákvæðin um erfðafjárskatt í Danmörku er að finna í tilskipun 12. september 1798, sem einnig var lögleidd hér á landi. Síðar, eða með lögum frá 1952 var m.a. fjallað um það hlutverk erfðafjársjóðs að endurhæfa fólk sem ekki gæti séð sér farboða. Erfðafé hefur lengi verið talið eðlilegur skattstofn, sbr. langa forsögu hans hér á landi, og í raun eru það aðeins tvö aðildarríki OECD, af 30, sem leggja ekki á erfðafjárskatt, þ.e. Ástralía og Kanada.
Svo segir í greinargerð með frumvarpinu: „Þótt flest ríki OECD leggi á erfðafjárskatt eru aðferðir við álagningu hans mjög mismunandi eftir ríkjum. Ákvörðun um skattstofn og skattfjárhæð er misjöfn. Einnig er mjög mismunandi eftir ríkjum hvort lagt er á dánarbúið sem heild eða á einstaka arfshluta. Síðari reglunni er fylgt á Norðurlöndum (nema Danmörku), í Frakklandi, Hollandi, á Spáni og í Þýskalandi, en í Bretlandi, Danmörku og ýmsum fleiri ríkjum Evrópu er dánarbúið andlag skattsins. Í langflestum tilvikum fylgja ríkin þó þeirri meginreglu að miða fjárhæð erfðafjárskattsins við skyldleika. Eftir því sem erfingjar eru fjarskyldari þeim mun hærri er skatturinn.
Samkvæmt íslenskri og norrænni löggjöf um erfðafjárskatta er almenna reglan sú að greiða skuli skatt af hverjum einstökum arfshluta, skatthlutfallið ræðst af sifjatengslum og fer stighækkandi eftir því sem skyldleikinn fjarlægist. Þá hækkar skatturinn innan hvers flokks eftir því sem arfur verður meiri.
Nýleg endurskoðun hefur staðið yfir bæði í Noregi og Danmörku á lögum um erfðafjárskatt. Hefur við samningu þessa frumvarps nú sérstaklega verið litið til þeirra breytinga sem lagðar hafa verið til í þessum löndum.“
Veigamestu breytingarnar sem lagðar eru til í frumvarpinu eru „annars vegar veruleg lækkun skatthlutfallsins og hins vegar hækkun skattfrelsismarka. Þannig er gert ráð fyrir að af erfðafé í a-flokki skuli greiða 5% erfðafjárskatt og af erfðafé í b-flokki skuli greiða 10% erfðafjárskatt. Ræðst skattfjárhæðin af skyldleika erfingja við arflifanda eins og samkvæmt gildandi lögum. Skatturinn er því hærri eftir því sem skyldleikinn er firnari. Slíkar reglur eru réttlættar út frá erfðaréttarlegum sjónarmiðum, þ.e. með vísan til þess að erfðaréttur fjarskyldari ættingja er veikari en erfðaréttur náskyldra. Hins vegar hækkar skatturinn ekki eftir því sem erfðafé vex eins og er samkvæmt gildandi lögum. Hann er með öðrum orðum ekki stigvaxandi.“
„Í frumvarpinu er miðað við að heildarskattfrelsismörk í hverju dánarbúi verði 1 millj. kr. og að erfðafjárskattur verði eingöngu lagður á þá fjárhæð sem er umfram viðmiðunarmörkin. Í dag eru skattfrelsismörkin afar lág, eða einungis 60 þús. krónur. Þá er skatturinn lagður á alla fjárhæðina sé hún hærri en 60 þús. kr., en ekki einungis það sem umfram er.
Áhrif breytingartillagna frumvarpsins eru nokkuð mismunandi eftir skattflokkum, en í öllum tilvikum ætti skatturinn að lækka ef frá eru taldir þeir aðilar sem hafa verið undanþegnir skattinum en verða nú skattskyldir. Í eftirfarandi töflu er birtur lauslegur samanburður á skattflokkum fyrir og eftir breytingu. Í öllum tilvikum er erfingi aðeins einn og skattskyldur arfur 3 millj. kr. þegar kostnaður hefur verið dreginn frá.“
Það verður því að teljast all mikil réttarbót með samþykki þingheims á þessum nýju heildarlögum og í raun fagnaðarefni, enda umdeilanlegt hvort að þessi háttur sé sanngjarn og réttlátur ef rökin eru að þetta sé ágæt leið fyrir ríkisjóð, ein af mörgum, að kroppa í yfirfærslu fjár á milli kynslóða.
mánudagur, mars 22, 2004
þriðjudagur, mars 16, 2004
Tæknilegar framfarir í læknisfræði — aðgerðir flytjast út af sjúkrahúsunum í miklum mæli — kostnaður sjúklinga eykst í kjölfarið.
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, svaraði fyrirspurn frá Jóhönnu Sigurðardóttur um kostnaðarhlutdeild sjúklinga í heilbrigðisþjónustunni á Alþingi á dögunum. Af spurningum Jóhönnu, fyrrum ráðherra, má greinilega sjá að þingmaðurinn er töluvert uppnumin af niðurstöðum er Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í heilsufélagsfræði við Háskóla Íslands, kemst að og er birtust í Læknablaðinu á liðnu ári. En Jóhanna spyr til að byrja með hvort að ráðherra telji að kostnaðarhlutdeild sjúklinga í sjúkratryggingum hafi aukist um 70% á sl. 15 árum, sbr. niðurstöður Rúnars.
Jón Kristjánsson byrjaði að gera grein fyrir að kostnaðarhlutdeild sjúklinga hafi almennt talað aukist frá því fyrir 15 árum og það væri rétt því hjá ágætum fræðimanni, Rúnari Vilhjálmssyni, prófessor, við Háskóla Íslands. „Hins vegar verði að hafa allan varann á þegar um er að ræða athuganir yfir svo langt tímabil sem hér um ræðir. Hafa verði hugfast að hlutur sjúklinga í greiðslum vegna læknisþjónustu breytist mjög mismunandi eftir því hvaða þjónustu við erum að ræða um. Á mælikvarða neysluverðsvísitölu sem hækkaði frá mars 1997 og til desember 2003 um tæplega 29% þá lækkaði til að mynda tilkostnaður sjúklinga við heimsókn til heimilislæknis og var þá 94% af því sem hann var í mars 1997. Hlutur sjúklings í greiðslum fyrir heilsugæslu almennt hafði hins vegar aukist á sama tímabili um rúmlega 31% samkvæmt tölum Hagstofu Íslands og eins og fram hefur komið opinberlega áður hækkaði hlutur sjúklinga í kostnaði við heimsókn til sérfræðilækna mun meira á sama tímabili.
Annar mælikvarði á að meta útgjöld sjúklinga er að skoða hlutfallslega skiptingu útgjalda við komu til sérfræðilækna milli sjúklings og Tryggingastofnunar ríkisins. Árið 1998 greiddi sjúklingurinn að meðaltali 40,8% af kostnaði við komu til sérfræðilæknis en Tryggingastofnun 59,2%. Á árinu 1999 var skiptingin 33,3% á sjúkling en 66,7% á TR, á árinu 2000 hafði hlutfallstala sjúklingsins lækkað í 29,9% en hlutur TR að sama skapi aukist í rúmlega 70 af hundraði, hlutfallsgreiðsla sjúklings í meðalkomunni lækkaði enn á árinu 2001 í 29,4% og á árinu 2002 hækkaði hlutur sjúklings svo aftur og varð að meðaltali 31,4% við komu til sérfræðilæknis en hlutur TR 68,6%. Þetta þýðir að á sama tíma og meðalkostnaður við komu til sérfræðilæknis fór samtals úr kr. 4.594 í tæplega kr. 6000, þá lækkaði hlutur sjúklings í krónum talið. Tryggingastofnun ríkisins var með öðrum orðum látin bera aukningu kostnaðarins.
Hér er miðað við árið 1997 og til dagsins í dag til að gefa vísbendingu um breytingar á kostnaði sjúklings þar sem aðstæður nú og fyrir 15 árum eru mjög ólíkar. Almennt má segja um samanburð kostnaðar sjúklinga við heilbrigðisþjónustu að þegar talað er um mismunandi landslag í samanburði til svo langs tíma eins og hér um ræðir, þá er átt við að læknisfræðin og sú þjónusta sem þar er veitt, er gjörbreytt frá því sem áður var og fólk er í stórum stíl farið að taka kostnaðarlegan þátt í læknisaðgerðum á stofum lækna sem áður voru einungis framkvæmdar á sjúkrahúsum.
Tæknilegar framfarir í læknisfræði hafa það í för með sér að aðgerðir flytjast út af sjúkrahúsunum í miklum mæli, þannig að sjúklingarnir eiga kost á miklu fjölbreyttari þjónustu en áður var, án þess að þurfa að leggjast á sjúkrahús. Það segir sig sjálft að kostnaður sjúklinga eykst í kjölfarið, því samfara læknisaðgerðunum sjálfum er boðið upp á sífellt flóknari og nákvæmari röntgen- og rannsóknargreiningu heldur en áður var, sem áður voru að stórum hluta einungis mögulegar á sjúkrahúsum. Þá er ógetið um ný og sífellt dýrari lyf, sem valda sífelldri útgjaldaþenslu svo sem sjúklingar verða varir við. Þegar litið er á tímabilið 1987 - 2001 sést að heilbrigðisútgjöld hafa hækkað um 276%, meðan heilbrigðisútgjöld heimilanna hafa hækkað á sama tímabili um 316 %. Verg landsframleiðsla hækkaði á tímabilinu um 258%, sem segir að hlutur heilbrigðisútgjaldanna þar af hafi hækkað á tímabilinu eða um tæp 5%.
Heilbrigðisútgjöld heimilanna sem hluti af heildarútgjöldum til heilbrigðismála hækkuðu um 36%, sem er svipað og hækkun heilbrigðisútgjalda á föstu verðlagi á þessu tímabili. Þegar tekið er tillit til fjölgunar þjóðarinnar sést hins vegar að hækkun heilbrigðisútgjalda á mann nemur tæplega 20%. Samanburður á þessu sviði til lengri tíma ber eins og áður sagði að taka með öllum fyrirvörum þar sem margs er að gæta og ytri breytingar verða til þess að ekki er hægt að rýna í tölur einar og sér.“
Jóhann spurði ráðherra einnig hvort að hann telji rétt að gild rök megi færa fyrir því að útgjöld sjúklinga hér á landi séu þegar komin á varasamt stig og farin að bitna á aðgengi að heilbrigðis-þjónustunni, sbr. niðurstöðu greinar Rúnars Vilhjálmssonar og Guðrúnar V. Sigurðardóttur um bein útgjöld íslenskra heimila vegna heilbrigðisþjónustu í 1. tbl. Læknablaðsins 2003?
Jón Kristjánsson svaraði því til, að „niðurstöður greinarhöfunda þess efnis að útgjöld sjúklinga séu komin á varasamt stig og farin að bitna á aðgengi að þjónustunni, kæmu nokkuð á óvart miðað við þær almennu rannsóknarniðurstöður sem birtast annars í greininni, og svo þær nýlegu niðurstöður í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá september 2002, sem sýnir stóraukna aðsókn til allra þátta heilbrigðisþjónustunnar á tímabilinu 1997-2001. Í grein Rúnars og Guðrúnar er greint frá rannsóknarniðurstöðum varðandi hamlandi áhrif á aðsókn til heilbrigðisþjónustu hjá nokkrum þjóðfélagshópum, en sú grein er byggð á rannsókn Landlæknisembættisins frá 2001 varðandi aðgang að heilbrigðisþjónustu eftir Rúnar, Ólaf Ólafsson, Jóhann Ágúst Sigurðsson og Tryggva Þór Herbertsson.
Þar kemur í ljós að meðalútgjöld heimilanna til heilbrigðisþjónustu er u.þ.b. 2,3% af tekjum, en fer í 5,3% hjá láglaunafólki, sem er langhæsta útgjaldahlutfall allra þjóðfélagshópa. Hér er um fólk að ræða, sem hefur undir 1500 þús. kr. í heimilistekjur. Sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar til að þetta tekjulága fólk geti notið endurgreiðslna kostnaðar frá Tryggingastofnun, sem nemur allt að 90% af heilbrigðisútgjöldum þess. Úrræðin eru því fyrir hendi og hafa verið til í meira en áratug.
Fram hefur komið í rannsóknum Dr. Rúnars Vilhjálmssonar að sjúklingar nýta sér þessi úrræði, svo sem afsláttarkortin, sérstöku greiðslureglurnar og aðrar ívilnandi reglur afar mismunandi eftir félagslegri stöðu. Þetta gerist þrátt fyrir að sé nánast regla að heilbrigðisstarfsmenn veki athygli sjúklinga á réttinum til afsláttarkorta og þótt greiðslureglur og aðrar ívilnandi reglur hafi margsinnis hafi verið kynntar fyrir einstaklingum og samtökum sem hafa innan sinna vébanda tekjulægri hópa samfélagsins. Ráðuneytið fór til dæmis í samvinnu við ASÍ fyrir u.þ.b. tveimur árum til að gera átak til að kynna þennan endurgreiðslumöguleika, en því miður varð lítil breyting á. Ef til vill verður þessi umræða til að vekja enn athygli á þessum möguleika, en sennilega má betur ef duga skal.
Rétt er að taka fram að skv. skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2002 um rekstur heilsugæslunnar í Reykjavík kemur fram, að aðsókn á alla þætti heilbrigðisþjónustunnar á tímabilinu 1997-2001 hefur aukist svo um munar. Skv. skýrslunni jókst aðsókn:
- til heilsugæslunnar í Reykjavík um 9%
- til sérfræðilækna um 16%
- til bráðamóttöku LSH 25%
- til Læknavaktar um 100%
Þessar tölur um aðsókn til heilbrigðisþjónustunnar sýna að vart sé nokkur sá afgerandi áhrifaþáttur sem valdi því að hægt sé að tala um að það „bitni“ á aðgengi að þjónustunni.
Annað mál er það, að hin gagnmerka rannsókn sem lýst var í grein Rúnars og Guðrúnar, hefur sýnt fram á ýmsa þætti sem varða einstaka þjóðfélagshópa sem hamlar eðlilegri aðsókn þeirra til heilbrigðisþjónustu. Þar kemur greinilega ýmislegt annað til en kostnaðarástæður, eins og greinin ber með sér.“
Jón Kristjánsson vildi „undirstrika að áhrifin eru bundin við tiltekna hópa. Skólafólk fellir oft niður heimsóknir til læknis, sama gildir um fráskilda. Þeir sem eiga í fjárhagserfiðleikum, eru bundnir af vinnu á, eða utan heimilis, fresta líka oftar heimsókn til lækna. Langveikir fresta oftar læknisheimsóknum, en annars gildir að þeir sem njóta afsláttarkorta fresta síður læknisheimsóknum. Þetta eru hinar almennu niðurstöður úr nýjustu rannsóknunum á þessu sviði.
Heilbrigðismálaráðuneytið hefur með eftirfarandi hætti reynt að koma til móts við þá hópa sem hugsanlega fella niður heimsóknir til lækna af fjárhagsástæðum:
- gjöld fyrir læknisþjónustu barna er haldið mjög lágum
- gjöld fyrir aldraða og öryrkja er haldið mjög lágum
- afsláttarþökum fyrir þessa hópa er haldið mjög lágum
- afsláttarþökum hefur almennt verið haldið lágum
- sérstakar ívilnandi greiðslureglur vegna umtalsverðs
- kostnaðar við læknishjálp, lyf og þjálfunarkostnað, sem skilyrtar eru af fjölskyldumtekjum, hafa verið rýmkaðar verulega - nú síðast um nýliðin áramót.“
Af þessu má sjá að Framsóknarflokknum einum er best treystandi til að vinna að framþróunn í heilbrigðismálum enda stendur hann fyrir stöðugum umbótum á samfélaginu og Framsóknarstefnan hefur ætíð sett fólk og velferð þess í öndvegi.
Jón Kristjánsson byrjaði að gera grein fyrir að kostnaðarhlutdeild sjúklinga hafi almennt talað aukist frá því fyrir 15 árum og það væri rétt því hjá ágætum fræðimanni, Rúnari Vilhjálmssyni, prófessor, við Háskóla Íslands. „Hins vegar verði að hafa allan varann á þegar um er að ræða athuganir yfir svo langt tímabil sem hér um ræðir. Hafa verði hugfast að hlutur sjúklinga í greiðslum vegna læknisþjónustu breytist mjög mismunandi eftir því hvaða þjónustu við erum að ræða um. Á mælikvarða neysluverðsvísitölu sem hækkaði frá mars 1997 og til desember 2003 um tæplega 29% þá lækkaði til að mynda tilkostnaður sjúklinga við heimsókn til heimilislæknis og var þá 94% af því sem hann var í mars 1997. Hlutur sjúklings í greiðslum fyrir heilsugæslu almennt hafði hins vegar aukist á sama tímabili um rúmlega 31% samkvæmt tölum Hagstofu Íslands og eins og fram hefur komið opinberlega áður hækkaði hlutur sjúklinga í kostnaði við heimsókn til sérfræðilækna mun meira á sama tímabili.
Annar mælikvarði á að meta útgjöld sjúklinga er að skoða hlutfallslega skiptingu útgjalda við komu til sérfræðilækna milli sjúklings og Tryggingastofnunar ríkisins. Árið 1998 greiddi sjúklingurinn að meðaltali 40,8% af kostnaði við komu til sérfræðilæknis en Tryggingastofnun 59,2%. Á árinu 1999 var skiptingin 33,3% á sjúkling en 66,7% á TR, á árinu 2000 hafði hlutfallstala sjúklingsins lækkað í 29,9% en hlutur TR að sama skapi aukist í rúmlega 70 af hundraði, hlutfallsgreiðsla sjúklings í meðalkomunni lækkaði enn á árinu 2001 í 29,4% og á árinu 2002 hækkaði hlutur sjúklings svo aftur og varð að meðaltali 31,4% við komu til sérfræðilæknis en hlutur TR 68,6%. Þetta þýðir að á sama tíma og meðalkostnaður við komu til sérfræðilæknis fór samtals úr kr. 4.594 í tæplega kr. 6000, þá lækkaði hlutur sjúklings í krónum talið. Tryggingastofnun ríkisins var með öðrum orðum látin bera aukningu kostnaðarins.
Hér er miðað við árið 1997 og til dagsins í dag til að gefa vísbendingu um breytingar á kostnaði sjúklings þar sem aðstæður nú og fyrir 15 árum eru mjög ólíkar. Almennt má segja um samanburð kostnaðar sjúklinga við heilbrigðisþjónustu að þegar talað er um mismunandi landslag í samanburði til svo langs tíma eins og hér um ræðir, þá er átt við að læknisfræðin og sú þjónusta sem þar er veitt, er gjörbreytt frá því sem áður var og fólk er í stórum stíl farið að taka kostnaðarlegan þátt í læknisaðgerðum á stofum lækna sem áður voru einungis framkvæmdar á sjúkrahúsum.
Tæknilegar framfarir í læknisfræði hafa það í för með sér að aðgerðir flytjast út af sjúkrahúsunum í miklum mæli, þannig að sjúklingarnir eiga kost á miklu fjölbreyttari þjónustu en áður var, án þess að þurfa að leggjast á sjúkrahús. Það segir sig sjálft að kostnaður sjúklinga eykst í kjölfarið, því samfara læknisaðgerðunum sjálfum er boðið upp á sífellt flóknari og nákvæmari röntgen- og rannsóknargreiningu heldur en áður var, sem áður voru að stórum hluta einungis mögulegar á sjúkrahúsum. Þá er ógetið um ný og sífellt dýrari lyf, sem valda sífelldri útgjaldaþenslu svo sem sjúklingar verða varir við. Þegar litið er á tímabilið 1987 - 2001 sést að heilbrigðisútgjöld hafa hækkað um 276%, meðan heilbrigðisútgjöld heimilanna hafa hækkað á sama tímabili um 316 %. Verg landsframleiðsla hækkaði á tímabilinu um 258%, sem segir að hlutur heilbrigðisútgjaldanna þar af hafi hækkað á tímabilinu eða um tæp 5%.
Heilbrigðisútgjöld heimilanna sem hluti af heildarútgjöldum til heilbrigðismála hækkuðu um 36%, sem er svipað og hækkun heilbrigðisútgjalda á föstu verðlagi á þessu tímabili. Þegar tekið er tillit til fjölgunar þjóðarinnar sést hins vegar að hækkun heilbrigðisútgjalda á mann nemur tæplega 20%. Samanburður á þessu sviði til lengri tíma ber eins og áður sagði að taka með öllum fyrirvörum þar sem margs er að gæta og ytri breytingar verða til þess að ekki er hægt að rýna í tölur einar og sér.“
Jóhann spurði ráðherra einnig hvort að hann telji rétt að gild rök megi færa fyrir því að útgjöld sjúklinga hér á landi séu þegar komin á varasamt stig og farin að bitna á aðgengi að heilbrigðis-þjónustunni, sbr. niðurstöðu greinar Rúnars Vilhjálmssonar og Guðrúnar V. Sigurðardóttur um bein útgjöld íslenskra heimila vegna heilbrigðisþjónustu í 1. tbl. Læknablaðsins 2003?
Jón Kristjánsson svaraði því til, að „niðurstöður greinarhöfunda þess efnis að útgjöld sjúklinga séu komin á varasamt stig og farin að bitna á aðgengi að þjónustunni, kæmu nokkuð á óvart miðað við þær almennu rannsóknarniðurstöður sem birtast annars í greininni, og svo þær nýlegu niðurstöður í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá september 2002, sem sýnir stóraukna aðsókn til allra þátta heilbrigðisþjónustunnar á tímabilinu 1997-2001. Í grein Rúnars og Guðrúnar er greint frá rannsóknarniðurstöðum varðandi hamlandi áhrif á aðsókn til heilbrigðisþjónustu hjá nokkrum þjóðfélagshópum, en sú grein er byggð á rannsókn Landlæknisembættisins frá 2001 varðandi aðgang að heilbrigðisþjónustu eftir Rúnar, Ólaf Ólafsson, Jóhann Ágúst Sigurðsson og Tryggva Þór Herbertsson.
Þar kemur í ljós að meðalútgjöld heimilanna til heilbrigðisþjónustu er u.þ.b. 2,3% af tekjum, en fer í 5,3% hjá láglaunafólki, sem er langhæsta útgjaldahlutfall allra þjóðfélagshópa. Hér er um fólk að ræða, sem hefur undir 1500 þús. kr. í heimilistekjur. Sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar til að þetta tekjulága fólk geti notið endurgreiðslna kostnaðar frá Tryggingastofnun, sem nemur allt að 90% af heilbrigðisútgjöldum þess. Úrræðin eru því fyrir hendi og hafa verið til í meira en áratug.
Fram hefur komið í rannsóknum Dr. Rúnars Vilhjálmssonar að sjúklingar nýta sér þessi úrræði, svo sem afsláttarkortin, sérstöku greiðslureglurnar og aðrar ívilnandi reglur afar mismunandi eftir félagslegri stöðu. Þetta gerist þrátt fyrir að sé nánast regla að heilbrigðisstarfsmenn veki athygli sjúklinga á réttinum til afsláttarkorta og þótt greiðslureglur og aðrar ívilnandi reglur hafi margsinnis hafi verið kynntar fyrir einstaklingum og samtökum sem hafa innan sinna vébanda tekjulægri hópa samfélagsins. Ráðuneytið fór til dæmis í samvinnu við ASÍ fyrir u.þ.b. tveimur árum til að gera átak til að kynna þennan endurgreiðslumöguleika, en því miður varð lítil breyting á. Ef til vill verður þessi umræða til að vekja enn athygli á þessum möguleika, en sennilega má betur ef duga skal.
Rétt er að taka fram að skv. skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2002 um rekstur heilsugæslunnar í Reykjavík kemur fram, að aðsókn á alla þætti heilbrigðisþjónustunnar á tímabilinu 1997-2001 hefur aukist svo um munar. Skv. skýrslunni jókst aðsókn:
- til heilsugæslunnar í Reykjavík um 9%
- til sérfræðilækna um 16%
- til bráðamóttöku LSH 25%
- til Læknavaktar um 100%
Þessar tölur um aðsókn til heilbrigðisþjónustunnar sýna að vart sé nokkur sá afgerandi áhrifaþáttur sem valdi því að hægt sé að tala um að það „bitni“ á aðgengi að þjónustunni.
Annað mál er það, að hin gagnmerka rannsókn sem lýst var í grein Rúnars og Guðrúnar, hefur sýnt fram á ýmsa þætti sem varða einstaka þjóðfélagshópa sem hamlar eðlilegri aðsókn þeirra til heilbrigðisþjónustu. Þar kemur greinilega ýmislegt annað til en kostnaðarástæður, eins og greinin ber með sér.“
Jón Kristjánsson vildi „undirstrika að áhrifin eru bundin við tiltekna hópa. Skólafólk fellir oft niður heimsóknir til læknis, sama gildir um fráskilda. Þeir sem eiga í fjárhagserfiðleikum, eru bundnir af vinnu á, eða utan heimilis, fresta líka oftar heimsókn til lækna. Langveikir fresta oftar læknisheimsóknum, en annars gildir að þeir sem njóta afsláttarkorta fresta síður læknisheimsóknum. Þetta eru hinar almennu niðurstöður úr nýjustu rannsóknunum á þessu sviði.
Heilbrigðismálaráðuneytið hefur með eftirfarandi hætti reynt að koma til móts við þá hópa sem hugsanlega fella niður heimsóknir til lækna af fjárhagsástæðum:
- gjöld fyrir læknisþjónustu barna er haldið mjög lágum
- gjöld fyrir aldraða og öryrkja er haldið mjög lágum
- afsláttarþökum fyrir þessa hópa er haldið mjög lágum
- afsláttarþökum hefur almennt verið haldið lágum
- sérstakar ívilnandi greiðslureglur vegna umtalsverðs
- kostnaðar við læknishjálp, lyf og þjálfunarkostnað, sem skilyrtar eru af fjölskyldumtekjum, hafa verið rýmkaðar verulega - nú síðast um nýliðin áramót.“
Af þessu má sjá að Framsóknarflokknum einum er best treystandi til að vinna að framþróunn í heilbrigðismálum enda stendur hann fyrir stöðugum umbótum á samfélaginu og Framsóknarstefnan hefur ætíð sett fólk og velferð þess í öndvegi.
fimmtudagur, mars 11, 2004
Fólk í fyrirrúmi: „Íbúðabréf — grundvöllur traustari verðmyndunnar á verðbréfamarkaði.“
Árni Magnússon, félagsamálaráðherra, hefur fengið samþykkt í ríkisstjórnin að lagt verður fram á Alþingi frumvarp er hefur að markmiði að í stað húsbréfa og húsnæðisbréfa verða gefin út íbúðabréf. Þessi breyting mun auka hagkvæmni fjármögnunar, sníða af helstu agnúa sem eru á núverandi útgáfu og skapa grundvöll fyrir traustri verðmyndun á verðbréfamarkaði. Stefnt að því að bæta hag lántakenda sjóðsins bæði með lægri fjármögnunarkostnaði og minni áhættu í tengslum við fasteignaviðskipti, en íbúðalán verða greidd út í peningum og áhrif affalla við sölu verðbréfa verði þar með úr sögunni. Samkvæmt tillögunum munu lánin bera vexti í samræmi við ávöxtunarkröfu hverju sinni. Frumvarpið miðar að því að auka seljanleika íbúðabréfa á verðbréfamarkaði en líkur eru á því að ávöxtunarkrafa fjárfesta lækki vegna þessa. Ef svo verður, getur Íbúðalánasjóður lækkað vexti á útlánum sínum til lántakenda. Væntingar eru því um að framangreindar breytingar hafi í för með sér lækkun fjármögnunarkostnaðar lántakenda og dragi úr umsýslukostnaði Íbúðalánasjóðs.
Gert er ráð fyrir að íbúðabréf verði verðtryggð jafngreiðslubréf með fjórum endurgreiðslum á ári. Jafngreiðslubréf eru þekkt skuldabréfaform alls staðar í heiminum og ættu því að falla að öllum kerfum sem í dag eru notuð í tengslum við verðbréfaviðskipti. Stefnt er að því að íbúðabréf verði gefin út í fáum flokkum sem verði opnir allan líftímann og verði stórir og því markaðshæfir á alþjóðlegum markaði. Til að flýta fyrir að íbúðabréf verði markaðshæf verður eigendum húsbréfa og húsnæðisbréfa boðið að skipta þeim fyrir íbúðabréf og að haldin verði skiptiútboð. Unnið er að útfærslu skiptiútboða og verður útfærslan kynnt síðar. Miðað verði við markaðskjör í skiptum, að teknu tilliti til áhættu útgefandans. Stjórn Íbúðalánasjóðs áformar að fá sérfróðan aðila til aðstoðar við framkvæmd skiptanna. Gert er ráð fyrir því að breytingin geti tekið gildi 1. júlí 2004, en að útboð á íbúðabréfum hefjist eftir 15. apríl 2004.
Framsóknarflokknum einum er best treystandi til að vinna að viðlíka málum enda stendur hann fyrir stöðugum umbótum á samfélaginu og Framsóknarstefnan hefur ætíð sett fólk og velferð þess í öndvegi.
Gert er ráð fyrir að íbúðabréf verði verðtryggð jafngreiðslubréf með fjórum endurgreiðslum á ári. Jafngreiðslubréf eru þekkt skuldabréfaform alls staðar í heiminum og ættu því að falla að öllum kerfum sem í dag eru notuð í tengslum við verðbréfaviðskipti. Stefnt er að því að íbúðabréf verði gefin út í fáum flokkum sem verði opnir allan líftímann og verði stórir og því markaðshæfir á alþjóðlegum markaði. Til að flýta fyrir að íbúðabréf verði markaðshæf verður eigendum húsbréfa og húsnæðisbréfa boðið að skipta þeim fyrir íbúðabréf og að haldin verði skiptiútboð. Unnið er að útfærslu skiptiútboða og verður útfærslan kynnt síðar. Miðað verði við markaðskjör í skiptum, að teknu tilliti til áhættu útgefandans. Stjórn Íbúðalánasjóðs áformar að fá sérfróðan aðila til aðstoðar við framkvæmd skiptanna. Gert er ráð fyrir því að breytingin geti tekið gildi 1. júlí 2004, en að útboð á íbúðabréfum hefjist eftir 15. apríl 2004.
Framsóknarflokknum einum er best treystandi til að vinna að viðlíka málum enda stendur hann fyrir stöðugum umbótum á samfélaginu og Framsóknarstefnan hefur ætíð sett fólk og velferð þess í öndvegi.
fimmtudagur, mars 04, 2004
Fólk í fyrirrúmi: „Sérstakar húsaleigubætur.“
Reglur um sérstakar húsaleigubætur Reykjavíkurborgar fyrir fólk sem býr við húsnæðisvanda og við mjög erfiðar félagslegar og fjárhagslegar aðstæður tóku gildi þann 1. mars s.l. En félagsmálaráð Reykjavíkur samþykkti í upphafi ársins nýjar reglur þar sem er lögð áhersla á heildstæða húsnæðisráðgjöf sem tekur tillit til aðstæðna og þarfa hvers og eins. Sérstökum húsaleigubótum er ætlað að vera fjárstuðningur til greiðslu á húsaleigu á almennum markaði, umfram almennar húsaleigubætur, og munu bæturnar verða reiknaðar sem hlutfall af húsleigubótum eða fyrir hverjar kr. 1.000 fær leigjandi kr. 1.300 í sérstakar húsaleigubætur. Þó geta húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur aldrei verið meiri en kr. 50.ooo né farið yfir 75% af leigufárhæð.
Þessum nýju reglum ber að fagna og eru þær mjög í anda Framsóknarstefnunnar, þ.e. fólk í fyrirrúmi, þar sem Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á manngildi ofar auðgildi og að hver og einn hafi sama rétt til grundvallarlífskjara óháð efnahags og heilsu. Þetta er skref í rétta átt, og það var brýnt að koma til móts við fólk í mjög erfiðum félagslegum aðstæðum og Framsóknarflokknum er best treystandi í samstarfi með öðrum til að vinna að slíkum umbótum á samfélaginu. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi.
Þessum nýju reglum ber að fagna og eru þær mjög í anda Framsóknarstefnunnar, þ.e. fólk í fyrirrúmi, þar sem Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á manngildi ofar auðgildi og að hver og einn hafi sama rétt til grundvallarlífskjara óháð efnahags og heilsu. Þetta er skref í rétta átt, og það var brýnt að koma til móts við fólk í mjög erfiðum félagslegum aðstæðum og Framsóknarflokknum er best treystandi í samstarfi með öðrum til að vinna að slíkum umbótum á samfélaginu. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi.
mánudagur, mars 01, 2004
Össur Skarphéðinsson: „Þessi niðurstaða var umdeild á meðal fræðimanna.“
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, ásamt tindátum sínum í þingflokknum, ætlar sér á næstu dögum að mæla fyrir þingsályktun um könnun á framkvæmd samningsins um evrópskt efnahagssvæði. Það á sem sé að skipa nefnd sérfræðinga til að kanna hvort að framkvæmd samningsins rúmist innan 21. gr. stjórnarskrárinnar, henda hafi málið allt verið umdeilt á meðal fræðimanna og þróunin, ásamt allri framkvæmd, orðið á þann veg að ekki sé lengur við unað. Alþingi skal því hlutast fyrir rannsókn á málinu, enda lýðveldið undir að mati flutningsmanna. Í samningnum er gert ráð fyrir að taka yfir 80% af öllum reglum Evrópusambandsins, og það hefur í sjálfu sér ekki breyst, en Össur fullyrðir að allt umfang sé orðið mun meira en hann hafi gert ráð fyrir í upphafi. Einnig telur Össur í dag neitunarvald vera óvirkt, pólitískt sé ógerlegt að neita að staðfesta gerðir frá ESB, enda þýðir það í raun uppsögn á EES-samningnum á því sviði. Jafnframt telur Össur að dómstólar hafi gengið lengra en góðu hófi gengur og að grundvallarsjónarmið um fullveldi Íslands séu í hættu.
Öflugur liðsmaður í liði Össurar á sínum tíma var Jón Baldvin Hannibalsson og er eftir honum haft daginn sem samningurinn var undirritaður í Óportó í Portúgal þann 2. maí 1992: „Ég átti alltaf von á því að menn yrðu tortryggnir og fullir efasemda til að byrja með en ég hef gert ráð fyrir því að þeim efasemdum verði eytt, alveg eins og gerðist þegar við gerðumst aðilar að EFTA árið 1970. Þá voru höfð uppi stór orð um að þetta væru endalok íslensks sjálfstæðis en það var að sjálfsögðu allt á misskilningi byggt. Það mun einnig koma á daginn hvað varðar þennan samning.“ Jafnframt sagði Jón Baldvin að samningurinn væri svo víðtækur að hann auðveldar ríkjum samningsgerð um það sem eftir er við ESB. — Hvað hefur nú breyst í kolli Össurar fyrst að ljóst var í upphafi að samningurinn „væri svo víðtækur,“ en að öllum „efasemdum verði eytt“ og að „endalok íslensks sjálfstæðis“ væri misskilningur einn.
Fjórmenningarnefnd fræðimanna sem var skipuð að Jóni Baldvin í apríl mánuði 1992 skilaði niðurstöðum sínum 7. júlí sama ár og komst að þeirra niðurstöðu að Óportó samningurinn í engu bryti gegn stjórnarskrá, hvorki ein sér né saman og því engin þörf á að breyta henni fyrir lögfestingu samningsins. Í engu gæti heldur, mat fjórmenninganna, dómstólar taldir ósjálfstæðir enda fordæmi fyrir að á takmörkuðum sviðum sé lagt til að grundvallar það sem er ákveðið af erlendum stjórnvöldum eða dómstólum, slíkar undanþágur rúmuðust innan 2. gr. stjórnarskrárinnar. Þessi niðurstaða var gagnrýnd m.a. af dr. Guðmundi Alfreðssyni er sagði að „þótt góðir menn hafi setið í sérfræðinganefndinni geta þeir ekki búið til ný stjórnarskrárákvæði eða lagað til önnur, þannig að þau henti niðurstöðunum. [...] og svo um útvíkkunina á 2. gr. stjórnarskrárinnar, þannig að hún nái til yfirþjóðlegra framkvæmdavaldshafa og dómstóla. Þessar kenningar þeirra eru athyglisverðar, en þær eiga sér engar stoðir í stjórnarskránni sjálfri, í framkvæmd hennar til þessa eða í ritum fræðimanna um íslenskan stjórnskipunarrétt. Það þarf að breyta stjórnarskránni til þess að koma þeim í framkvæmd.“
Það er íhugunarefni hvort að Össur hafi komið þessari gagnrýni á þeim tíma fyrir á öskuhögum sögunnar með gamla Alþýðuflokknum, en með nýrri kennitölu og nýju nafni, Fylkingin, sé nú hægt að koma fram sem hrein mey, án fortíðar. Getur stjórnmálaafl verið trúverðugt, sem kemur fram með mál fyrir Alþingi Íslendinga líkt og hér að ofan greinir og telur núna allt í voða. Niðurstaðan var að „engir þættir samningsins á sviði löggjafarvalds, dómsvalds eða framkvæmdavalds brjóti í bága við stjórnarskrána. Í því fellst raunar að ekki er um að ræða neinar óheimilar eða ólöglegar takmarkanir á fullveldi landsins,“ að mati fjórmenninganefndarinnar.
Þeirri spurningu hvort að ástæða sé til „að kanna hvort að framkvæmd samningsins rúmist innan 21. gr. stjórnarskrárinnar, henda hafi málið allt verið umdeilt á meðal fræðimanna og þróunin, ásamt allri framkvæmd, orðið á þann veg að ekki sé lengur við unað,“ var svarað af Þór Vilhjálmssyni, einum fjórmenninganna, 7. júlí 1992: „Það er engin ástæða til þess, að því er ég tel, að vefengja störf manna, sem vinna sem sérfræðingar að svona máli.“ Allt málið var því talið afgreitt af stjórnvöldum, sem Össur var fulltrúi fyrir, og niðurstaða fjórmenninganna fullnægjandi.
Öflugur liðsmaður í liði Össurar á sínum tíma var Jón Baldvin Hannibalsson og er eftir honum haft daginn sem samningurinn var undirritaður í Óportó í Portúgal þann 2. maí 1992: „Ég átti alltaf von á því að menn yrðu tortryggnir og fullir efasemda til að byrja með en ég hef gert ráð fyrir því að þeim efasemdum verði eytt, alveg eins og gerðist þegar við gerðumst aðilar að EFTA árið 1970. Þá voru höfð uppi stór orð um að þetta væru endalok íslensks sjálfstæðis en það var að sjálfsögðu allt á misskilningi byggt. Það mun einnig koma á daginn hvað varðar þennan samning.“ Jafnframt sagði Jón Baldvin að samningurinn væri svo víðtækur að hann auðveldar ríkjum samningsgerð um það sem eftir er við ESB. — Hvað hefur nú breyst í kolli Össurar fyrst að ljóst var í upphafi að samningurinn „væri svo víðtækur,“ en að öllum „efasemdum verði eytt“ og að „endalok íslensks sjálfstæðis“ væri misskilningur einn.
Fjórmenningarnefnd fræðimanna sem var skipuð að Jóni Baldvin í apríl mánuði 1992 skilaði niðurstöðum sínum 7. júlí sama ár og komst að þeirra niðurstöðu að Óportó samningurinn í engu bryti gegn stjórnarskrá, hvorki ein sér né saman og því engin þörf á að breyta henni fyrir lögfestingu samningsins. Í engu gæti heldur, mat fjórmenninganna, dómstólar taldir ósjálfstæðir enda fordæmi fyrir að á takmörkuðum sviðum sé lagt til að grundvallar það sem er ákveðið af erlendum stjórnvöldum eða dómstólum, slíkar undanþágur rúmuðust innan 2. gr. stjórnarskrárinnar. Þessi niðurstaða var gagnrýnd m.a. af dr. Guðmundi Alfreðssyni er sagði að „þótt góðir menn hafi setið í sérfræðinganefndinni geta þeir ekki búið til ný stjórnarskrárákvæði eða lagað til önnur, þannig að þau henti niðurstöðunum. [...] og svo um útvíkkunina á 2. gr. stjórnarskrárinnar, þannig að hún nái til yfirþjóðlegra framkvæmdavaldshafa og dómstóla. Þessar kenningar þeirra eru athyglisverðar, en þær eiga sér engar stoðir í stjórnarskránni sjálfri, í framkvæmd hennar til þessa eða í ritum fræðimanna um íslenskan stjórnskipunarrétt. Það þarf að breyta stjórnarskránni til þess að koma þeim í framkvæmd.“
Það er íhugunarefni hvort að Össur hafi komið þessari gagnrýni á þeim tíma fyrir á öskuhögum sögunnar með gamla Alþýðuflokknum, en með nýrri kennitölu og nýju nafni, Fylkingin, sé nú hægt að koma fram sem hrein mey, án fortíðar. Getur stjórnmálaafl verið trúverðugt, sem kemur fram með mál fyrir Alþingi Íslendinga líkt og hér að ofan greinir og telur núna allt í voða. Niðurstaðan var að „engir þættir samningsins á sviði löggjafarvalds, dómsvalds eða framkvæmdavalds brjóti í bága við stjórnarskrána. Í því fellst raunar að ekki er um að ræða neinar óheimilar eða ólöglegar takmarkanir á fullveldi landsins,“ að mati fjórmenninganefndarinnar.
Þeirri spurningu hvort að ástæða sé til „að kanna hvort að framkvæmd samningsins rúmist innan 21. gr. stjórnarskrárinnar, henda hafi málið allt verið umdeilt á meðal fræðimanna og þróunin, ásamt allri framkvæmd, orðið á þann veg að ekki sé lengur við unað,“ var svarað af Þór Vilhjálmssyni, einum fjórmenninganna, 7. júlí 1992: „Það er engin ástæða til þess, að því er ég tel, að vefengja störf manna, sem vinna sem sérfræðingar að svona máli.“ Allt málið var því talið afgreitt af stjórnvöldum, sem Össur var fulltrúi fyrir, og niðurstaða fjórmenninganna fullnægjandi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)