fimmtudagur, mars 04, 2004

Fólk í fyrirrúmi: „Sérstakar húsaleigubætur.“

Reglur um sérstakar húsaleigubætur Reykjavíkurborgar fyrir fólk sem býr við húsnæðisvanda og við mjög erfiðar félagslegar og fjárhagslegar aðstæður tóku gildi þann 1. mars s.l. En félagsmálaráð Reykjavíkur samþykkti í upphafi ársins nýjar reglur þar sem er lögð áhersla á heildstæða húsnæðisráðgjöf sem tekur tillit til aðstæðna og þarfa hvers og eins. Sérstökum húsaleigubótum er ætlað að vera fjárstuðningur til greiðslu á húsaleigu á almennum markaði, umfram almennar húsaleigubætur, og munu bæturnar verða reiknaðar sem hlutfall af húsleigubótum eða fyrir hverjar kr. 1.000 fær leigjandi kr. 1.300 í sérstakar húsaleigubætur. Þó geta húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur aldrei verið meiri en kr. 50.ooo né farið yfir 75% af leigufárhæð.

Þessum nýju reglum ber að fagna og eru þær mjög í anda Framsóknarstefnunnar, þ.e. fólk í fyrirrúmi, þar sem Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á manngildi ofar auðgildi og að hver og einn hafi sama rétt til grundvallarlífskjara óháð efnahags og heilsu. Þetta er skref í rétta átt, og það var brýnt að koma til móts við fólk í mjög erfiðum félagslegum aðstæðum og Framsóknarflokknum er best treystandi í samstarfi með öðrum til að vinna að slíkum umbótum á samfélaginu. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi.

Engin ummæli: