miðvikudagur, október 19, 2005

Skammarleg framkoma Árna Mathiesen.


Siv Friðleifsdóttir gerði vel á mánudaginn er hún varði Framsóknarflokkinn í kattarþvotti Árna Mathiesen á flokksþingi Sjálfstæðisflokksins um liðna helgi. Ný munstraður fjármálaráðherra í ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, sagði blákalt að allar hugmyndir um niðurfellingu bensínstyrksins væru Jóns Kristjánssonar, punktur.

Með þessu var annars sá ágæti maður Árni Mathiesen að víkja sér undan ábyrgð á eigin fjárlagafrumvarpi, annars sá ágæti maður Árni Mathiesen gerði ekki tilraun til að skýra það að heilbrigðisráðherra hafði boðað þá þegar fulltrúa öryrkja til fundar við sig til að ræða þetta mál. Annars sá ágæti maður Árni Mathiesen gerði ekki tilraun til að segja frá því að þessi fundur hefði þegar farið fram, né reyndi annars sá ágæti maður Árni Mathiesen að segja frá því að heilbrigðisráðherra væri að vinna í því að fara yfir þessi mál í ráðuneyti sínu.

Siv benti jafnframt annars þeim ágæta manni Árna Mathiesen á að framsóknarmenn væru seinþreyttir til vandræða og að við sýndum samstöðu í viðkvæmum málum. Það er heldur snautleg frammistaða að benda á bls. 362 í 2. hefti fjárlagafrumvarpsins og segja að þar sé gerð grein fyrir því hvernig þessum málum sé háttað, hvernig eigi að færa þessa fjármuni til og í hvaða tilgangi. En hafandi deginum áður veifað geislabaug á borð fyrir samflokksmenn og segja í raun ekki benda á mig.

Árni verður að svara því hvort hann sé tilbúinn til að falla frá sparnaðarkröfu á heilbrigðisráðuneytið og halda eigi bensínstyrknum inni? Það verður vandlega fylgst með næstu skrefum Árna Mathiesen í þessu máli.

Engin ummæli: