mánudagur, október 17, 2005

Útvíkkun Evrópska efnahagssvæðisins formlega tekin gildi.

Var að lesa á mbl.is að útvíkkun Evrópska efnahagssvæðisins hafi nú formlega tekið gildi. En Ítalía var síðasta landið til að fullgilda samninginn og því er EES nú sameiginlegt efnahagssvæði 28 Evrópuríkja með yfir 450 milljónir íbúa.

Stækkunarviðræðurnar sem hófust árið 2003 beindu sjónummanna í Evrópusambandinu í auknum mæli að EES-samstarfinu á ný og máti greina að mati embættismanna greinilegur vilji allra aðildarríkja til að tryggja áframhald samstarfsins í stækkuðu Evrópusambandi. Í stækkunarviðræðunum var m.a. samþykkt að koma á fót nýjum þróunarsjóði EFTA. Sjóðurinn er m.a. talin bjóða upp á aukin tækifæri fyrir samvinnuverkefni íslensks atvinnulífs.

Þessa sér stað nú þegar, en Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fer nú fyrir sendinefnd á leið til Póllands og sækir þar meðal annars ráðstefnu um Þróunarsjóð EFTA . Styrkir sjóðsins til verkefna í Póllandi verða á ári um 55 miljónir evra, eða sem svarar til liðlega 4 miljarða íslenskra króna. Fulltrúar 20 fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana héðan eru í för með ráðherra.

Engin ummæli: