föstudagur, desember 16, 2005

Framsóknarflokkurinn 89 ára.

Maddama Framsókn er 89 ára í dag, að því tilefni býður Félag ungra framsóknarmanna í Reykjanesbæ til tónleika með stórhljómsveitinni Hjálmum í kvöld.

Aldurstakmark er 16 ára og er frítt inn á tónleikana, já þið lesið rétt, það verður frítt inn.

Tónleikarnir verða haldnir húsnæði Bigga Guðna í Grófinni, Reykjanesbæ, þar sem bílasprautuverkstæði var til húsa og byrja Hjálmar að spila kl 22:00.

Um er að ræða vímulausa skemmtun þar sem öllu ungu fólki gefst kostur á að hlýða á tóna vinsælustu hljómsveitar Íslands.

Engin ummæli: