Nýtt Framsóknarfélag, Þjóðmálafélagið Akur, hefur verið stofnað í Reykjavík. Anna Kristindóttir hefur í fréttum látið hafa eftir sér að þessu nýja félagi sé ætlað að koma á öflugu félagsstarfi og sýna fram á að hægt sé að skiptast á skoðunum án þess að menn séu þá beinlínis í flokkadráttum sem gætu falið í sér að auka á deilur og tortryggni.
Þessu ber að fagna og hlakka ég til að fylgjast með framhaldinu.
En mig langar aðeins til að velta fyrir mér nafni þessa félags, Akur. Í orðabók Menningarsjóðs segir: 1 ræktað sáðland: kornakur, kartöfluakur; túnið er allt einn akur, þ.e. kafsprottið; afleidd eða huglæg merking er fara eins og logi yfir akur, þ.e. breiðast út mjög hratt (um frétt, farsótt o.fl.). 2 mergð, urmull.
Og nú er Akur orðið Þjóðmálafélag, það eru spennandi tímar framundan.
miðvikudagur, mars 22, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli