Flugsýningin í París 2005 – A380 og fleiri vélar.
miðvikudagur, júlí 19, 2006
þriðjudagur, júlí 18, 2006
miðvikudagur, júlí 12, 2006
Matarreikningar lækka.

Forsætisráðherra skipaði nefndina í upphafi ársins og í henni sitja fulltrúar stjórnvalda, vinnumarkaðarins og bænda. Megin verkefni hennar var að leggja fram tillögur um að lækka matvælaverð og færa það nær því sem gengur og gerist í nágrannalöndunum.
Nefndin koma saman í gær og líklega er það síðasti fundur nefndarinnar. Nú er verið að leggja lokahönd á skýrslu nefndarinnar, sem verður afhent forsætisráðherra á næstu dögum og í framhaldi af því kynnt opinberlega.
Eftir því sem næst verður komist náðist ekkert samkomulag um niðurfellingu tolla af innfluttum landbúnaðarvörum sem Alþýðusambandið ásamt fleirum í nefndinni hafa lagt mikla áherslu á að gert verði. Hins vegar verður sjónarmiðum nefndarmanna lýst í skýrslunni og gert ráð fyrir að með því verði lagður grunnur að áframhaldandi umræðu um málið. Það kemur því í hlut ríkisstjórnar og stjórnmálamanna að taka af skarið.
Hins vegar er samstaða um beinar tillögur sem eru í fjórum liðum: Vörugjald á matvælum verði lagt niður. Sú aðgerð mun hafa 0,6% áhrif á neysluvísitöluna eða lækka matarreikninginn um 22.000 á ári. Þá verða allar matvörur með 14% virðisaukaskatt. Nú bera um 20% matvara fullan virðisaukaskatt, það eru einkum gosdrykkir sælgæti og kex. Þessi breyting hefur 0,2% áhrif á vísistöluna. Þá verður virðisaukinn í veitingahúsageiranum einfaldaður og færður niður í 14%.
Samanlagt þýða þessar tillögur; niðurfellingu á vörugjöldum og breytingar á virðisaukaskattinum, að matarreikningur meðalfjölskyldu lækkar um 50.000 krónur á ári miðað við verðlag síðasta árs. Að lokum er samstaða um að hrófla ekki við matarskattinum svokallaða og að hann verði áfram 14%.
Í skýrslu nefndarinnar eru nefndar ýmsar aðrar leiðir til að lækka matarverðið meðal annars á sviði samkeppnismála.
Heimild: www.ruv.is
þriðjudagur, júlí 11, 2006
HM 2006.

Maður mótsins, Zidane. Enn á eftir að koma í ljós hvað gerðist, en hæfileikarnir eru miklir.

Flottir stuðningsmenn.
Og ekki eru úrslit alltaf í samræmi við væntingar, það er morgunljóst, ...
föstudagur, júlí 07, 2006
Sveitasetrið og ...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)