miðvikudagur, júlí 19, 2006

Flugsýningin í París 2005 – A380 og fleiri vélar.
Flughelgi á Akureyri 2006.
Góðverk Elisabetar.

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Airbus A-380.
Fyrir botni Miðjarðarhafs.

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Matarreikningar lækka.

Matarreikningur vísitölufjölskyldunnar lækkar um tæpar 50.000 krónur á ári ef tillögur matvælanefndar forsætisráðherra ná fram að ganga. Ekki er samkomulag um að fella niður tolla af innfluttum landbúnaðarvörum. Nefndin mun væntanlega skila forsætisráðherra niðurstöðum sínum á næstunni.

Forsætisráðherra skipaði nefndina í upphafi ársins og í henni sitja fulltrúar stjórnvalda, vinnumarkaðarins og bænda. Megin verkefni hennar var að leggja fram tillögur um að lækka matvælaverð og færa það nær því sem gengur og gerist í nágrannalöndunum.

Nefndin koma saman í gær og líklega er það síðasti fundur nefndarinnar. Nú er verið að leggja lokahönd á skýrslu nefndarinnar, sem verður afhent forsætisráðherra á næstu dögum og í framhaldi af því kynnt opinberlega.

Eftir því sem næst verður komist náðist ekkert samkomulag um niðurfellingu tolla af innfluttum landbúnaðarvörum sem Alþýðusambandið ásamt fleirum í nefndinni hafa lagt mikla áherslu á að gert verði. Hins vegar verður sjónarmiðum nefndarmanna lýst í skýrslunni og gert ráð fyrir að með því verði lagður grunnur að áframhaldandi umræðu um málið. Það kemur því í hlut ríkisstjórnar og stjórnmálamanna að taka af skarið.

Hins vegar er samstaða um beinar tillögur sem eru í fjórum liðum: Vörugjald á matvælum verði lagt niður. Sú aðgerð mun hafa 0,6% áhrif á neysluvísitöluna eða lækka matarreikninginn um 22.000 á ári. Þá verða allar matvörur með 14% virðisaukaskatt. Nú bera um 20% matvara fullan virðisaukaskatt, það eru einkum gosdrykkir sælgæti og kex. Þessi breyting hefur 0,2% áhrif á vísistöluna. Þá verður virðisaukinn í veitingahúsageiranum einfaldaður og færður niður í 14%.

Samanlagt þýða þessar tillögur; niðurfellingu á vörugjöldum og breytingar á virðisaukaskattinum, að matarreikningur meðalfjölskyldu lækkar um 50.000 krónur á ári miðað við verðlag síðasta árs. Að lokum er samstaða um að hrófla ekki við matarskattinum svokallaða og að hann verði áfram 14%.

Í skýrslu nefndarinnar eru nefndar ýmsar aðrar leiðir til að lækka matarverðið meðal annars á sviði samkeppnismála.
Heimild: www.ruv.is

þriðjudagur, júlí 11, 2006

HM 2006.


Maður mótsins, Zidane. Enn á eftir að koma í ljós hvað gerðist, en hæfileikarnir eru miklir.

Eins og ævinlega þá hélt maður með Englendingum til að byrja með, eða þar til að þeir duttu út fyrir Portúgölum. Englendingar voru reyndar ekki að spila neitt sérstaklega vel, vantar ævinlega eitthvað uppá. En það er merkilegt með þjóðarsálina ensku, líkir okkur Íslendingum, að væntingar eru alltaf umfram getu.


Flottir stuðningsmenn.

Og ekki eru úrslit alltaf í samræmi við væntingar, það er morgunljóst, ...


en sigrar þeim mun ánægulegri.

föstudagur, júlí 07, 2006

Sveitasetrið og ...

Mun nota helgina til að vera á Sveitasetrinu, en spáin lofar loksins þokkalegu sumri um helgina. En alla hina dagana lætur maður sig dreyma um ævintýraeyjuna!