laugardagur, október 07, 2006

Dagný hættir á þingi.

Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í þingkosningunum næsta vor. Hún tilkynnti þetta á aukakjördæmisþingi Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi sem haldið er á Djúpavogi um helgina.

Mér er minnisstæð fréttin er Dagný sat sína fyrstu þingsetningu, en þar sagði m.a.:

Setning Alþingis einkennist af gömlum hefðum og er með þjóðlegum brag. Dagný Jónsdóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins, mætti til þings í fyrsta skipti í gær þegar vorþing Alþingis var sett og lét ekki sitt eftir liggja að gera athöfnina sem hátíðlegasta. Dagný klæddist fögrum upphlut sem upphaflega var í eigu langömmu hennar og nöfnu, Dagnýjar Einarsdóttur (1901-1968).

"Dagurinn var frábær og tilfinningin ólýsanleg," segir Dagný.

"Stærsta stundin fannst mér þegar þjóðsöngurinn var sunginn í Dómkirkjunni."

Og í leiðara Morgunblaðsins nokkrum dögum síðar sagði:

"Þjóð, sem á ungan þingmann sem hefur þessa tilfinningu fyrir þinginu og þjóðsöngnum, hefur ekki misst tengslin við uppruna sinn og rætur. Þessi orð Dagnýjar Jónsdóttur hlýjuðu mörgum um hjartarætur og eru vonandi til marks um hverjum augum hennar kynslóð lítur þá arfleifð, sem hún er að byrja að taka við. "

Ég veit að Dagný mun nú takast á við ný og ögrandi verkefni í störfum sínum á nýjum vettvangi að loknum þessum þingvetri. Hún býr nú þegar yfir mikilli reynslu, sem mun nýtast henni til framtíðar.

Engin ummæli: