miðvikudagur, október 04, 2006
Stækkun Norðuráls.
Norðurál, dótturfélag Century Aluminium Company, hefur lokið gangsetningu allra kera í núverandi stækkunaráfanga álversins á Grundartanga. Vígsluathöfn var haldin af því tilefni þar í gær. Gert er ráð fyrir að stækkunin úr 90 þúsundum tonnum í 220 þúsund tonn verði komin í full afköst fyrir áramót. Við aukna framleiðslugetu álversins nú, sem nemur 130 þúsund tonnum, fjölgar starfsmönnum Norðuráls um 160 og eru þeir því nú 355. Þegar 260 þúsund tonna áfanga verður náð í lok næsta árs er áætlað að starfsmenn verði orðnir 410.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli