Farin að huga að haustverkunum á sveitasetrinu, fór í undirbúningsferð í dag. En tvær næstu helgar munu væntanlega verða gjörnýttar. En síðan verður sjálfsagt skotist nokkrum sinnum austur, svona til að fylgjast með að allt sé í lagi.
Haustið er líka undursamlegur tími. Hjá bændum í sauðfjárræktinni fer mikill tími í hrútasýningar, lambaskoðanir og að lokum myndasýningar þar sem bestu veturgömlu hrútarnir eru verðlaunaðir. Allt svo sem ósköp venjuleg haustverk til sveita.
sunnudagur, september 26, 2004
miðvikudagur, september 22, 2004
Samræðustjórnmál, upphaf nýrra hugmynda.
Viðskiptaráðuneytið hvetur til þess í fréttatilkynningu frá því í gær að ég og þú, fyrirtæki og stofnanir sendi ráðuneytinu umsögn um drög að frumvörpum um breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög. Drögin segja þeir í samræmi við skýrslu nefndarinnar um íslenskt viðskiptaumhverfi.
Í drögunum koma m.a. fram hugmyndir stjórnvalda að binda í lög reglur um starfskjör stjórnenda. Það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart er hafður er huga frægur föstudagur í nóvember mánuði í fyrra. Þá var dagskipunin að út af bankabókum skyldu allar eignir landsmanna í Kaupþingi-Búnaðarbanka. Það voru nákvæmlega kaupréttarsamningar tveggja lykilmanna hjá Kaupþingi-Búnaðarbankans, starfandi stjórnarformanns og forstjóra fyrirtækisins. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti þá þegar yfir að skoðað verði hvort að mögulegt sé að setja reglur um viðmið sem farið sé eftir við gerð ráðningarsamninga æðstu stjórnenda fyrirtækja á markaði.
Í drögunum er m.a. lagt er til að stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga með fleiri en fjóra hluthafa verði skylt að fá samþykki hluthafafundar á starfskjarastefnu fyrir stjórnendur, þar á meðal varðandi kaupréttarsamninga, árangurstengdar greiðslur, hlunnindi, uppsagnarfrest og starfslokasamninga. Jafnframt er mælt með því að starfskjarastefnan verði leiðbeinandi fyrir stjórnir, en þeim verði skylt að greina frá því ef vikið er frá stefnunni og rökstyðja ástæður þess. Starfskjarastefnan sé rædd á aðalfundi ár hvert og skulu hluthafar upplýstir um stefnuna eða helstu atriði hennar, sem og áætlaðan kostnað vegna kaupréttaráætlana sem samþykkja skal á fundinum. Á aðalfundi skal stjórn einnig gera hluthöfum grein fyrir starfskjörum þeirra stjórnenda sem hún ræður.
En í sjálfu sér má spyrja hvort að ekki hefði verið nauðsynlegt að efna til samræðu um t.d. þennan þátt, þ.e. starfskjarastefnu, í frumvarpsdrögunum, við gerð skýrslunnar. Starfskjarastefna fyrir stjórnendur sem á að vera rædd á aðalfundi, árlega og vera leiðbeinandi, mun verða miðmið a.m.k. innan fyrirtækisins, ef ekki víðar, sbr. fámennið hér á landi. Hefðu t.d. landssamtök eins og Heimili og skóli ekki áhuga á því að koma að þessari umræðu, og hefði ekki verið þörf á því að hleypa öðrum slíkum aðilum að samræðunni er skýrslan var í vinnslu.
En okkur gefst þó nú tími til 5. október nk. að senda umsagnir um drögin að frumvörpum um breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög. Og er ástæða til að hvetja alla til að taka þátt í þeirri samræðu, hver veit nema að nýjar hugmyndir komi fram.
Í drögunum koma m.a. fram hugmyndir stjórnvalda að binda í lög reglur um starfskjör stjórnenda. Það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart er hafður er huga frægur föstudagur í nóvember mánuði í fyrra. Þá var dagskipunin að út af bankabókum skyldu allar eignir landsmanna í Kaupþingi-Búnaðarbanka. Það voru nákvæmlega kaupréttarsamningar tveggja lykilmanna hjá Kaupþingi-Búnaðarbankans, starfandi stjórnarformanns og forstjóra fyrirtækisins. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti þá þegar yfir að skoðað verði hvort að mögulegt sé að setja reglur um viðmið sem farið sé eftir við gerð ráðningarsamninga æðstu stjórnenda fyrirtækja á markaði.
Í drögunum er m.a. lagt er til að stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga með fleiri en fjóra hluthafa verði skylt að fá samþykki hluthafafundar á starfskjarastefnu fyrir stjórnendur, þar á meðal varðandi kaupréttarsamninga, árangurstengdar greiðslur, hlunnindi, uppsagnarfrest og starfslokasamninga. Jafnframt er mælt með því að starfskjarastefnan verði leiðbeinandi fyrir stjórnir, en þeim verði skylt að greina frá því ef vikið er frá stefnunni og rökstyðja ástæður þess. Starfskjarastefnan sé rædd á aðalfundi ár hvert og skulu hluthafar upplýstir um stefnuna eða helstu atriði hennar, sem og áætlaðan kostnað vegna kaupréttaráætlana sem samþykkja skal á fundinum. Á aðalfundi skal stjórn einnig gera hluthöfum grein fyrir starfskjörum þeirra stjórnenda sem hún ræður.
En í sjálfu sér má spyrja hvort að ekki hefði verið nauðsynlegt að efna til samræðu um t.d. þennan þátt, þ.e. starfskjarastefnu, í frumvarpsdrögunum, við gerð skýrslunnar. Starfskjarastefna fyrir stjórnendur sem á að vera rædd á aðalfundi, árlega og vera leiðbeinandi, mun verða miðmið a.m.k. innan fyrirtækisins, ef ekki víðar, sbr. fámennið hér á landi. Hefðu t.d. landssamtök eins og Heimili og skóli ekki áhuga á því að koma að þessari umræðu, og hefði ekki verið þörf á því að hleypa öðrum slíkum aðilum að samræðunni er skýrslan var í vinnslu.
En okkur gefst þó nú tími til 5. október nk. að senda umsagnir um drögin að frumvörpum um breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög. Og er ástæða til að hvetja alla til að taka þátt í þeirri samræðu, hver veit nema að nýjar hugmyndir komi fram.
þriðjudagur, september 14, 2004
Vatnajökulsþjóðgarður; 1. áfangi.
Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, undirritaði ásamt forsvarsmönnum Skaftárhrepps og Sveitarfélagsins Hornafjarðar, yfirlýsingu sl. sunnudag sem verður stækkun Skaftafellsþjóðgarðs. En ríkisstjórn Íslands hafði nýlega samþykkti tillögu Sivjar Friðleifsdóttur um að fyrsti áfangi í stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs verði stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli. Með þessari stækkun verður þjóðgarðurinn í Skaftafelli 4.807 km2 og nær til svæðis sem nemur um 57% af Vatnajökli auk Lakagígasvæðisins. Áfangi þessi markar tímamót á alþjóðavísu, því hér er stærsti þjóðgarður í Evrópu að fæðast.
Framtíðarsýn ráðherrans er að Þjóðgarðurinn Vatnajökull (eða Vatnajökulsþjóðgarður) nái stranda á milli, allt frá Öxarfirði í norðri til sjávar í suðri þar sem jökulhettan sjálf væri hjartað eða kjarninn rétt sunnan við miðjuna. Slíkur þjóðgarður hefði þvílíka sérstöðu, sökum mikilla náttúruverðmæta, að hann færi auðveldlega inn á Heimsminjaskrá UNESCO og yrði einn mikilvægasti og stórfenglegasti þjóðgarður veraldar og tvímælalaust með þeim markverðustu á sviði jarðfræði og landmótunar.
Á vegum umhverfisráðuneytisins verður áfram unnið að því að jökullinn í heild verði innan þjóðgarðs og jafnframt verður unnið að verndun svæða norðan Vatnajökuls í samræmi við tillögur nefndar sem skilað var til ráðuneytisins í maí sl. um verndun svæðisins.
Þar er m.a. lagt til að flokkun verndarsvæðisins með hliðsjón af verndarmarkmiðum og landnýtingu verði ákveðin skv. alþjóðlegum skilgreiningum, þ.e. flokkun Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) um vernduð svæði og hafa þegar verið unnin frumdrög að slíkri flokkun fyrir þjóðgarðssvæðið í heild.
Samhliða ákvörðun um stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls þarf að ákveða lágmarksuppbyggingu aðstöðu á vegum þjóðgarðsins til þess að mæta umferð gesta um svæðið. Slík uppbygging er forsenda fyrir stofnun þjóðgarðsins. Áætlaður kostnaður við slíka uppbyggingu nemur um 600 milljónum króna. Áætlaður rekstrarkostnaður þjóðgarðs norðan Vatnajökuls er um 130 milljónir króna á ári.
Óháðir aðilar meta það svo að verði farið að tillögum um þjóðgarð norðan Vatnajökuls og í þá uppbyggingu sem lagt er til megi gera ráð fyrir að lágmarki 1,5 - 2,0% aukningu ferðamanna hingað til lands. Þetta gæti svarað til hækkunar gjaldeyristekna um 1,2 - 1,5 milljarða króna á ári. Þar af mætti ætla að um 700 milljónir kæmu inn á svæðið í auknum tekjum árlega. Ennfremur er því spáð að ferðamönnum muni fjölga um 5% til viðbótar verði stofnaður Vatnajökulsþjóðgarður sem nái til alls jökulsins og svæða norðan og sunnan hans. Þetta gæti þýtt um 32 þúsund fleiri ferðamenn og viðbótargjaldeyristekjur upp á um 4 milljarða króna.
Framtíðarsýn ráðherrans er að Þjóðgarðurinn Vatnajökull (eða Vatnajökulsþjóðgarður) nái stranda á milli, allt frá Öxarfirði í norðri til sjávar í suðri þar sem jökulhettan sjálf væri hjartað eða kjarninn rétt sunnan við miðjuna. Slíkur þjóðgarður hefði þvílíka sérstöðu, sökum mikilla náttúruverðmæta, að hann færi auðveldlega inn á Heimsminjaskrá UNESCO og yrði einn mikilvægasti og stórfenglegasti þjóðgarður veraldar og tvímælalaust með þeim markverðustu á sviði jarðfræði og landmótunar.
Á vegum umhverfisráðuneytisins verður áfram unnið að því að jökullinn í heild verði innan þjóðgarðs og jafnframt verður unnið að verndun svæða norðan Vatnajökuls í samræmi við tillögur nefndar sem skilað var til ráðuneytisins í maí sl. um verndun svæðisins.
Þar er m.a. lagt til að flokkun verndarsvæðisins með hliðsjón af verndarmarkmiðum og landnýtingu verði ákveðin skv. alþjóðlegum skilgreiningum, þ.e. flokkun Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) um vernduð svæði og hafa þegar verið unnin frumdrög að slíkri flokkun fyrir þjóðgarðssvæðið í heild.
Samhliða ákvörðun um stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls þarf að ákveða lágmarksuppbyggingu aðstöðu á vegum þjóðgarðsins til þess að mæta umferð gesta um svæðið. Slík uppbygging er forsenda fyrir stofnun þjóðgarðsins. Áætlaður kostnaður við slíka uppbyggingu nemur um 600 milljónum króna. Áætlaður rekstrarkostnaður þjóðgarðs norðan Vatnajökuls er um 130 milljónir króna á ári.
Óháðir aðilar meta það svo að verði farið að tillögum um þjóðgarð norðan Vatnajökuls og í þá uppbyggingu sem lagt er til megi gera ráð fyrir að lágmarki 1,5 - 2,0% aukningu ferðamanna hingað til lands. Þetta gæti svarað til hækkunar gjaldeyristekna um 1,2 - 1,5 milljarða króna á ári. Þar af mætti ætla að um 700 milljónir kæmu inn á svæðið í auknum tekjum árlega. Ennfremur er því spáð að ferðamönnum muni fjölga um 5% til viðbótar verði stofnaður Vatnajökulsþjóðgarður sem nái til alls jökulsins og svæða norðan og sunnan hans. Þetta gæti þýtt um 32 þúsund fleiri ferðamenn og viðbótargjaldeyristekjur upp á um 4 milljarða króna.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)