sunnudagur, september 26, 2004

Haustverk á sveitasetrinu.

Farin að huga að haustverkunum á sveitasetrinu, fór í undirbúningsferð í dag. En tvær næstu helgar munu væntanlega verða gjörnýttar. En síðan verður sjálfsagt skotist nokkrum sinnum austur, svona til að fylgjast með að allt sé í lagi.

Haustið er líka undursamlegur tími. Hjá bændum í sauðfjárræktinni fer mikill tími í hrútasýningar, lambaskoðanir og að lokum myndasýningar þar sem bestu veturgömlu hrútarnir eru verðlaunaðir. Allt svo sem ósköp venjuleg haustverk til sveita.

Engin ummæli: