Athygli hefur vakið sérlega tortryggileg herferð Og Vodafone á síðum dagblaðanna undanfarið. Er helst að skilja á þessum áróðri að Og Vodafone ætli sér að fá allt fyrir ekki neitt. Það er sérlega eftirtektarvert að sjá Baug í þessum auglýsingum höfða til landsbyggðarfólks. Fram hefur komið að Og Vodafone eru ekki á móti því að einkavæða Landssíma Íslands, hafa jafnvel talið þarft að flýta því ferli. En Og Vodafone eru á því að skilja eigi svokallað grunnnet frá við sölu símans og selja það sérstaklega. Hvaða hagsmunir liggja þar að baki? Er ekki nauðsynlegt að tryggja frjálsa samkeppni í fjarskiptum á Íslandi?
Fjarskiptafyrirtæki hafa víðast hvar í Evrópu verið seld úr ríkiseigu. Í því ferli hafa grunnnet hvergi verið aðskilin af þeirri ástæðu að hvergi var sú leið talin heppileg eða skynsamleg, hvorki fyrir fjarskiptamarkaðinn né neytendur. Gert er ráð fyrir samkeppni í rekstri grunnneta á EES-svæðinu, en auk grunnnets Símans reka Orkuveita Reykjavíkur, Og Vodafone og Fjarski svæðisbundin grunnnet. Ríkisrekið grunnnet væri því í beinni samkeppni við aðra rekstraraðila og engan veginn hægt að tryggja viðskipti annarra rekstraraðila við slíkt net. Sem dæmi má nefna að 365-ljósvakamiðlar hafa sagt upp samningi við Skjá 1 um dreifingu á svokölluðu örbylgjudreifikerfi. Þar hljóta markaðs- og rekstrarleg sjónarmið að búa að baki. Því er spurningin hvort að Póst- og fjarskiptastofnun eigi að grípa hér inn í og meta hvort að um málefnalegar forsendur sé að baki þessari ákvörðun 365-ljósvakamiðla?
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði í ræða á Viðskiptaþingi fyrir stuttu: „Markmið íslenskra stjórnvalda með sölu á hlut sínum í Símanum eru skýr: að auka samkeppni á fjarskiptamarkaði enn frekar og bæta þannig hag neytenda. Til að þessi markmið megi nást er virkt eftirlit algert skilyrði. Þurfi að styrkja það frekar til að eyða tortryggni gagnvart markaðsráðandi aðila sem starfrækir grunnnet, þá tel ég rétt að skoða það sérstaklega.“ Rekstraraðili gunnnets þarf að standa undir fjárfestingum vegna tæknilegrar uppbyggingar til að koma til móts við hraða vöruþróun og auknar kröfur neytenda. Agi markaðarins hefur þau áhrif á þjónustufyrirtæki, sem á allt undir neytandanum, að þau eru betur til þess fallinn að byggja upp en rekstraraðili í eigu hins opinbera.
Farsímaþjónusta t.d. flokkast ekki undir alþjónustu og stjórnvöld geta því ekki lagt kvaðir á Símann um uppbyggingu þess. Því hefur Halldór Ásgrímsson sagt að ríkið ætli að nota um 800 milljónir af þeim peningum sem fást við sölu Landssímans til að byggja upp GSM-farsímakerfið við þjóðvegi landsins.
„Ætli þeir geri það nokkurn tímann hjá Og Vodafone“?
föstudagur, febrúar 18, 2005
sunnudagur, febrúar 13, 2005
Þorrablót í Hvalfirði og ánægjulegasti dagur ársins.
Það var sérlega ánægilegt að sitja í góðra manna hópi í gær á Hótel Glym í Hvalfirði. Maturinn frábær, skemmtiatriðin góð, áttu einstaka þátttakendur þar tvímælalaust leiksigra lífsins. Held ég hafi rétt eftir sumum að söngferill taki við af þingmannsferli, ekki spurning, salurinn var með þeim og fólkið úti örugglega tilbúið að kjósa þá.
Dagurinn í dag er auðvitað flottasti dagur ársins, þakka fyrir margar góðar kveðjur og rósir!! Tvímælalaust ánægjulegasti dagur ársins.
Dagurinn í dag er auðvitað flottasti dagur ársins, þakka fyrir margar góðar kveðjur og rósir!! Tvímælalaust ánægjulegasti dagur ársins.
fimmtudagur, febrúar 10, 2005
Verðbólgan; efri mörkin rofin.
Hagstofan birti í morgun vísitölu neysluverðs fyrir febrúar. Mældist hún 239,7 stig og hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 4,5% og hefur því rofið efri mörk verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn þarf því að gera ríkisstjórninni opinberlega grein fyrir ástæðum þess að efri mörkin voru rofin og leiðum til úrbóta.
Hvað gera bændur nú?
Hvað gera bændur nú?
þriðjudagur, febrúar 08, 2005
Saltkjöt og baunir.
Því er ekki logið upp á okkur Íslendinga að matarhefðir og meðferð matvæla eru hluti af okkar arfleifð og lífsstíl. Við hertum, kæstum, reyktum og súrsuðum okkar fisk eða kjöt til matar yfir vetrarmánuðina, þegar óhægt var um venjulegt ferskmeti.
Þessa dagana höldum við í heiðri allri þessa þjóðlegu menningu með miklu áti og velgjörðum, svo er það auðvitað BÓNUS, á allt saman, að fá sprengidag inn í þorra.
Gaman af þessu.
Þessa dagana höldum við í heiðri allri þessa þjóðlegu menningu með miklu áti og velgjörðum, svo er það auðvitað BÓNUS, á allt saman, að fá sprengidag inn í þorra.
Gaman af þessu.
fimmtudagur, febrúar 03, 2005
Líffæragjöf.
Mér var send í gær ályktun frá Sambandi ungra framsóknarmanna, þar sem segir:
„Skorað er á Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, að skoða í samstarfi við aðra ráðherra sem málið heyrir undir, hvort ekki sé hægt að útbúa upplýst samþykki landsmanna fyrir líffæragjöf. Í þessu sambandi mætti t.d. líta til þeirrar framkvæmdar sem tíðkast í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna en þar er tekið fram á ökuskírteini viðkomandi hvort líffæragjöf er samþykkt.“
Það er þarft að ungt fólk myndi sér skoðun á þessu máli.
Það var ánægjulegt að lesa í FRÉTTABLAÐINU um bata ungrar konu, Írisar Arnlaugsdóttur, en hún var 16 ára þegar hún fór að finna fyrir versnandi sjón, sem við rannsóknir reyndist vera af völdum augnsjúkdóms sem er arfgengur og landlægur hér.
Tíu árum síðar var skipt um hornhimnu í öðru auga hennar. Þá var sjónin komin niður fyrir 20%. Í dag stundar hún háskólanám, er algjör lestrarhestur og sér „meira að segja í lit,“ eins og hún orðar það.
Á öðrum stað er fjallað um mikinn skort á gjafaaugum hér á landi, svo hægt sé að framkvæma nauðsynlegar hornhimnuaðgerðir á ungu fólki sem þjáist af ættgengum sjúkdómi sem leiðir til blindu. Sem hugsanlega skýringu er nefnt að það geti að hluta til stafað af því að á líffæragjafakortum, sem Landlæknisembættið gefur út og fólk getur gefið ýmsa líkamshluta að sér látnu, er ekki getið um augu.
Af þessu má sjá að hér þarf úrbóta við.
„Skorað er á Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, að skoða í samstarfi við aðra ráðherra sem málið heyrir undir, hvort ekki sé hægt að útbúa upplýst samþykki landsmanna fyrir líffæragjöf. Í þessu sambandi mætti t.d. líta til þeirrar framkvæmdar sem tíðkast í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna en þar er tekið fram á ökuskírteini viðkomandi hvort líffæragjöf er samþykkt.“
Það er þarft að ungt fólk myndi sér skoðun á þessu máli.
Það var ánægjulegt að lesa í FRÉTTABLAÐINU um bata ungrar konu, Írisar Arnlaugsdóttur, en hún var 16 ára þegar hún fór að finna fyrir versnandi sjón, sem við rannsóknir reyndist vera af völdum augnsjúkdóms sem er arfgengur og landlægur hér.
Tíu árum síðar var skipt um hornhimnu í öðru auga hennar. Þá var sjónin komin niður fyrir 20%. Í dag stundar hún háskólanám, er algjör lestrarhestur og sér „meira að segja í lit,“ eins og hún orðar það.
Á öðrum stað er fjallað um mikinn skort á gjafaaugum hér á landi, svo hægt sé að framkvæma nauðsynlegar hornhimnuaðgerðir á ungu fólki sem þjáist af ættgengum sjúkdómi sem leiðir til blindu. Sem hugsanlega skýringu er nefnt að það geti að hluta til stafað af því að á líffæragjafakortum, sem Landlæknisembættið gefur út og fólk getur gefið ýmsa líkamshluta að sér látnu, er ekki getið um augu.
Af þessu má sjá að hér þarf úrbóta við.
Verst að fá heilablóðfall í febrúar.
Var að lesa frétt í Morgunblaðinu þar sem er greint frá niðurstöðum sænskrar rannsóknar, þar sem segir að „fólk sem fær heilablóðfall í febrúar er líklegra til þess að látast af völdum sjúkdómsins en þeir einstaklingar sem fá hann á öðrum tímum ársins“.
En þessu veldur að yfir vetrartímann, þegar hitastig er lágt, er blóðþrýstingur manna hærri og fólki því hættara við sýkingum. Þetta eru mögulegir skýringarþættir þegar kemur að því að skýra hvers vegna fleiri látast af völdum heilablóðfalls yfir vetrartímann, segir í fréttinni.
En þessu veldur að yfir vetrartímann, þegar hitastig er lágt, er blóðþrýstingur manna hærri og fólki því hættara við sýkingum. Þetta eru mögulegir skýringarþættir þegar kemur að því að skýra hvers vegna fleiri látast af völdum heilablóðfalls yfir vetrartímann, segir í fréttinni.
Meirihluti ætlar að stunda líkamsrækt.
Það eru um 79% þjóðarinnar sem segjast ætla að stunda líkamsrækt reglulega á árinu 2005. En um 64% segjast hafa reglulega stundað líkamsrækt á síðastliðnu ári. Þessar upplýsingar koma fram í Þjóðarpúls GALLUP fyrir janúar.
Því yngra sem fólk er því líklegra er að það ætli að stunda líkamsrækt reglulega, en um 88% fólks á aldrinum 18 til 34 ára.
Fólk á höfuðborgarsvæðinu ætlar að stunda líkamsrækt reglulega í meiri mæli á árinu en fólk á landsbyggðinni og háskólamenntað fólk segist frekar ætla að stunda líkamsrækt en þeir sem hafa minni menntun.
Því yngra sem fólk er því líklegra er að það ætli að stunda líkamsrækt reglulega, en um 88% fólks á aldrinum 18 til 34 ára.
Fólk á höfuðborgarsvæðinu ætlar að stunda líkamsrækt reglulega í meiri mæli á árinu en fólk á landsbyggðinni og háskólamenntað fólk segist frekar ætla að stunda líkamsrækt en þeir sem hafa minni menntun.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)