sunnudagur, febrúar 13, 2005

Þorrablót í Hvalfirði og ánægjulegasti dagur ársins.

Það var sérlega ánægilegt að sitja í góðra manna hópi í gær á Hótel Glym í Hvalfirði. Maturinn frábær, skemmtiatriðin góð, áttu einstaka þátttakendur þar tvímælalaust leiksigra lífsins. Held ég hafi rétt eftir sumum að söngferill taki við af þingmannsferli, ekki spurning, salurinn var með þeim og fólkið úti örugglega tilbúið að kjósa þá.

Dagurinn í dag er auðvitað flottasti dagur ársins, þakka fyrir margar góðar kveðjur og rósir!! Tvímælalaust ánægjulegasti dagur ársins.

2 ummæli:

Ellan sagði...

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ÞITT Í GÆR;)
VONA AÐ ÞÚ HAFIR ÁTT GÓÐAN DAG..

Einar Gunnar sagði...

Takk fyrir það Ella Þóra.