Mun taka þátt í deildarkeppninni í skák um helgina. Er að vísu í liði í 4. deild og mun flakka á milli 2. og 3. borðs eftir hentugleika. Það er því engin Íslandsmeistaratitill í hyllingum hjá mér, heldur er þetta spurning um að vera með!!
Nú er um að gera að dusta rykið af Tarrasch-, Petrov's-vörninni og einhverju heimabruggi til viðbótar, tefla hvasst og máta andstæðinginn, eða þá svíða í endatafli.
Allir áhugamenn um skák hvattir til að líta við í Menntaskólanum í Hamrahlíð.
fimmtudagur, mars 03, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli