Af einhverjum ástæðum fékk undirritaður frí í vinnunni í gær. Ástæður þessa eru líklega margvíslegar, kannski helst sú að vinnuframlagið síðustu daga hefur verið óhóflegt, svo að ég tali hreint út.
Var því lagt yfir Hellisheiði og ekki lynt látum fyrir en komið var að Sveitasetrinu. Hann var heldur kaldur í gær, en gott var það, að komst út úr skarkala bæjarins og njóta þagnarinnar og kyrrðar.
Hlakka mikið til vorsins, þá verður enn skemmtilegra að fara austur og njóta þessa alls.
þriðjudagur, mars 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli