Athygli vekur að á þingi Samfylkingarinnar um liðna helgi skyldi svo hressilega flæða undan góðum sigri nýkjörins formanns flokksins Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að aðeins einn af hverjum hundrað flokksmanna skyldu velja að ganga „gönguna miklu“ til enda. Voru ekki allir svo glaðir?
Á meðan Ingibjörg talaði um mikilvægi þess að lýðræðið væri hugsjón um að einstaklingarnir geti mótað samfélag sitt og sína eigin tilveru, í lokaorðum sínum á þinginu, kjósa 412 til formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hvað hafði orðið af öllum þeim 839 þingfulltrúa sem kusu t.d. í varaformannskjörinu? Í verkalýðsmálanefnd flokksins eru það 235 þingfulltrúar sem kjósa, hvað gerðist eiginlega?
En Ingibjörg Sólrún lét sér hvergi bregða, heldur brýndi fyrir þingfulltrúum að Samfylkingin treysti almennum flokksmönnum til að meta hvað væri best fyrir flokkinn. Horfa yrði til þess að þriðjungur flokksmanna vildi aðra niðurstöðu en varð ofan á í formannskjörinu, en að þeir hafi samt ástæðu til að gleðjast vegna þess að lýðræðið virkaði og að þess vegna væru samfylkingarmenn svona glaðir á þessu þingi.
Áfram heldur hún „göngunni miklu“ og leggur mikið uppúr að lífsviðhorf og verðleikar séu virtir án tillits til uppruna, félagslegrar stöðu eða kynferðis. Að fólk þurfi ekki að eiga rétt sinn og stöðu undir stofnunum, valdhöfum, kenjum og klíkum, og af öllu þessu sé klíkurnar verstar.
En hvaða klíku var Guðmundur Árni Stefánsson að lýsa í bréfi til Ingibjargar Sólrúnar þegar skila átti tillögum utanríkismálahópsins til stýrihóps Ingibjargar. Guðmundur Árni tekur fram í bréfinu að honum sé alls kostar ekki sama hvernig sé farið með niðurstöður undirhópsins er hann sat í og telji mjög varhugavert að framselja það vald í hendur svokallaðs stýrihóps. Hann hafi auk þess enga aðild að honum og því síður að hann viti hvernig staðið hafi verið skipun hans. Getur þetta verið lýsing á lítilli klíku?
Og hvað með allan þann hóp sem var gengin úr sveitinni, eftir sátu 230 hræður af þeim 12.015 sem kusu í formannskjöri Samfylkingarinnar, 230 hræður af rúmum 20.000 félagsmönnum Samfylkingarinnar, eða 1% félagsmanna, klíka? Ingibjörg fullyrðir að Samfylkingin hafi tekið afstöðu gegn klíkum og kenjum valdhafa, en með lýðræðinu.
Sparsl í sárustu sprungurnar í hennar eigin vinnubrögðum duga samt ekki, það sanna alvarlegar ásakanir Guðmundar Árna Stefánssonar sem hann lýsir sem langt í frá gagnsætt ferli eða lýðræðislegt. Hún vill sem sé frekar velja sér félaga og ráða lögum og lofum án tillits til hins lýðræðislega vilja fólksins í landinu eða kjörinna fulltrúa.
Var Guðmundur Árni kannski ekki heppilegur talsmaður skuggaráðuneytis Samfylkingarinnar í utanríkismálum og því nauðsynlegt að stofna nýtt líkt og nýkjörinn formaður hefur boðað.
miðvikudagur, maí 25, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli