Það var fyrir um 30 árum sem hugmyndin kom fyrst fram á félagsfundi Framfarafélagsins í Málvík. Hún þótti strax mjög góð, og að nauðsynlegt væri að grípa þetta stórkostlega tækifæri sem væntanleg samskipti við hin nýja heim myndu hafa í för með sér. Gagnrýnisraddirnar voru þó fljótar að láta í ljós álit sitt, fáar að vísu, en háværar og höfðu góðan aðgang að fjölmiðlum.
Framfarafélagið hélt þó ótrautt áfram sinni baráttu við að þróa hugmyndina og laugardaginn 17. apríl, árið 2004, samþykkti félagið að standa að stofnun og rekstri PLANET MARZ. Samþykkt tillögunar á sínum tíma fór eins og eldur um sinu um gjörvalla heimsbyggðina ekki síst vegna óvissunnar er var mikil ennþá um samskipti við nýja nágranna.
Í Málvík upphófst nýtt framfararskeið, bjartsýnin var mikil og strax á framkvæmdatímanaum varð PLANET MARZ stærsti vinnuveitandinn í bæjarfélaginu og máttarstólpi. Nágranarsveitarfélögum Málvíkur þótti í framhaldi af þessu mikilvægt og nauðsynlegt að sameinast Málvík, sem og varð til að styrkja og efla mótvægið við höfuðborgarsvæðið. Stjórnvöld voru að vísu að hvetja til sameiningar sveitarfélaga í landinu á þessum tíma, en í dag má fullyrða að framsýni og hugmyndaauðgi félagsmanna Framfarafélagsins hafi haft gríðarleg áhrif hér á.
PLANET MARZ var ætlað að vera hvíldar- og afþreyingarmiðstöð fyrir Marsbúa hér á jörðinni, þó enn væri óvíst að könnunarför jarðarbúa til Mars myndu á þessum tímapunkti skila árangri. Tekist hafði að senda myndir til jarðar, en mikil óvissa um hvort þar fyrirfyndist eitthvert líf. Mannað far hafði ekki enn verið sent til plánetunnar.
En framsýni og trú fólksins í Málvík á sjálfu sér hafði úrslitaárhrif og það nýti þau stórkostlegu tækifæri sem myndu gefast með væntanlegum samskiptum við hin nýja heim. Það voru ekki margir sem sáu fyrir sér að í Málvík myndu eðlis-og stjörnufræðingar eða flugumferðarstjórar verða bráðnauðsynlegir, en sú varð raunin. Málvík hefur verið til dagsins í dag komu- og brottfararmiðstöð Marsbúa til og frá jörðinni. Og margfeldisáhrifin af hvíldar- og afþreyingarmiðstöðinni skapað þúsundir starfa á öllum sviðum á þeim árum sem liðið hafa.
Allt of mörg vænleg tækifæri, höfðu tapast frá Málvík á árunum fyrir 2004 og félagsmönnum í Framfarafélaginu fannst því skylda og hlutverk sitt að taka af skarið. Sanna að til væri hópur fólks sem væri óhrætt að takast á við framtíðina og styrkja um leið byggðalagið. Þeir aðilar sem gagnrýndu hugmyndina strax í upphafi og reyndu að koma í veg fyrir hana, eru í dag löngu þagnaðir. Framfarafélagið í Málvík hóf á sínum tíma FRAMSÓKN til heilla fyrir jarðar- og marsbúa, sem stendur enn.
──────────
Höfundur: Apríl.
þriðjudagur, maí 17, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli