BA mun ekki reka skrifstofu hér, farmiðarnir verða einungis seldir á vefsíðu þeirra, www.ba.com og þar geta farþegar sjálfir valið sér sæti í vélinni og síðan prentað út brottfararspjald sem flýtir fyrir við innritun í flugið.
Til að kynna sína vöru bjóða BA fyrstu tuttuguþúsund farþegunum helmings afslátt af fargjöldunum sem gildir fyrir flug fram í lok ágúst. „Megnið af viðskiptavinunum verða að öllum líkindum farþegar frá Bretlandi, einfaldlega vegna þess að það er mun stærri markaður,” sagði Sam Heine viðskiptastjóri BA á Norðurlöndum á blaðamannafundi í morgun.
„Við bjóðum upp á fulla þjónustu við okkar farþega, matur og drykkir áfengir og óáfengir eru innifaldir,” sagði Heine. Hann sagði að íslenski markaðurinn væri aðlaðandi fyrir BA því hér væru svo margir nettengdir. „Við erum ekki smeyk við samkeppnina, hún er góð fyrir viðskiptavininn sem fær aukið val á flugum og góð verð,” sagði Heine.
BA notar Boeing 737-400 á flugleiðinni og Heine sagðist fullviss um að margir Íslendingar myndu kjósa að fljúga með BA því þó að verðið væri kannski á svipuðum nótum og hjá öðrum flugfélögum eftir að kynningartilboðinu lýkur þá gætu BA boðið upp á góða þjónustu á vefnum og um borð í vélunum.
Fyrsta vélin lendir klukkan 9.45 þann 26. mars, verð á fari fram og tilbaka eftir að tilboði lýkur verður 22,900 kr. með sköttum. Boðið verður upp á tvö farrými og kostar farið á dýrara farrýminu 67,360 með sköttum.
Nú er þetta ekki í fyrsta sinn sem BA reynir fyrir sér á íslenskum ferðamarkaði því flugfélagið GO reyndi fyrir sér á þessari flugleið fyrir nokkrum árum, hver er munurinn á þessari tilraun? „GO var dótturfélag BA sem var lággjaldaflugfélag sem við reyndar seldum síðan með góðum hagnaði, en BA stefnir á að þjóna þessum markaði allt árið og lítum á það sem ákveðna skuldbindingu,” sagði Heine
Heimild: mbl.is
- - - - -Verð að segja að þessar fréttir kæta mig mikið, enda um fyrstaflokks flugfélag að ræða. Veit a.m.k. af einni ferð sem ég fer í sumar, jæja svona helmingslíkur á henni vona ég.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli