Mikil hátíðahöld eru í Salzborg í Austurríki í dag þegar þess er minnst að í dag eru 250 ár liðin frá því að tónsnillingurinn Wolfgang Amadus Mozart fæddist. Borgaryfirvöld hafa eytt hundruðum miljóna króna í að gera upp söfn borgarinnar, í sýningar og viðamikið tónleikahald. Mozarthátíðin á að standa í eitt ár.
Í tilefni dagsins hafa fjölmargar sjónvarpsstöðvar sameinast um útsendingu helgaða tónskáldinu. Útsendingin varir í 24 tíma og hófst í Sjónvarpinu nú klukkan 7. Sjónvarpið sendir út frá hátíðinni til klukkan 15 í dag, og svo aftur frá miðnætti til morguns. Klukkan tólf á hádegi verður bein útsending frá tónleikum sem fara fram í Forboðnu borginni í Peking. (Heimild: ruv.is)
Hér fylgir einnig með texti á ensku sem er með tengingar á mjög góðar upplýsingasíður.
Wolfgang Amadeus Mozart, the genius musician, was born 250 years ago today and the world is celebrating his birth and his music. In Salzburg, where he was born, dignitaries from around the globe will attend a giant birthday bash this evening. Over the next year, Salzburg will host 260 all-Mozart concerts and 55 Masses devoted to his sacred music. In New York this evening, the Philharmonic will debut a three-week "Magic of Mozart" tribute, and the Metropolitan Opera will present a production of The Magic Flute.
föstudagur, janúar 27, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli