Ríkisstjórnarflokkarnir hafa náð saman um breytingarnar á fjölmiðlafrumvarpinu er varða annars vegar að óheimilt verði að veita fyrirtæki útvarpsleyfi ef annað fyrirtæki á meira en 35% eignarhlut í því. Hins vegar að núverandi útvarpsleyfum verði leyft að renna út gildistíma sinn, þó þannig að ekkert þeirra renni út fyrr en eftir tvö ár þegar lögin taka gildi.
Von er að spurt sé hvort að þessar breytingar gangi nógu langt. Össur Skarphéðinsson fullyrðir að þessar breytingar gangi skemur en vænst hefði mátt eftir yfirlýsingar framsóknarmanna? Það má telja harla ólíklegt að sá annars ágæti þingmaður hafi nokkuð í höndunum um það hverju framsóknarmenn vildu ná fram fyrir þriðju umræðu, enda engin yfirlýsing gefin út um það á opinberum vettvangi.
Er ekki búið að laga þetta frumvarp nægilega svo við gætum samþykkt það í þessum búningi? Stjórnarandstæðingar, sumir hverjir, hafa lýst því yfir að þeir væru þeirrar skoðunar að frumvarpið bryti ekki í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar. Einn þeirra, Ögmundur Jónasson, hefur jafnvel gengið svo langt að segja að það hafi aldrei verið skoðun sín að frumvarpið stæðist ekki stjórnarskrá. Kveðst hann jafnframt vilja bera virðingu fyrir skoðunum annarra um þetta mál hvaða skoðun svo sem hann hefði sjálfur myndað sér í málinu. Steingrímur J. Sigfússon setur þann fyrirvara á gagnrýni sína að ekki sé enn búið að dreifa þessum tillögum til þingmanna og því hafi hann ekki séð þær sjálfum.
Sigurður Líndal, fyrrv. lagaprófessor við Háskóla Íslands, segir breytingarnar vera gott skref en hann hafi ekki gert sér grein fyrir hvort þær séu fullnægjandi. Sigurður segist mjög mikilvægt að breyting sé gerð á frumvarpinu varðandi gildistíma útvarpsleyfanna og að þetta sé skynsamleg breyting. Hann hefur haft afdráttarlausar skoðanir um þetta atriði stæðist ekki gagnvart stjórnarskrá líkt og það var í frumvarpinu fyrir þessa breytingu. Þeir njóti verndar stjórnarskrár sem hafi fengið úthlutað leyfi til tiltekins tíma og vænta þess að fá að halda leyfinu út leyfistímann, hafi þeir ekki brotið neitt af sér.
Eru þessar breytingar svona sýndarmennsku til að láta í það skína að eitthvað hafi verið gert í áttina til lagfæringar? Eitt einhlýtt svar við álíka spurningu er ekki fyrir hendi, það er alltaf einhver óánægja í öllum málum, getur jafnvel gegnið svo langt að allir aðilar séu óánægðir. Fyrir öllu er að geta skipst á skoðunum/gagnrýni, hvaða skoðun svo sem hver hefur.
þriðjudagur, maí 18, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli