Undanfarið hefur farið lítið fyrir pólitískum skrifum hér á síðunni. Ástæður þessa eru ýmsar, helstar þó að aðeins eitt mál hefur komist að á undanförnum vikum, þ.e. fjölmiðlamálið. Ætla verður að um einhver skrif verði um málið allt á næstu vikum á síðunni, en full ástæða er til að gefa lesendum hvíld á því í augnablikinu.
Hinu vil ég ekki þegja yfir, hefði í raun mátt skrifa um miklu fyrr, en það eru ferðalögin.
Höfuðstaður Norðurlands.
Þann 2.-3. júlí var staldrað við á Akureyri í ofsalega góðu verðri. Þessa helgi voru haldin knattspyrnumót er fjölmargir sóttu, það voru 1-2 skemmtiferðaskip á Pollinum, má því áætla að íbúatala Akureyrar hafi aukist all nokkuð á þessum annatíma. Mannlífið á göngugötunni var fjörlegt, veitingastaðir og kaffihús yfirfull, auk þeirra er áttu leið hjá, til að sýna sig og sjá aðra. Það brást að sjálfsögðu ekki á heimleiðinni að er höfuðborgin var í augnsýn, byrjaði að rigna.
Búlandsnes.
Þann 9.-10. júlí var tekið hús á Djúpavogshreppi, það var milt og þurrt veður, en sólarglæta engin. Engin verður ósnortin af fegurð náttúrunnar á austurleiðinni, sandarnir, jöklar og lón, og stórkostleg fjöll soga að sér athygli hvers ferðamanns. Það er sérstök ástæða er til að benda á fyrirmyndar hótel sem rekið er á Djúpavogi, Hótel Framtíð. Þjónusta öll til fyrirmyndar, góð herbergi og veitingaþjónusta, þ.e. matur og drykkir á við það besta sem gerist hér á landi. Mæli sérstaklega með lambinu. Morgunverðarborðið var hlaðið kræsingum. Hafa skal sem fæst orð um hvað hafi tekið við á bakaleiðinni er höfuðborgin var í augnsýn.
Sveitasetrið í Grímsnesinu.
Um liðna helgi var slakað á í sveitasetrinu, að vísu var borið á pall sem umlykur setrið, eitthvað um 40-50 fm, en það var aðeins með annarri. Með hinni var borið á klæðningu hússins, að vísu er ráðlegast að fara aðra umferð yfir allt saman aftur. En veðursælt var um helgina á Suðurlandi og því ástæðulaust að gera ekki eitthvað.
mánudagur, júlí 19, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli