Mikil uppsveifla er fyrirsjáanleg í efnahagslífinu á næstu árum og mun hún að öllum líkindum reyna mjög á þol hagkerfisins og auka líkur á stormasamri aðlögun að betra jafnvægi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútkominni hagspá Landsbankans fyrir árin 2004-2010. Nú í upphafi stóriðjuframkvæmdanna er viðskiptahallinn þegar kominn vel yfir það sem almennt samrýmist efahagslegum stöðugleika og verðbólgan er þegar komin töluvert umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans. Aðkoma bankanna á íbúðalánamarkaði og lækkun langtímavaxta mun án efa auka enn frekar á innlenda eftirspurn. Þessu til viðbótar koma svo loforð stjórnvalda um skattalækkanir sem m.a. hafa það að markmiði að auka kaupmátt ráðstöfunartekna, sérstaklega í lok uppsveiflunnar.
Að okkar mati er líklegt að framvindan á næstu árum verði á margan hátt keimlík því sem gerðist í síðustu uppsveiflu. Mikill kaupmáttur og vaxandi viðskiptahalli leiddu til mikils þrýstings á gengi krónunnar sem á endanum gaf eftir. Þessi sýn felur í sér að verðbólgan hækkar tímabundið og verður yfir þolmörkum Seðlabankans um miðbik spátímabilsins. Spár okkar gera ráð fyrir því að verðbólgan fari hæst í rúm 6% í upphafi árs 2007 en lækki síðan aftur samfara styrkingu krónunnar. Viðskiptahalli gagnvart útlöndum gæti því lækkað hratt og stefnir í 3% af landsframleiðslu árið 2010.
miðvikudagur, október 20, 2004
Hagspá til ársins 2010.
Eftirfarandi umfjöllun er að finna á Vegvísi, markaðs- og greiningarriti Landsbankans, frá því í gær, undir fyrirsögninni: Auknar líkur á stormasamri aðlögun.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli