föstudagur, október 15, 2004

Halló Akureyri!

Stefnan er tekin á Akureyri um helgina. Var að lesa á heimasíðu þeirra að það séu um 200.000 manns sem heimsæki bæinn árlega, jafnt vetur, sumar, vor og haust. Ég var þarna á ferð fyrr í sumar og það í mjög góðu veðri. Undirritaður hefur því lagt nokkuð af mörkum til að halda uppi ofangreindri tölu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Einar.
Já það var sko fjör á Akureyri.
Hef ekki verið svona duglega að ferðast eins og þú, fór síðast norður fyrir ja 15 árum.

Kv. Ellan

Einar Gunnar sagði...

Það er alltaf gaman að koma til Akureyrar og yfirleitt bregst ekki að maður hafi ágætlega gaman af verunni þar. Eins var mjög gaman á miðstjórnarfundinum og stjórnskipunarhópurinn var bestur!!

kv/ege