fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Endurskoðun stjórnarskrárinnar.


Það var sérlega góður og upplýsandi fundur er ég sat í gær, miðvikudag, um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, formaður stjórnarskrárnefndar, hafði þar framsögu, ásamt Jónínu Bjartmarz, alþingismanni, og nefndarmanni stjórnarskrárnefndar og Guðmundi Ómari Hafsteinsyni, lögmanni.

Á fundi á þriðju klst. var farið yfir þætti er vörðuðu, stöðu forseta; þjóðaratkvæðagreiðslur, þingnefndir, þingrof, Landsdóm, alþjóðasamninga, dómsvaldið, eignarréttarákvæði og umhverfisverndarákvæði. Það væri óðsmanns æði að ætla sér að fjalla um hvert þessara atriða hér og nú, en þess mun ekki lengi vænta að ég komi ekki með einhvern pistil um flesta þessara þátta. En ég bendi áhugasömum á pistil frá 28. maí 2004 um lagasynjanir konungsvaldsins.

Guðmundur Ómar Hafsteinsson, lögmaður, flutti mjög svo gott innlegg í umræðuna um mannréttindi og hagsmundi ungs fólks. Þá sérstaklega ákvæði um rétt til menntunar og stöðu fjölskyldunnar. Sérlega skemmtilegur vinkill á mannréttindaumræðuna og vonandi hægt að nálgast erindi hans fljótlega á prenti.

Engin ummæli: