miðvikudagur, janúar 18, 2006

Visindavefurinn.

Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor við Háskóla Íslands og ritstjóri Vísindavefsins, hefur verið tilnefndur til Descartes-verðlauna Evrópusambandsins fyrir vísindamiðlun árið 2005. Er hann í hópi með 23 öðrum sem tilnefndir hafa verið verið. Menntamálaráðuneytið hafði bent á Þorstein vegna verðlaunanna en það færði honum sérstakt heiðursskjal nýverið í tilefni af fimm ára afmæli Vísindavefsins.

Í tilkynningu frá HÍ kemur fram að tilnefningin sé mikill heiður fyrir Þorstein og það starf sem unnið er á Vísindavef Háskóla Íslands. Þorsteinn hafi í áratugi lagt sig fram um að miðla vísindum til almennings og barna á áhugaverðan og aðgengilegan máta. Velgengni Vísindavefsins ber þess ótvíræðan vott að áhugi á vísindum meðal almennings er mun meiri en margir halda, segir í tilkynningunni.

Heimild: mbl.is

Engin ummæli: