Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, er í framhaldi af samkomulagi við Garðar Sverrisson, formanns Öryrkjabandalags Íslands, að leggja til að upphæð grunnlífeyris öryrkja hækki um kr 1.000 milljónir og að þeir sem yngstir verða öryrkjar til lífstíðar fái hækkun sem nemur allt að tvöföldun grunnlífeyrisins. Grunnstef þessarar kerfisbreytingar er að stigið er nú fyrsta skerf til viðurkenningar á hinni margvíslegu sérstöðu þeirra sem verða öryrkjar snemma á lífsleiðinni, þ.e. upp er tekin aldurstengd örorkuuppbót til handa örorkuþegum ofan á almennar örorkubætur þar sem yngstu örorkuþegarnir munu fá 100% hækkun. Mánaðarleg fjárhæð uppbótar verður hlutfall af óskertum örorkulífeyri og miðast við fæðingardag. Þessar breytingar munu taka gildi strax þann 1. janúar n.k. eða eftir 27 daga.
Hér er um að ræða stærsta skerf í réttindabaráttu öryrkja um langan tíma og viðurkenning á þeirri hagsmunabaráttu sem Öryrkjabandalagið hefur staðið í fyrir hönd fatlaðra gagnvart opinberum aðilum í hverskyns hagsmunamálum svo sem varðandi löggjöf og framkvæmd hennar og í dómsmálum er snerta rétt fatlaðra. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, er að taka undir þessa baráttu með þessu nýmæli, þ.e. með aldurstengdum örorkubótum, sem er skref til góðs, auk þess að ekki seinna en eftir hálft ár, 1. júlí 2004, verður kerfisbreytingin endurskoðuð og lagt verður mat á hvernig til hafi tekist við að koma sérstaklega til móts við þá sem verða öryrkjar snemma á lífsleiðinni.
Öll þessi vinna er niðurstaða starfshóps sem Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, átti sæti í til að framfylgja samkomulagi er var kynnt 25. mars 2003. Samkomulagið var framhald af formlegum og óformlegum viðræðum ráðherra og forsvarsmanna Öryrkjabandalags Íslands sem höfðu staðið frá því í febrúar 2002 í tilefni af Evrópuári fatlaðra. Í viðræðunum lögðu forsvarsmenn Öryrkjabandalags Íslands áherslu á sérstöðu þeirra sem yngstir verða öryrkjar og vildu bæta hag þeirra sérstaklega.
Í sameiginlegri yfirlýsingu sem var kynnt 25. mars 2003 var tekið fram að sérfræðingar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis teldu samkvæmt sínum útreikningum að hækkun grunnlífeyris og kerfisbreytingarinnar myndu nema rúmum einum milljarði króna á ársgrundvelli. Aldurstengd örorkuuppbót mun verða greidd þeim sem fá greiddan örorkulífeyri, fullan slysaörorkulífeyri og endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins.
Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á að hafa hjarta í sér til að fagna þessum mikla áfanga sínum og sem Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur barist með honum af heilum hug. Framsóknarmenn draga hvergi af sér við að berjast fyrir pólitískum hugmyndu sem fela í sér að vera réttlát og sem setja manninn og velferð hans í öndvegi. Samábyrgð þegnanna er eitt af okkar grunnstefum, tryggingarkerfið er kostað af almannafé og Framsóknarflokkurinn telur að rík réttlætiskennd, samhjálp og samvinna í velferðarmálum kalli á að þeir gangi fyrir sem hafa mesta þörfina.
fimmtudagur, desember 04, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli