Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, kom inn á stöðu ferðaþjónustunnar og miklum vaxtarmöguleikum sem felast í henni í ræðu sinni á miðstjórnarfundi Framsóknarfokksins fyrir skömmu. Hann nefndi m.a. að gert sé ráð fyrir því að fjöldi ferðamanna til Íslands muni tvöfaldast á næstu sjö árum, eða fram til ársins 2010. Til að svo megi verða þarf að fjölga nokkrum nýjum farþegaþotum, sem hver og ein veitir um 200 manns atvinnu á sviði ferðaþjónustu. Í dag veita Flugleiðir til að mynda Íslendingum val um fleiri bein flug til Bandríkjanna í viku hveri en býðst íbúum Noregs, Danmerkur og Finnlands samanlagt.
„Öflug uppbygging og karaftmikil sókn einkennir einnig starfsemi annarra flugfélaga hér á landi. Þannig hefur flugfélagið Iceland Express aukið markaðshlutdeild sína verulega á skömmum tíma, auk þess sem Atlanta hefur styrkt sig í sessi sem traust flugfélag á alþjóðavettvangi. Öll er þessi þróun til marks um að ferðaþjónusta og starfsemi henni tengd er komin til að vera í hópi helstu atvinnugreina hér á landi. Þessi þróun er mikið fagnaðarefni,“ sagði Halldór Ásgrímsson ennfremur í ræðu sinni.
Uppbygging á Keflavíkurvelli er forsenda þessarar þróunar og ekki verður séð annað en að hér sé grunnur að hundruðum starfa til að vega upp á móti minni umsvifum varnarliðsins. Auk þess er flugvöllurinn í dag ein stærsta útflutningshöfn landsins, enda hefur verið staðið myndarlega að uppbyggingu á nýrri aðstöðu fyrir fragtflug.
Nokkrar staðreyndir í ferðamálum:
Á aðalfundi Ferðamálasamtaka Íslands sem haldinn var 21. nóvember síðastliðinn komu fram eftirfarandi staðreyndir hjá ferðamálastjóra:
- Gistinóttum á hótelum og gistiheimilum hefur fjölgað um tæp 8% fyrstu átta mánuði þessa árs miðað við 2002.
- Hlutfallsleg skipting allra gistinátta á árinu 2002 skiptist þannig: Höfuðborg: 38% og landsbyggð: 62%.
- Hlutfallsleg skipting allra gistinátta á árinu 2002 eftir því hvort um var að ræða landsbyggð eða höfuðborg: Höfuðborg: 20% af sumri 80% af vetri en landsbyggð: 80% af sumri og 20 % af vetri.
- Erlendum gestum hefur fjölgað um 13,3% miðað við sama tíma í fyrra.
Í kjölfar 11. september.
- Í október 2001 var unnin aðgerðaráætlun samgönguráðuneytisins og atvinnugreinarinnar.
- Brugðist var við aðstæðum til að verja árangur undanfarinna ára meðan flestar aðrar þjóðir hikuðu.
- Samgönguráðuneytið hefur varið 450 milljónum til markaðssamstarfs með greininni á þessum 24 mánuðum umfram hefðbundnar markaðsaðgerðir.
Árangur aðgerðaráætlunar.
- Svo virðist sem tekist hafi að verja góðan árangur ferðaþjónustunnar.
- Árangur meiri hér en í nágrannalöndunum.
- Ákvarðanir samgönguráðuneytisins og greinarinnar um aðgerðir og aðferðafræði til varnar aðstæðum voru því réttar.
Á árinu 2004.
- 660 milljónir á fjárlögum fara beint til ferðaþjónustu.
- Þar af mætti nefna 320 milljónir til markaðssóknar í íslenskri ferðaþjónustu.
- 60,4 milljónir í markaðssetningu Íslands í Norður-Ameríku.
- 16,5 milljónir í gestastofur og söfn.
þriðjudagur, desember 02, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli