Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, og Samband Íslenskra sveitarfélga hafa ákveðið að hefja átak í sameiningarmálum sveitarfélaga, stefnt er að því að hægt verði að kjósa um tillögur eigi síðar en vorið 2005 og áætlað er að átakinu ljúki formlega í lok þess árs. Yfirumsjón með verkefninu verður í höndum verkefnisstjórnar, hennar verkefni verður m.a. að leggja fram tillögur um hvaða breytingar séu nauðsynlegar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga til að treysta sveitarstjórnarstigið og efla sjálfsforræði byggðalaga. Sveitarfélögum hefur fækkað verulega síðustu áratugi en þó hefur komið í ljós að ekki hefur enn náðst að mynda heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði, það má því gera enn betur og verður sérstaklega horft til þessa í sameiningarátakinu.
Með sameiningarátakinu er m.a. ætlað að móta hvaða hlutverki sveitarfélögin eigi að gegna á komandi árum og áratugum. Breytingarnar eru hraðar og auknum kröfum verða sveitarfélögin að vera viðbúin að standa undir. Hagsmunirnir liggja ótvírætt hjá íbúum sveitarfélganna sjálfra og í því sambandi er nauðsynlegt að skoða enn betur leiðir til að efla íbúalýðræði í sveitarfélögunum. Tekjustofnar sveitarfélaga verða kannaðir með að markmiði hvort tekjustofnarnir séu í samræmi við lögskyld og venjubundin verkefni sveitarfélaga og gerðar tillögur um endurskoðun eða aðlögun tekjustofnkerfis að væntanlegum breytingum á sveitarfélagaskipan og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Til nýmæla í vinnu við slíka sameiningu er að kannað verði hjá öllum ráðuneytum hvaða verkefni þau telji komi til álita að færð verði frá ríkinu til sveitarfélaganna og öfugt.
Til að tryggja íbúum landsins góð lífsskilyrði er efling sveitarfélga mjög mikilvægur undirstöðuþáttur enda er litlum og örsmáum sveitarfélögum ómögulegt að sinna hlutverkum sem þeim er ætlað að uppfylla lögum samkvæmt. Flutningur verkefna frá ríki til sveitarfélga er og því aðeins möguleg að sú forsenda sé fyrir hendi að sveitarfélög geti veitt svipaða þjónustu og tekið að sér sambærileg verkefni. Jafnræði þegnanna kveður á um jafnan rétt til gæða s.s. menntunar og búsetuskilyrðið, eitt af leiðarstefum Framsóknarflokksins, kveður t.d. á um rétt til fjölbreyttra atvinnutækifæra, allt eru þetta forsendur þess að byggð geti þróast um land allt.
Annað atriði sem er ekki síður mikilvægt og knýr á um sameiningu sveitarfélga en það eru jafnréttismálin. Eigi það að verða raunhæft markmið að vinna að leiðréttingu kjara karla og kvenna hjá hinu opinbera verða sveitarfélögin koma þar að með myndarlegum hætti, t.d. með beinum valdboðum er kveða á um tímabundnar aðgerðir til að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna. Sveitarfélög verða að vera í stakk búin að sjá svo til þess að ákvæðum um launajafnrétti sé framfylgt. Öllum er ljóst að það er ekki á færi örsmáa sveitarfélaga að vinna gegn launamisrétti og jafn réttur karla og kvenna getur ekki verið með ólíkum hætti frá einu sveitarfélagi til annars.
Í þriðjalagi má nefna að sveitarfélögum er ætlað að uppfylla ákvæði EES-samningsins um umhverfismál, auk sérstakra ákvæða í viðaukum við samninginn. Þar er m.a. kveðið á um kröfur um gæði neysluvatns, varnir gegn loftmengun, eyðingu úrgangs og fráveitumál. Litlum og örsmáum sveitarfélögum getur verið ómögulegt að sinna þessum hlutverkum þannig að standist lög.
mánudagur, desember 01, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli