sunnudagur, apríl 25, 2004

Chevrolet Suburban bensínhákur og skipulag fjölskyldunnar.

„Fjölskyldan á hann. Ég á hann ekki,“ sagði John Kerry aðspurður hvort að samræmi væri í hugmyndum hans um að þarlendum reglum um hámarksbensíneyðslu fólksbíla verði breytt og kaup hans á nýjum Chevrolet Suburban bensínhák. Í dag undirgangast bílaframleiðendur í Bandaríkjunum undir þá reglu að framleiðslulína á fólksbílum megi að hámarki eyða 10.2 lítrum á hverja 100 km. Hugmyndir Kerrys ganga út á að þeir megi ekki eyða meira en 7.8 lítrum á 100 kílómetra árið 2015 og að gera Bandaríkin þannig síður háð erlendum eldsneytisbyrgjum. Því er spurt hvort það samræmist með einhverjum hætti hagsmuna allra, að John Kerry geti leyft sér að aka um á bensínhák, en að aðrir verði þá að kaupa sér mun kraftminni bíla til að halda meðaltalinu.

„Ég og mín fjölskylda,“ sagði Ragnar Reykás hér um árið og gerði um leið þennan frasa ódauðlegan. Í því ljósi er vert að skoða í fullri alvöru hvort að svar John Kerry hér að ofan eigi sér ekki einhverja stoð í kenningum um sjálft skipulag fjölskyldunnar. Er fjölskyldan ekki oft eitthvað sem Kerry þarf að minna sig á, ekki alveg samofin honum sjálfum. Þegar eiginkonan lítur svo á að sjálfsmynd hennar endurspegli í fjölskyldunni og á því mun erfiðra með að aðgreina sig frá henni. Sjálfsmat hennar er því oft bundið mati og viðurkenningu frá einhverjum nákomnum. Meðan Kerry er bundin sjálfsmati út frá sjálfstæði, tengslum við vinnumarkaðinn og fyrirvinnuhlutverkið, þ.e. viðurkenningu frá einhverjum útávið.

Samkvæmt þessu skal því í raun taka mark á þess svari Kerry og trúa því þá í fullri alvöru að bensínhákurinn sé ekki hans eign.

Engin ummæli: