mánudagur, apríl 19, 2004

Eru líkindi til að Kýpurdeilan sé að leysast?

Á laugardaginn er fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla á Kýpur um sameiningaráætlun Sameinuðu þjóðanna, en að henni hefur verið unnið í all nokkurn tíma eða frá árinu 2002. All margar tilraunir til sátta hafa verið reyndar, með misjöfnum árangri, og SÞ samþykkt fjölda ályktana um nauðsyn þessa að Kýpurdeilan verði leyst. Fullyrða má að tilnefning Bill Clinton, þáverandi forseta Bandaríkjanna, í ágúst 1996, á Richard Holbrooke sem sérstökum sendifulltrúa Bandaríkjanna á Kýpur, hafi vakið upp vonir um að markmið um sameiningu landsins tækis. Holbrooke hafði þá áður gengt lykilhlutverki við að binda enda á stríðinu í fyrrum Júgóslavíu með Dayton-samkomulaginu, og fengið mikið lof fyrir.

Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, hefur nú ákveðið að þessar kosningar fari fram, þó svo að ekki hafi tekist að semja um öll ágreiningsefni á tilsettum tíma. En gífurleg pressa hefur verið á deiluaðilum um að ná niðurstöðu áður en að inngöngu Kýpur-Grikkja verður í Evrópusambandið 1. maí. Forsetar beggja hluta Kýpur hafa lýst yfir andstöðu við sameiningaráætlunina, og hefur Annan sagt að framtíðin sé því nú í höndum fólksins sjálfs.

Engin ummæli: