Athygli vekur könnun sem var framkvæmd í Pennsylvaníu á dögunum er sýnir greinilega að framboð Ralph Neders getur haft jafnmikil áhrif á niðurstöðuna líkt og í síðustu kosningum. Í könnun í febrúar var Johan Kerry með 47%, George Bush með 46% og óákveðnir voru 8%. En í könnun í mars hafði Kerry fallið niður í 40%, Bush áfram í 46%, og Nader með 3%, er óákveðnum hafði fjölgað í 12%.
Þess ber að geta að sá er sigrar í Pennsylvaníu hefur orðið sigurvegari forsetakosninganna frá 1952, með einni undantekningu eða í síðustu kosningum árið 2000, er Al Gore vann. Líkt og frægt varð eftir kosningarnar 2000 þá skipti niðurstaðan í Flórídaríki gríðarlegu máli, enda 25 kjörræðismenn kosnir þar og því þungt lóð á vogarskálarnar. Það var að vísu mjög knappur meirihluti atkvæða er George Bush hlaut þar, eða 537 atkvæði umfram Gore, á meðan Neder fékk um 97.500 atkvæði. Þessi staðreynd reyndist hafa úrslitaáhrif.
Á milli kannana (febrúar/mars) hefur John Kerry hreinsað upp forkosningarnar hjá demókrötum, Bush hafið sína kosningabaráttu fyrir endurkjöri og Richard Clarke fyrrum ráðgjafi Bush, gefið út bók sem hlotið hefur alheimsathygli. En óvíst er að þessir hlutir hafi úrslitaáhrif, heldur hitt hversu ólíkt kjósendur forgangsraða málefnunum. En stuðningsmenn Bush eru líklegir til að setja hriðjuverkaógn og öryggi heima fyrir, framfyrir efnahagsmál, er kjósendur Kerry eru líklegir til að setja efnahagsmálin í forgang.
Líkt og niðurstaðan í Flórída sýndi og þessi könnun í Pennsylvaníu sýnir þá mun framboð Ralph Neders geta haft úrslitaáhrif, enda er kosningakerfið í Bandaríkjunum þannig úr garði gert, að frambjóðandi sem fær 48,41% atkvæða á landsvísu tapi, er sitjandi forseti fékk aðeins 47,89% (hafi gerst síðast 1888), enda verið að kjósa kjörmenn frá hverju fylki til að velja nýjan forseta. Forseta- og varaforsetaembættið eru einu opinberu embættin í Bandaríkjunum sem eru ekki kjörin í beinni kosningu af fólkinu, heldur af ráði 538 kjörmanna og þarf því 270 sæta meirihluta í kjörmannaráðinu.
Hefðin í Bandríkjunum býður ekki upp á að þriðjiflokkurinn eða að sjálfstæðir frambjóðendur, nái neinum sérstökum árangri, enda hafa ekki nema 5 aðilar í sögunni náð að skríða yfir 10% atkvæðamagn, síðast Ross Perot árin 1992 og 1996. Einn fyrrum forseti hefur lagt í að bjóða sig fram undir merkjum þriðjaflokksins, en það var árið 1912, er Theodore Rosevelt bauð sig fram. Þó svo að baráttan sé vonlaus frá upphafi hefur sjálfstæðum frambjóðendum oft tekist að koma að sínum heitustu baráttumálum, líkt og er Nader setti neytendavernd á oddinn árið 2000.
En sú spurning hrópar á alla hvort að sagan muni eiga sér hliðstæður árið 2004, líkt og árin 2000, 1888 og 1876.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli