FH-ingar unnu öruggan sigur á Íslandsmeisturum KR, 3-1, í Vesturbænum, í gær, í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Það er ekkert annað en gaman af þessu. KR þurfa ekkert lengur að velta fyrir sér einhverjum undirbúningi gegn FH-ingum, þar mæta þeir einfaldlega ofjörlum sínum. En samt KR-ingar, KOMA SVO!!
FH-ingar eru efstir í deildinni, eiga heimaleik gegn Víkingum á sunnudag og viku síðar ÍBV í Vestmannaeyjum. Góð úrslit í þessum leikjum skipta máli, t.d. yrðu 4 stig í lagi, í samræmi við niðurstöðuna úr fyrrihelming Íslandsmótsins.
Það yrði nú ofsalega gaman að taka þetta tvöfalt í sumar, taka Íslandsmeistara-dolluna, í fyrsta sinn og bikarinn einnig.
fimmtudagur, ágúst 05, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli