Átti mjög ánægilegan laugardag í sumarferð framsóknarmanna um Hvalfjörð, Borgarfjörð, Reykholt, Húsafell, Barnafossa, Kaldadal, Þingvelli og loks Nesjavelli. Var mér sérstaklega komið á óvart með merkri sögu er Hvalfjörður hefur að geyma. Hef ég í raun aldrei leitt hugann að því að eitt sinn hafi allt að 30.000 manns búið í Hvalfirði á sama tíma. Forvitnilegt, ekki satt!!
90% lánin.
Það er ágætt yfirlit yfir úrskurð eftirlitsstofnunar EFTA(ESA) í fasteignablaði Morgunblaðsins í morgun. En úrskurður ESA gengur út á að starfsskilyrði Íbúðalánasjóðs brjóti ekki geng ákvæðum EES-samningsins og að hækkun hámarkslánhlutfalls í allt að 90% er innan ramma samningsins.
Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hafa kvartað yfir starfsskilyrðum Íbúðalánasjóðs til ESA, sem hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulag íbúðalána Íbúðalánasjóðs feli í sér almannaþjónustu sem sé heimil samkvæmt ákvæðum EES-samningsins. Þessari staðreynd er vert að halda til haga í áframhaldandi árásum forsvarsmanna þessara samtaka.
Áformað er að leggja drög að frumvarpi til laga um hækkun í 90% fyrir ríkistjórn í næstu vikum, er yrði síðan lagt fram á Alþingi í byrjun október.
mánudagur, ágúst 16, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli