Undirritaður hefur notið gríðarlegra forréttinda að eigin mati síðustu dag. En að geta skroppið austur yfir fjall í sveitasetrið, flatmagað á veröndinni, með drykk, í svona líka ofboðslega góðu veðri.
Ætla mér í sumarferð á laugardag, heilsdagsferð um Hvalfjörð, Borgarfjörð, Kaldadal og Þingvelli. Framsóknartengd sumarferð, sbr. hugtakið menningartengd ferðaþjónusta, og um þar næstu helgi er spurning um að vera við Lagarfljót, síðsumarsmót framsóknarmanna í NA-kjördæmi. Gaman af þessu.
Olíuverð var áfram hátt á heimsmarkaði í morgun samkvæmt fréttum. Brent Norðursjávarolíu var 41,82 dalir tunnan þegar opnað var fyrir viðskipti á markaði í Lundúnum og hefur olíuverð aldrei verið hærra. Í gær var verðið í Lundúnum 41,57 dalir tunnan. Í New York lækkaði verð um 6 sent tunnan í rafrænum viðskiptum í morgun og var 44,74 dalir en verðið komst í 45,04 dali á þriðjudag. Þess ber að geta að verðið á lítranum á Selfossi er um 103 kr., fullyrði að finnist ekki lægra verð á öðru byggðu bóli hér á landinu í dag.
fimmtudagur, ágúst 12, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli