Í kosningabaráttunni s.l. vor lagði Framsóknarflokkurinn mikla áherslu á að ungu fólki og efnaminna verði auðveldað að eignast húsnæði og að áhersla verði áfram á félagsleg lán fremur en félagslegt húsnæði, og í því augnamiði verði lánshlutfall almennra íbúðalána hækkað í allt að 90%. Í stefnuyfirlýsingu ríkistjórnarinnar segir að áfram verði haldið endurskipulagningu á húsnæðismarkaði í samræmi við markmið Íbúðalánasjóð. Lánshlutfall almennra íbúðalana verði hækkað á kjörtímabilinu í áföngum í allt að 90% af verðgildi eigna, að ákveðnu hámarki.
Það er óumdeilt að einn af hornsteinum velferðar er öryggi í húsnæðismálum, en framfarir hér á landi í hafa verið mjög hraðar í þeim efnum, sem má sjá af því að við búum í tiltölulega nýju húsnæði og óvíða í heiminum er húsrými meira á hvern einstakling. Eitt brýnasta úrlausnarefni í húsnæðismálum fyrir fjölskyldurnar í landinu er jafnframt að ná að dreifa þessum stærsta útgjaldalið fjölskyldunnar betur yfir æviskeið fólks, að færa hluta af þungu byrðinni á fyrstu árunum aftar til þeirra ára þegar börnin eru flogin úr hreiðrinu.
Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, hefur kynnt í ríkistjórn að hækkun lánshlutfalls íbúðalána í 90% verði framkvæmd innan vébanda Íbúalánasjóðs að fenginni niðurstöðu samráðsnefndar ríkistjórnarinnar. Í framhaldi þessa hafa stjórnvöld tilkynnt fyrirhugaðar breytingar á hækkun lánshlutfallsins innan núverandi íbúðlánakerfis til ESA. Er það gert til að tryggja að óvissu sé eytt og til að koma í veg fyrir deilur og málaferli á síðari stigum framkvæmdarinnar, en álitamál hefur verið um hvort að núverandi íbúðalánakerfi teljist ríkisstyrkur í skilningi Óportósamningsins. Ákvörðun um hver hámarksfjárhæð húsnæðislána verður í breyttu íbúðalánakerfi og innleiðing hækkunar í áföngum liggur ekki fyrir.
fimmtudagur, nóvember 27, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli