miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Lífstílslyf — auknar þarfir, aukin kostnaður.

Samkeppni lyfjaframleiðenda í lífstílslyfjum er greinilega hörð um þessar mundir. Ef horft er til þess að árið 1990 nam kostnaður vegna lyfja sem falla undir þennan flokk, sem er ætlað að vinna gegn slæmum afleiðingum af óheppilegum lifnaðarháttum okkar, tæplega kr. 90 millj. Þetta voru lyf gegn nikótínfíkn og til að lækka blóðfitu. Núna hafa bæst við lyf við stinningarvanda og offitu og eru nú samtals 19 lyf í þessum flokki, þar af 2-3 sem bæst hafa við á þessu ári. Á síðasta ári 2002 var heildarsalan samtals kr. 1.288 millj. Miðað við söluna það sem af er árinu má reikna með að heildarkostnaður á þessu ári 2003 fari yfir kr. 1.400 millj.

Á 13 árum hafa lífstílslyf, vegna nýrra þarfa kallað á aukin kostnað sem nemur kr. 1.310 millj. eða yfir 1555%. Það sem vekur athygli við þessa þróun að það eru lyfjafyrirtækin sem skapa þessa nýju þörf. Almannatryggingar greiða einungis 1/3 hluta þessa kostnaðar, þannig að það er almenningur í raun sem greiðir þessa gríðarlegu aukningu beint úr eigin vasa.

Engin ummæli: