Einn er sá flokkur sem á fulltrúa á löggjafarsamkundunni og telur hann heila 5 þingmenn sem verður að teljast harla gott fyrir flokk manna sem byggir tilvist sína óánægju „alltaf á móti stefnu“, og verður því nær aldrei dæmdur af einhverjum sérstökum verkum.
Útivist frá áhrifum í íslenskum stjórnmálum hefur því á stundum virst vera aðalsmerki Vinstriframboðsins, enda jafnvel ekki áætlun uppi um að verða neitt stórt framboð. Má fullvíst telja að annar lítill flokkur hafi stolið sviðinu með óvæntum hætti og í raun stolið fylgi því sem Vinstriframboðið ætlaði sér að ná með óánægju-stefnunni.
Vinstraframboðið hefur frá árinu 1999 fengið sem nemur kr. 87,5 millj. af fjárlögum til að styrkja sig, efla og dafna. Kemur því verulega á óvart að framboðið skuli á landsþingi sínu, nú um helgina, telja sér það til tekna að hafa eitt litlu sem engu í kosningabaráttuna sl. vor. Er það þá ekki grundvallarspurning í hvað peningarnir hafa farið? Eru ofangreindir peningar ekki til að skerpa á áherslum og það í aðdraganda kjördags?
Væll yfir áróðursherferðum annarra flokka er síst til að skýra illa skipulaga og ómarkvissa baráttu, líkt Vinstraframboðið háði í vor, né til að skila árangri til lengri tíma. Er þá ekki óhjákvæmilegt „að líta aðeins um öxl og fara yfir það“ sem aflega fór í eiginn ranni, líkt og formaðurinn, Steingrímur J. Sigfússon, ætlaði sér í hátíðarræðu á landþinginu en tók aldrei föstum tökum. Að sætta sig við að vera lítið framboð laðar varla að fjölmenni.
Yfirlýsingar formannsins fyrir næstu kosningar munu líklegast einkennast af sama snakkinu, um lítið Vinstriframboð, sem ætli sér fátt eða ekkert nema að vera á móti öllu. Meginreglurnar virðist Steingrímur Jóhann þó hafa en á hreinu á landsþinginu er hann segir:
Umhverfismálin eru einn stærsti og mikilvægasti málaflokkur samtímans og sá sem verður án nokkurs minnsta vafa hvað fyrirferðarmestur í stjórnmálaumræðu bæði innanlands og utan á komandi árum. Það tengist bæði einstökum átakamálum eins og þeim sem við höfum staðið, og munum standa, frammi fyrir varðandi nýtingu tiltekinna landssvæða og hagsmunaárekstra milli nýtingarsjónarmiða annars vegar og verndunarsjónarmiða hins vegar. Auðvitað fyrst og fremst þegar nýtingaráformin eru af þeim toga að þau stangast á við framsækna náttúruvernd og eyðileggja náttúruna. Framkvæmdir eða svokölluð nýting náttúrunnar sem um leið eyðileggur hana er að sjálfsögðu ekki sjálfbær og getur aldrei orðið. Það sem mönnum gengur seint að læra er að þó nýting og náttúruvernd fari sem betur fer iðulega vel saman, þá á það ekki alltaf við. Stundum rekst þetta algerlega á og þá er ekki bæði hægt að borða kökuna og geyma.
Gleymist ekki hér að það verði einnig að baka kökuna? Eða duga hundasúrur og fjallagrös til handa dýrunum? Hefur Steingrímur J. gleymt „Útflutningsleiðinni“ frá þeim gömlu góðu, kommaárunum?
Steingrímur Jóhann er síðan, eftir allt saman, ekki með á þurru hvað snýr upp eða niður í stefnu litla framboðsins er hann segir:
Ég tel að ákveðnir þættir í kosningabaráttunni, t.d. vægi áherslna hefðu mátt vera öðruvísi. Líklega höfum við goldið þess að vera orðin um of merkt hinum hörðu átökum um stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Við vitum vel að barátta okkar fyrir varðveislu náttúruverðmætanna, sem þýddi andstöðu við framkvæmdaáform sem miklar væntingar tengdust, sérstaklega í ákveðnum landshluta, við vitum að þetta var okkur ekki auðvelt vegarnesti í kosningabaráttunni, a.m.k. ekki á þeim slóðum. Það er skiljanlegt, það getur kostað sitt að standa í lappirnar og vera sjálfum sér samkvæmur.
Hvernig skýrir formaðurinn, Steingrímur Jóhann, hvernig öðrum stjórnmálaöflum var mögulegt að afla sér fylgis? Tóku ekki allir flokkar þátt í sömu kosningabaráttunni, með sama kjördag? Að væna Framsóknarflokkinn um að „hafa lagst flatur í ömurlega auglýsingamennsku, froðu og lágkúrupólitík“, segir allt um gamla kommahjartað, það er samkvæmt sjálfu sér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli