Líkt og frægt var þá skipaði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, nýjan hæstaréttardómara ekki fyrir svo löngu. Þótti sú skipan ekki að öllu leiti eftir bókinni, en mjög gróflega var gengið framhjá þremur mjög svo hæfum einstaklingum.
Það vakti eftirtekt í rökræðu eftir skipan Björns, á Ólafi Berki Þorvaldssyni í Hæstarétt, að Birni Bjarnasyni þótti það ómálefnalegt af fréttamönnum að telja frændsemi Ólafs við Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hafa haft einhver áhrif. Það hefðu jú verið sérþekking Ólafs Barkar á Evrópurétti sem hefði haft úrslitaárif. Þetta hafði því verið málefnaleg niðurstaða og því hafin yfir alla gagnrýni.
Þessi málefnalega niðurstaða Björns hefur nú verið kærð til Kærunefndar Jafnréttismála fyrir brot á jafnréttislögum. Markmið þeirra laga er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Til að ná fram þessu markmiði skal líkt og segir í lögunum: a) gæta jafnréttissjónarmiða á öllum sviðum samfélagsins, b) vinna að jöfnum áhrifum kvenna og karla við ákvarðanatöku og stefnumótun í samfélaginu, c) gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf, d) bæta sérstaklega stöðu kvenna og auka möguleika þeirra í samfélaginu, e) efla fræðslu um jafnréttismál, f) greina tölfræðiupplýsingar eftir kyni og g) efla rannsóknir í kynjafræðum.
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, stendur núna frammi fyrir því prófi hvort að hin málefnalega niðurstaðan, þ.e. sérþekking á Evrópurétti, haldi vatni frami fyrir Kærunefnd Jafnréttismála.
þriðjudagur, nóvember 04, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli