Í frægri hátíðarræðu, Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri-framboðsins, á landsþingi fyrir skömmu, virðist hann harma að Framboðið skyldi mælst lengi vel mjög hátt í skoðanakönnunum. Verður því ekki annað skilið en að framboðið hafi átt að mælast mun lægra. Staðan væri skelfileg, en það jákvæða væri nú „að eiga hljómgrunn hjá miklu stærri hluta almennings í landinu en sem nemur þeim fjölda sem að endingu ákvað að kjósa okkur“.
Er því nema von að spurt sé hvort að Steingrímur Jóhann Sigfússon sé enn stjórnmálamaðurinn sem kom inn á Alþingi, árið 1983, fullur af þrótti og eldmóði, sem ber fram þann boðskap, árið 2003, að „keppinautar okkar eða andstæðingar í stjórnmálum tóku smátt og smátt allir að líta á okkur sem sérstaka og sameiginlega ógn og hagsmunir þeirra fóru þ.a.l. saman í því að reyna að finna á okkur höggstað. ... Við getum ekki vænst þess að aðrir flokkar horfi á okkur taka aukið rými í heimi stjórnmálanna á þeirra kostnað án þess að bregðast við.“
Nú er það svo að innistæða er nauðsynleg fyrir fullyrðingum, það ættu sjóaðir stjórnmálamenn að vita. Þegar Steingrímur Jóhann telur Framboðið sitt eiga og geta tryggt að fimmtungur til fjórðungur þjóðarinnar a.m.k. sem eigi meira og minna málefnalega samleið með Vinstri-framboðinu og fylgi því eftir með atkvæði sínu í kjörklefanum, þá þrýtur heimildina.
Sé formaðurinn að líta til kosningarannsókna Ólafs Þ. Harðarsonar, þá er ekkert sem segir að hægt sé að sækja allt það fylgi sem hafi íhugað að styðja flokkinn, því það er alltaf við andstæðinga að berjast og við því þarf Framboðið að bregðast. Barlómur forystumanns í stjórnmálum er því meir undarlegri ef það er ekki verðugt verkefni flokksfélaga í alvöru flokki, sem vill verða stór, að takast á við andstæðingana sem reyna að finna höggstað á flokknum.
Áskorunin í stjórnmálum fellst í því að þurfa að vinna eins mörg þingsæti og hægt er til að breyta, þ.e. að hafa áhrif á ríkistjórnina, embættismennina og þjóðfélagið í heild. Áfallið fyrir þá sem eiga ekki aðild að ríkisstjórn kallar á umræður og uppgjör innan flokka. Staða forystumann verður einnig veikari takist þeim ekki að skapa sér áhrifastöðu. Ekki er að sjá að Steingrímur Jóhann Sigfússon hafi tekist á við þetta uppgjör á landsþinginu eða hvaða alvöru stjórnmálaafl, vill hafa forystumann sem hræðist góða mælingu í könnunum?
fimmtudagur, nóvember 13, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli