Svo var spurt í nýjasta þjóðarpúls Gallup og eru viðhorf landsmanna mismunandi eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Fram kemur að meirihluti stuðningsmanna stjórnarflokkanna telur að framlagið sé hæfilegt en meirihluti fylgis stjórnarandstöðunnar telur að framlag Íslands til þróunarmála sé of lítið.
Svör voru einnig greind eftir menntun, kyni og búsetu. Framkemur mikill munur á viðhorfum fólks eftir menntun, en 64% háskólamenntaðra og 35% þeirra sem lokið hafa grunnskóla telja framlag Íslands til þróunarmála of lítið. En þegar er litið til heildarniðurstöðunnar þá telur nærri helmingur þjóðarinnar, eða 48% að framlagið sé of lítið eða hæfilegt.
Sé blaðað í fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár, 2004, mun framlag til Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, þrónunarmála og alþjóðlegrar hjálparstarfsemi nema kr. 651,3 millj. Framlög Íslands hafa verið að hækka en eru þó langt frá alþjóðlegum viðmiðunum. Fyrir um áratug var ætlunin að framlög næmu 0,7% af þjóðarframleiðslu, en framlög Íslands námu þá 0,07%. Á síðasta ári voru þessi framlög þó orðin 0,16% af þjóðarframleiðslu, frá því að vera 0,12% árið 2002.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli