Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður framtíðarnefndar Samfylkingarinnar, var í þættinum Maður á mann á Skjá 1, 16. nóvember s.l. Algjörlega sannfærð mun hún halda áfram að láta vita af framboði sínu til formanns á næsta landsþingi fylkingarinnar. Blekið á ný samþykktum ályktunum á landsþingi fylkingarinnar er ekki enn þornað og strax farið að huga að því næsta, þar sem allt stríð Ingibjargar Sólrúnar mun bera árangur. Vinsamlegum samskiptum formanna tveggja í fylkingunni Össurar og Ingibjargar Sólrúnar er takmörkunum háð, þingfulltrúar á næsta landsþingi bíður það erfiða hlutverk að gera upp á milli þeirra. Bræðralagið er ekkert heldur stórfenglegt taugastríð.
Samfylkingarfélögum býður erfitt hlutverk og hvort að hægt verði „að vinna sem einn maður að því að undirbúa okkur fyrir hlutdeild í ríkisvaldinu“ líkt og Ingibjörg Sólrún sagði svo smekklega á landsfundinum. Taugastríðið þar sem verður unnið sem einn maður, en þá gegn Össuri formanni, til að uppfylla vonir, þrár og væntingar margra kynslóða. Össuri hefur nefnilega tekist að hneppa ungliða flokksins í eintóman þrældóm á þingum fylkingarinnar, við lítinn fögnuð ungafólksins, úthýst fötluðum frá fundarstað með of háum þröskuldum og neitað blindum og heyrnarlausum um handhæg hjálpargögn til að taka þátt í landsþingum af krafti. Að mati fylkingarinnar var þetta allt nothæfir stuðningshópar á kjördag, en lengra nær það ekki hjá Össuri. Samfélag byggt á hornsteinum jafnaðarstefnu Samfylkingarinnar er takmörkum háð. Kjósendur munu aldrei gleyma sviknum hugsjónum stjórnmálaafla.
Næstu 2 ár verða söguleg í meiralagi fyrir fylkingarfólk, kannanir að frumkvæði stuðningsmanna Ingibjargar Sólrúnar munu móta umræðuna, umræðustjórnmálin lifa, hvaða stemming sem er verður mæld og í framhaldi verður beðið yfirlýsingar Ingibjargar. Óvissan er algjör í herbúðum stuðningsmanna þeirra beggja og málamiðlanir liggja ekki á lausu. Þetta er aðalvandamál Samfylkingarinnar fram að næstu kosningum er nýr leiðtogi fylkingarinnar verður kynntur; uppgjör mun þá hafa farið fram og taugastríðinu lokið.
föstudagur, nóvember 21, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli